Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 21

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 21
www.kia.com ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 22 17 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Má bjóða þér að kynnast fjölskyldunni frá cee’d? Hún samanstendur af cee’d og cee'd Sportswagon, sem er rúmbetri og hentar því vel þar sem þörf er á meira rými fyrir farangur. Svo er það töffarinn í fjölskyldunni, pro cee’d. Bílarnir eru allir einstaklega sparneytnir, eyða frá 4,1 l/100 km. 7 ára ábyrgð er á nýjum Kia cee’d líkt og á öllum nýjum Kia bílum. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér skemmtilega fjölskyldu. Við tökum vel á móti þér. Komdu og reynsluaktu frábærum bíl Verð frá 3.370.777 kr. 1,4 dísil, beinskiptur 180.000 kr. kaupauki fylgir nýjum Kia cee'd - fyrstir koma fyrstir fá Vetrardekk og 100.000 kr. eldsneytiskort Góð fjármögnun í boði Hiti í stýri er staðalb únaður í öllum Kia cee’d Sparneytinn Kia cee’d í ábyrgð til 2020 Þannig að maður hefur engu að tapa á því að vera með umboðsmann en möguleika á að vinna. L eikkonan Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fer með burðarhlutverkið í Málm- hausi, nýjustu mynd Ragnars Bragasonar. Þar leikur hún Heru, sveitastelpu sem tekur dauða stóra bróður síns svo nærri sér að hún hverfur inn í heim þungarokksins sem hann hlustaði á. Feigð og dauði hafa vomað nokk- uð yfir Þorbjörgu Helgu í kvik- myndum en hún sýndi nú síðast lágstemmdan stórleik í Djúpinu eftir Baltasar Kormák í hlutverki ungrar móður sem missti eigin- mann sinn í hafið. Þá hefur hún ný- lokið tökum á Borgríki 2 þar sem ætla má að hætta sé á hverju horni í Reykjavík óttans. Þorbjörg Helga gerir ekki mikið úr því að þungi og drungi fylgi verkefnavali hennar enda er það ef til vill ekki tilfellið þegar betur er að gáð. „Mér finnst Hera alveg ótrúlega fjölbreyttur karakter. Hún hefur alveg púka í sér, grín og gleði. Þannig að mér fannst hún als ekki bara þunglynd.Hún er bara á vondum stað í lífínu þegar við kynnumst henni í myndinni. Ég væri alveg til í að gera fram- haldsmyndina – Málmhaus 2,“ segir hún og hlær. „Þar sem Hera er komin á betri stað og við fylgj- umst með henni uppfylla drauma sína.. Annars er bara gaman að fá að takast á við sem ólíkust verk- efni,“ segir Þorbjör Helga með hugann við allt annað en feigð og dauða. Hera tekur rokkið alla leið og málar sig stundum í framan og Þorbjörg Helga segist hafa átt auðvelt með að tengja við það að maður fari í einhvers konar ham með slíkri útlitsbreytingu. „Það er mjög auðvelt að setja sig í annan karakter með þetta á sér. Þetta er náttúrlega einhvers konar stríðs- málning og maður fer í einhvern annan ham.“ Tapar ekki á að hafa umboðsmann Málmhaus var frumsýnd í síðasta mánuði á Kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún fékk góðar viðtökur og nú er komið að því að sýna hana hér heima. „Maður er náttúrlega búinn að sjá hana þannig að fiðringurinn er kannski öðruvísi,“ segir Þorbjörg Helga sem að sjálfsögðu fylgdi myndinni til Toronto. „En núna er maður náttúrlega að fara að horfa á hana með öllum þeim sem tóku þátt í að gera hana, þannig að það verður gaman að frumsýna og geta loksins talað um hana við alla. Það er allt öðruvísi tilfinning að horfa á hana með öll- um sem komu að því að gera hana.“ Eftir að Málmahus var frum- sýnd í Kanada komust bæði Ragnar og Þorbjörg á samning hjá bandarísku umboðsskrifstofunni APA. Þorbjörg segist þó ekki vera komin í stellingar til þess að taka á móti heimsfrægðinni þegar hún bankar upp á. „Nei, ég held maður sé nú alveg rólegur með það. Það eina sem þetta þýðir, að fá umboðsmann, er að það eru einhverjir með mann í huga ef það dettur inn eitthvert skemmtilegt verkefni þá getur ver- ið að þeir hugsi til manns. Þannig að maður hefur engu að tapa á því að vera með umboðsmann en möguleika á að vinna.“ Byrjaði að leika í menntó Þorbjörg Helga fikraði sig út á leiklistarbrautina í menntaskóla með leikfélaginu í Menntaskól- anum við Sund. „Og það er gaman að segja frá því að Hannes [Óli Ágústsson] bekkjarbróðir minn úr Leiklistarskólanum sem leikur líka í myndinni var einmitt líka með mér í leiklistinni í MS. Þannig að það var sterkt leikfélag þar. Margir krakkar þaðan hafa haldið áfram og gert þetta að atvinnu.“ Að loknu stúdentsprófi lá leið Þorbjargar Helgu í Háskólann og Stúdentaleikhúsið. „Krakkarnir sem voru í leikfélaginu í MS voru komnir þangað þannig að það var bara eins og eitthvert framhald að fara þangað. Og þar kannski kviknaði þessi áhugi fyrir alvöru og hugmyndin um að sækja um í Leikslistarskólann.“ Málmhaus á eftir að fara á nokkrar kvikmyndahátíðir til við- bótar og þegar fjörinu í kringum frumsýninguna hér lýkur ætlar Þorbjörg Helga að fylgja myndinni á einhverjar hátíðir. „Nú er bara að klára frumsýninguna hérna og svo fæ ég að fara með á einhverjar fleiri kvikmyndahátíðir. Raggi er aðallega í því en ég fæ að fara eitt- hvað með. Það er líka rosalega gaman að fá að fylgja henni eftir.“ Draumur leikarans Þorbjörg Helga fékk að vinna náið með Ragnari í undirbúnings- vinnunni og fékk því að leggja persónunni ýmislegt til þótt Málm- haus hafi verið gerð eftir hand- riti en ekki byggð á spuna eins og til dæmis myndirnar Börn og Foreldrar sem Ragnar gerði með Vesturportshópnum. „Hann leyfði mér að koma mjög snemma inn í ferlið og lesa fyrsta uppkastið að handritinu og þá gat ég komið með punkta fyrir persónuna mína og handritið sjálft. Ég fekk að hafa rosalega mikið að segja og það er náttúr- lega draumur fyrir leikara að fá að vinna svona við undirbúninginn og vera í þessu samtali við leikstjór- ann svona löngu áður. Það var búið að svara svo mörgum spurningum þegar maður kom á settið fyrsta daginn að maður var einhvern veginn bara tilbúinn að hefja tökur og byrja að vinna.“ Þegar Þorbjörg Helga er spurð hvað sé framundan að öðru leyti er fátt um svör. „Það er alltaf eitthvað í gangi en nú hlakka ég bara til að frumsýna myndina hérna heima og sjá hana með mínu fólki. Síðan tek ég bara einn dag í einu. Tek bara einn dag í einu. Alveg sallaróleg.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is viðtal 21 Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.