Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 24
Deildirnar eru fullar af skúma- skotum og dimmum hornum sem erfitt reynist að hafa gætur á, sem er mjög óheppilegt ef sjúklingar sýna tilburði til að skaða sjálfa sig eða aðra. Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti2. A ðbúnaður sjúklinga og umhverfi þeirra er ein af þremur megin- stoðum í meðferð geð- sjúkra, að sögn Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geð- sviðs Landspítalans. Hinar tvær eru sjúklingurinn sjálfur og starfsfólkið sem veitir honum meðferð og það um- hverfi sem meðferðin fer fram í. Umhverfi og aðbúnaður geðsjúkra er afar mikilvægur og því brýnt að fram fari nauðsynlegar endurbætur á úr sér gengnu húsnæði geðsviðs, sem stenst illa kröfur nútímageðlækn- inga, að sögn Maríu. Fyrir skömmu var tekin í notk- un geðgjörgæsludeild, svokölluð bráðageðdeild, sem mikil þörf var á. Þar eru veikustu sjúklingarnir vist- aðir í tíu einbýlum þar sem fyllsta öryggis sjúklinga er gætt. Þetta eru mikið veikir sjúklingar sem oft eru með hegðunartruflun og eru jafnvel hættulegir umhverfi sínu eða sjálfum sér. Áður voru þessir sjúklingar vistaðir með öðrum minna veikum á þremur deildum á Hringbraut sem var ekki ákjósanlegt. Eyrún Thor- stensen er deildarstjóri bráðageð- deildar. Hún segir hönnun nýju deildarinnar sérstaklega vel heppn- aða og hún hafi skilað bættri þjónustu við sjúklinga, jafnt þeirra sem liggja á deildinni sjálfri, sem til sjúklinga á öðrum deildum. Bráðageðdeild fækkaði legu- plássum Með tilkomu bráðageðdeildar fækkaði hins vegar leguplássum á geðdeildum Landspítalans um sjö því einni af þremur almennum legudeild- um geðsviðs var breytt í bráðageð- deild. Nauðsynlegt þykir að svo mikið veikir sjúklingar séu á einbýli og því fækkaði legurúmum á deildinni um sjö. Ákjósanlegast hefði þó verið að bæta við bráðageðdeildinni og auka þjónustuna þannig enn meir. „Við breytingar á deildinni var ör- yggi sjúklinga haft í fyrirrúmi,“ segir María. „Hönnunin miðaðist við að út- rýma hættusvæðum, svo sem skúma- skotum og svæðum utan almenns sjónsvæðis starfsfólks, til að koma í veg fyrir árekstra. Einnig var hugsað fyrir því að enginn hlutur hér á deild- inni geti nýst fólki til að skaða sjálft sig eða aðra, hurðahúnar, sturtuhaus- ar, blöndunartæki, speglar, húsgögn og þar fram eftir götunum, allt er þetta sérvalið hér inn með öryggis- sjónarmið í huga,“ bendir hún á. Húsnæði geðdeildanna á Hring- braut var byggt árið 1979 og hefur lít- ið sem ekkert breyst síðan enda tekur arkítektúrinn mið af því. Umhverfið er niðurdrepandi og drungalegt með löngum, dimmum göngum með dökkum loftum. Veggir í stigagöng- um og á fleiri stöðum eru grófir og steyptir þannig að steinnibbur standa út. Deildirnar eru fullar af skúma- skotum og dimmum hornum sem erfitt reynist að hafa gætur á, sem er mjög óheppilegt ef sjúklingar sýna til- burði til að skaða sjálfa sig eða aðra. Flest herbergin eru tvíbýli og hús- búnaður er úr sér genginn að undan- skilinni dag- og göngudeild fíknigeð- deildar á jarðhæð, sem endurnýjuð var fyrir bráðum áratug. „Áform um nýjan spítala gera ráð Húsnæði geðsviðs stenst ekki nútímakröfur Drungalegt og úr sér gengið húsnæði geðsviðs Landspítalans að Hringbraut stenst illa kröfur nútíma­ geðlækninga. Öryggismálum er þar einnig ábótavant svo tryggja megi öryggi sjúklinga sem starfsfólks. Geðsvið verður ekki hluti af nýjum spítala og því er enn brýnna en nokkru sinni að ráðast í nauðsynlegar endurbætur og viðhald sem hefur verið vanrækt svo það lekur og myglusveppur þrífst. fyrir að geðsvið sé í „varanlegu hús- næði“, eins og það var orðað,“segir María. „Það þýðir að ekki er gert ráð fyrir okkur í nýjum spítala og því verðum við hér. Það voru mikil von- brigði en við verðum að sætta okkur við það. Lágmarkskrafan er þá að húsnæðinu sé haldið við og hér fari fram nauðsynlegar endurbætur í þágu sjúklinga,“ segir hún. Öryggi sjúklinga ábótavant „Við erum ekki að tala um neitt pjatt, heldur einfaldlega öryggi sjúkling- anna,“ segir María og nefnir nokkur dæmi: „Samkvæmt vinnureglum okkar, sem eru settar í þágu sjúkling- anna, förum við ekki með veikustu sjúklingana í lyftu milli hæða. Það getur skapað ýmis vandamál, bæði eru aðstæður í lyftu ekki öruggar og einnig getur rýmið skapað vanlíðan hjá sjúklingnum. Við förum því alltaf með veikustu sjúklinga á milli hæða um stigagang en arkítektúrinn á honum er þess eðlis að veggirnir í stigaganginum eru beinlínis hættu- legir. Ef til átaka kemur við sjúkling getur fólk meitt sig illa við að kastast utan í veggina,“ bendir hún á. Legudeildirnar eru þannig hannað- ar að fyrir framan hver tvö herbergi Framhald á næstu opnu Kynningar­ og góðgerðamálefnið Á allra vörum, réðst í söfnun fyrir bráðageðdeild í ár og afhenti í gær, fimmtudag, um 50 millj­ ónir auk ýmissa gjafa, sem nýtast munu til áframhaldandi fram­ kvæmda við bráðageðdeildina. Lósmyndir/Hari 24 fréttaskýring Helgin 11.­13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.