Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 26

Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 26
er lítið hol með klósetti annars vegar og sturtu hinsvegar. „Það er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir slík hættusvæði,“ bendir hún á. Þó svo að reynt hafi verið að gera umhverfið sem öruggast hefur sjúklingum tekist að binda endi á líf sitt á geðdeild. „Við höfum misst fólk,“ segir María. „Slíkt á ekki að henda og því miða allar breytingar að því að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks,“ segir hún. Breytingar bæta líðan Breytingar á nýrri bráðageðdeild eru langt komnar þó svo að aðeins sé lokið við annan ganginn af tveimur. Kostnaðurinn við breyt- ingarnar nemur þegar rúmum hundrað milljónum – og nokkra tugi þarf til viðbótar svo ljúka megi við verkið. Fimmtán milljónir fengust frá velferðarráðuneytinu en restin kom úr rekstri spítalans sjálfs, stærsti hluti af rekstrarfé geðsviðs Kynningar- og góðgerða- málefnið Á allra vörum, réðst í söfnun fyrir bráðageðdeild í ár og afhenti í gær, fimmtudag, um 50 milljónir auk ýmissa gjafa, sem nýtast munu til áframhaldandi framkvæmda við bráðageðdeild- ina. Framlög velviljaðra samtaka eru geðsviði ómetanleg, að sögn Maríu. Eyrún segir að breytingarnar á bráðageðdeildinni hafi breytt því verulega hvernig hægt er að annast veikustu sjúklingana. „Með því að gera deildina öruggari þurf- um við í mun minna mæli að loka veikasta fólkið af. Við getum stýrt umgangi á deildinni mun betur og komið þannig í veg fyrir árekstra. Einbýlin hjálpa einnig mjög mikið til en fólk getur sjálft valið að læsa að sér þó svo að starfsfólk hafi samt sem áður aðgang að her- bergjum þeirra, þá má þannig koma í veg fyrir að sjúklingar ráfi inn á herbergi annarra,“ bendir Eyrún á. „Við þurfum mun minni inngrip og sjúklingarnir upplifa sig fyrir vikið frjálsari og líður því betur,“ segir hún. Enn skortir þó upp á aðgang sjúklinga að lokuðum garði sem nýverið var útbúinn við geðdeild- ina að Hringbraut í kjölfar ábend- inga Evrópuráðs til varnar gegn pyntingum. Til þess að komast í hann þarf að fylgja sjúklingi um langa ganga og á milli hæða sem eykur hættuna á stroki og upp- ákomum og það hefur gerst hjá okkur. Auðveldlega má koma upp stiga úr bráðageðdeildinni niður í garðinn en áætlað er að hann myndi kosta um 10 milljónir. Þær eru ekki til. Viðkvæmur sjúklingahópur María bendir á að bráðageðdeildin hafi meiri áhrif á aðrar deildir en starfsfólk hefði gert sér í hugar- lund fyrirfram. „Sjúklingahópur- inn okkar er fjölbreyttur en hann mjög viðkvæmur, algengasta inn- lagningarástæðan eru áleitnar sjálfsvígshugsanir. Það er því mikilvægt að allir fái næga athygli. Reynslan sýnir að inniliggjandi sjúklingar með til að mynda þunglyndi og kvíða sem voru á deild með órólegum sjúklingi upp- lifðu spennuþrungið andrúmsloft og héldu sig því oft til hlés. Þegar órólegustu sjúklingarnir hafa verið færðir inn á bráðageðdeild verður umhverfið rólegra og sjúklingar með kvíða og þunglyndi sýna meira frumkvæði til sjálfshjálpar og sækja í þjónustu starfsfólks. Þannig fá þessi sjúklingar meira út úr meðferðinni,“ segir María. Starfsfólk tveggja almennra legudeilda og legudeild fíknigeð- deildar hefur lagt sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu við sjúklinga miðað við aðstæður. Peningur sem safnaðist í svoköll- uðu Brospinnaátaki, sem er fram- tak starfsfólks geðsviðs spítalans, var notaður til þess að breyta þvottaherbergi á legudeild fíkni- geðdeildar í svokallað „altmuligt“ herbergi. Þar geta heimsóknir farið fram, sjúklingar geta fundið þar afdrep og þar eru einnig viðtöl sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Húsgögnin; legusófi og hæginda- stóll, fengust í Góða hirðinum því  Á geðsviði Landspítalans eru níu legudeildir, fjórar göngudeildir og fjórar dagdeildir á fimm stöðum í borginni:  Á Hringbraut eru fjórar legu- deildir. Þar er ný bráðageðdeild en auk hennar tvær legudeildir og fíknigeðdeild. Þar eru einnig þrjár dag- og göngudeildir.  Á Kleppspítala eru fjórar legudeildir; öryggisgeðdeild og réttargeðdeild auk sérhæfðrar endurhæfingar- geðdeildar og almennrar endur- hæfingargeðdeildar. Þeir sem eru lagðir inn á öryggisgeðdeild hafa verið sviptir sjálfræði í a.m.k. sex mánuði. Það er yfirleitt fólk með tvígreiningar, fíknivanda og alvar- legan geðrofssjúkdóm. Þar er einnig réttargeðdeildin sem vistar fólk sem dæmt hefur verið fyrir afbrot en er of veikt til að afplána dóm sinn í fangelsi. Réttargeðdeildin var flutt á Klepp af Sogni í Ölfusi árið 2012.  Í einbýlishúsi á Laugarásvegi er endurhæfingardeild og legudeild fyrir fólk á aldrinum 18-25 sem er að veikjast af sínu fyrsta eða öðru geðrofi. Þar eru fá legurúm, 7-8, en allt að 50 manns eru að jafnaði innskrifaðir og mæta sumir daglega, aðrir nokkrum sinnum í viku. Þar er einnig fyrsta endurhæfing og eftir- fylgni með ungu fólki sem veikist af geðrofi.  Hvíta bandið á Skólavörðustíg er dagdeild og göngudeild át- röskunar, sem og dagdeild fyrir þunglyndissjúklinga og fólk með persónuleikaröskun. Þar er sérstakt átröskunarteymi starfandi.  Eitt af samfélagsteymum geð- sviðs, svokallað “outreach” teymi, hefur aðstöðu að Reynimel. Teymið hefur starfað í tæp fjögur ár og náð góðum árangri, meðal annar hefur orðið mikil fækkun í innlögnum hjá þeirra skjól- stæðingahópi, sem er fólk sem á hvað erfiðast uppdráttar, svo sem heimilislausu fólki og langt leiddum fíklum. Sautján deildir á fimm stöðum í borginni Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti2. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, t.v. og Eyrún Thorstensen, deildar- stjóri bráðageðdeildar. 26 fréttaskýring Helgin 11.-13. október 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.