Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Side 35

Fréttatíminn - 11.10.2013, Side 35
Made by Germans Bosch-dagar Þýsk gæða-heimilistæki frá Bosch nú á frábæru tilboðsverði. Ryksuga BSGL 32238 2200 W. Hepa-sía. Parkethaus fylgir með. Vinnuradíus: 10 metrar. Tilboð: 24.900 kr. Fullt verð: 34.900 kr. Kæliskápur, úr stáli (kámfrír) KGN 36NL20 Orkuflokkur A+. NoFrost: Affrysting óþörf. Tvö kælikerfi. Kælir: 221 lítra. Frystir: 86 lítra. H x b x d: 186 x 60 x 60 sm. Tilboð: 149.900 kr. Fullt verð: 199.900 kr. Þvottavél WAE 28271SN Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++. Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín. Tilboð: 119.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. Uppþvottavélar Mjög hljóðlátar, 44 dB. Orkuflokkur A++. 14 manna. Fimm kerfi. Séraðgerðir: Tímastytting kerfa, kraftþvottur og kraftþurrkun. Tilboð (hvít): SMU 58M22SK 139.900 kr. Fullt verð: 189.900 kr. Tilboð (stál): SMU 58M25SK 149.900 kr. Fullt verð: 199.900 kr. Bakstursofn HBA 23B151 XXL ofnrými: 67 lítra. Orkuflokkur A. Fimm hitunaraðgerðir. Tilboð: 99.900 kr. Fullt verð: 144.900 kr. Þurrkari WTW 84100SN Barkalaus. Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+. Sérkerfi: Íþróttafatnaður og 40 mín. hraðkerfi. Nýjung: Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Tilboð: 149.900 kr. Fullt verð: 189.900 kr. Þú sparar 45.000 kr. Þú sparar 50.000 kr. Þú sparar 50.000 kr. Þú sparar 10.000 kr. Þú sparar 50.000 kr. Þú sparar 40.000 kr. Þú sparar 30.000 kr. Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. að það var eitthvað að en þau vissu ekki hvað. Í framhaldinu var virki- lega saumað að mér og ég samþykkti að fara inn á geðdeild. Eftir það fór ég síðan beint í meðferð. „Ég tókst svo á við hvoru tveggja, geðhvarfa- sýkina og neysluna. Ég varð í raun afskaplega hræddur og held að þess vegna hafi ég strax tekið lyfin mín samviskusamlega. Ég varð hræddur því ég vissi að ég gæti endað aftur á sama stað og ég var þegar ég eyddi þessari nótt á lagernum. Ég var líka þakklátur fyrir að hafa komist frá þessu. Mér fannst ég eiga inni hjá sjálfum mér og öðrum að ég myndi ekki klikka. Ég fékk þennan eina séns og ég ætlaði að nota hann vel.“ Undir áhrifum með barnið í bílnum Á þessum tíma var Heiðar Ingi ein- hleypur en átti ellefu ára gamla dóttur, Steinunni Lilju. „Hún var eina barnið mitt á þessum tíma. Það var töluverð vinna fyrir mig að gera þetta upp með henni. Hún bjó ekki hjá mér en upplifði engu að síður ýmislegt sem hún hefði ekki átt að upplifa. Alkóhólisti tekur neysluna fram yfir alla aðra. Forgangsröðunin er kolvitlaus, þú lýgur og stendur ekki við það sem þú ert búinn að lofa. Ég veit ekki hvað ég hef oft keyrt með hana skakkur þegar ég var í dagneyslu. Það er ýmislegt sem er erfitt að horfast í augu við en á milli okkar í dag er bara tær væntumþykja og vinátta. Við erum búin að gera málin upp og nú er fyrsta afabarnið mitt á leiðinni.“ Heiðar Ingi hefur verið á beinu brautinni í 16 ár, er óvirkur alkó- hólisti og tekur daglega lyf til að halda geðhvarfasýkinni í skefjum. „Ég hef farið í gegnum tímabil þar sem mig langar að hætta að taka lyfin mín. Það langar engan að vera geðveikur og ég er minntur á það tvisvar á dag þegar ég tek lyfin. Það er einstaklingsbundið hvernig lyfin virka. Það eru aukaverkanir en ég hef fengið mjög litlar. Það skiptir líka miklu máli að ég er vel giftur,“ segir hann glaðlega. „Það hafa komið erfið tímabil en ég hef þá fengið hjálp. Í eitt skiptið var ég harðákveðinn í að hætta að taka lyfin. Konan mín stoppaði mig þá af og sagði að ég gerði það ekki án samráðs við lækn- inn. Ég fór til læknis og hann sagði bara þvert nei.“ Kynntist þriggja barna móður Heiðar Ingi kynntist eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur, um 8 mánuðum eftir að hann kom úr meðferð. „Hún átti þrjú börn, Daníel Mána og tvíburana Unni Blævi og Sóleyju Ylju, og svo eignuðumst við saman yngstu stelpurnar. Það var kannski ekki ákjósanlegast fyrir nýþurrkaðan alka en við bara urðum skotin hvort í öðru. Ég er ákaflega glaður yfir því hvað fósturbörnin hafa tekið mér vel.“ Hann segir Aðal- björgu, eða Öddu eins og hún er kölluð, ekki hafa sett það fyrir sig að hann væri nýkominn af geðdeild og úr meðferð. „Fortíðin bara skipti ekki máli.“ Hann rifjar síðan upp þegar Adda var í sjúkraliðanámi, áður hún lærði hjúkrunarfræði, að henni blöskruðu fordómar samnem- enda sinna í garð geðsjúkra og fékk hún þá eiginmanninn til að koma í tíma og ræða sín veikindi. Hann hug- leiddi þá ekkert meira að ræða þessi mál fyrr en nokkru áður en hann hélt predikunina. „Ég man að ég hugsaði um það þegar ég las viðtal við Högna í Hjaltalín í blaðinu ykkar. Mér fannst það virkilega djarft hjá honum að koma fram og segja frá sínum veikindum. Hann er líka að glíma við þau núna en það eru 16 ár síðan ég veiktist.“ Erfitt að tala um geðsjúkdóma Predikun Heiðars Inga var birt á vef Þjóðkirkjunnar, Trú.is, og hefur hann fengið gríðarleg viðbrögð, jafn- vel frá ókunnugu fólki. „Ég er í dag búinn að fá símtöl frá fólki sem ég þekki misvel sem er að þakka mér fyrir að halda umræðunni opinni. Það er auð- vitað tilgangurinn, að geðsjúkdómar hætti að vera það feimnismál sem þeir eru.“ Hann segist í raun hafa þurft að glíma við eigin fordóma í gegnum tíð- ina. „Steríótýpan af geðveikum manni er að hann sé fárveikur í spennitreyju og eigi aldrei afturkvæmt í samfélagið. Mér fannst óþægilegt þegar ég þurfti að fara niður á geðdeild til að hitta lækni. Fólk á svo erfitt með að ræða um geðsjúkdóma og það er enn erfiðara að takast á við þá ef þú treystir engum fyrir því að þú sért veikur, og enginn viti kannski af þeim nema maki þinn. Það skiptir máli að fólk geti talað um þetta rétt eins og um gigt og hjartveiki. Í raun fylgdi því ákveðinn léttir að tala í kirkjunni. Ekki að ég hafi þurft að segja neinum þetta. Það var samt einhver léttir að gangast við sjálfum sér eins og maður er, að segja: Svona er ég, með öllum mínum kostum og göllum.“ Engu að síður segist hann innst inni vera feiminn og örlítið feginn að vera farinn til útlanda þegar þetta viðtal birtist. „Ég er að fara í vinnuferð og það er örugg- lega aðeins þægilegra að vera bara í útlöndum þegar blaðið kemur út.“ Á veggnum við borðstofuborðið þar sem Arna Dís sat og teiknaði er ritningarvers úr Lúkasarguðspjall: „Því hvar sem fjársjóður yðar er þar mun og hjarta yðar vera.“ Heiðar Ingi segir að konan sín hafi valið þessa tilvitnun. „Hún er miklu klárari en ég. Hún hefur í raun dýpkað mína trú en hún var mjög trúuð fyrir þegar við kynntumst. Þetta ritningarvers segir í raun mikið um þetta heimili.“ Dóttirin er komin í sófann og þau feðginin halda utan um hvort annað. „Fjölskyldan er akkerið mitt. Hún er lykillinn að þessu öllu,“ segir Heiðar Ingi. Þegar ég kveð réttir dóttir hans mér myndina sem hún var að teikna allan þennan tíma og segist vilja gefa mér hana. Hún hafði teiknað það sem fyrir augu bar meðan hún sat undir ritningarversinu; myndirnar á veggjunum á móti, stigann upp á næstu hæð, gólfflísar og stofuskáp. Hún merkti síðan myndina með nafni sínu, og til skýringar að hún væri „dóttir Heiðars / geðveikur pabbi.“ Ég fæ því að hafa með mér smá minningar um fjársjóðinn – þar sem hjartað er. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég held að ég hafi eytt lung- anum úr nótt- inni þar, ég fór upp á stól og ætlaði að hengja mig. viðtal 35 Helgin 11.-13. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.