Fréttatíminn - 11.10.2013, Síða 42
Helgin 11.-13. október 201342
E
dda Lilja Guðmunds-
dóttir er lærður textíl-
kennari en stundar
núna nám í tölvunar-
fræði við Háskólann
Reykjavík ásamt því að starfa
hjá versluninni Handprjón.is í
Hafnarfirði. Edda er mikill heklari
og segir heklið alveg dásamlegt.
„Sonur minn sagði einhvern tíma
að það væri svo magnað að vera
með eina nál og garn og geta búið
til heila peysu úr því og það lýsir
heklinu vel,“ segir hún og bætir við
að miklu styttri tíma taki að hekla
en prjóna. „Maður er líka frjáls-
ari í hekli og það er auðveldara að
fara í allar áttir. Ef maður gerir
villu er auðveldara að fela hana en
í prjóni. Svo er úrvalið af garni líka
mikið og þessi í dýrari kantinum
eru mjög góð. Ég er orðin svolítið
garnsnobbuð.“
Árið 2009 átti Edda mikið af af-
gangsgarni og setti sér það mark-
mið að prjóna eina
húfu á viku út árið.
Árið eftir gerði
hún svo fimmtíu
og tvo skartgripi.
Hún tók sér smá frí eftir þau verk-
efni en er nú byrjuð aftur af fullum
krafti og gerir mikið fyrir sjálfa sig
en vinnur einnig að uppskriftum
fyrir Handprjón.is. „Núna er ég al-
veg á kafi í kaðlahekli og held nám-
skeið í október. Svo stendur til að
gefa út uppskriftirnar að húfunum
fimmtíu og tveimur á næstunni.“
Edda Lilja heldur úti blogg-
síðunni snigla.wordpress.com
þar sem finna má ýmsar fallegar
uppskriftir. Hérna fyrir neðan er
uppskrift frá Eddu að heklaðri
diskamottu.
Hannyrðir DásamlEgt HEkl
Nál, garn og allir vegir færir
Edda Lilja Guðmundsdóttir er heklari af lífi og sál og finnst miklu skemmtilegra að hekla en að prjóna
og er þessa dagana á kafi í kaðlahekli. Hún gefur lesendum Fréttatímans uppskrift að diskamottu sem
er vitaskuld hekluð.
Dönsku Hay stólarnir eru
stílhreinir, fallegir og sígildir.
Stærri stóllinn fer einkar vel,
bæði stakur sem hvíldarstóll eða við eldhús- eða
borðstofuborð en fætur allra stólanna eru jafnháir.
Hay setti stólana á markað árið 2011 og er hönnun
þeirra innblásin af sjötíu ára gamalli hönnun frá
öðru dönsku fyrirtæki, FDB Møbler. Stólarnir eru til í
nokkrum litum og fást hjá Epal.
Sígildir
og fallegir
stólar
Edda Lilja Guðmundsdóttir segir auðvelt að skapa með hekli og er orðin svolítið garnsnobbuð. Ljósmynd/Sveinn Speight
Efni og áhöld:
Randalína, fæst til dæmis
hjá Handprjón.is
3,5 mm heklunál.
Heklfesta í stuðlum:
20 ST = 10 cm , 10
umferðir =
10cm.
Útskýringar:
L: Lykkja/ur
KL: Keðju-
lykkja
LL: loftlykkja
ST: Stuðull
ET: Endurtakið
LLB: Loftlykkjubil (bil úr
loftlykkjum).
2 ST saman: (sláið uppá
nálina, farið í næstu L,
sláið uppá nálina og dragið
í gegn, sláið uppá nálina og
dragið í gegnum 2 bönd) x2,
sláið uppá nálina og dragið
í gegnum böndin sem eftir
eru á nálinni.
3 STSA: 3 stuðlar teknir sam-
an: (sláið uppá nálina, farið
í næstu L, sláið uppá nálina
og dragið í gegn, sláið uppá
nálina og dragið í gegnum 2
bönd) x3, sláið uppá nálina
og dragið í gegnum böndin
sem eftir er á nálinni.
Horn: Heklið (3 STSA, 2 LL)x2 í
næsta LLB.
Horn2: Heklið (3 ST, 3 LL, 3 ST)
í næsta LLB.
Aðferð:
Diskamottan er hekluð í hring.
Byrjað er á því að hekla
loftlykkjur sem heklað er
í út á enda og svo heklað í
þær hinu megin líka. Þaðan
er svo diskamottan hekluð
hring eftir hring.
Diskamottan:
Gerið 42 LL
1. umferð: Heklið 2 ST saman
(sjá útskýringar) í fjórðu
LL frá nál, 2 LL, *3 STSA, 2
LL*. ET frá * til * að síðustu
loftlykkju, heklið þannig
í síðustu loftlykkjuna: (3
STSA, 2 LL) x3 [Horn]. Nú
er heklað hinu megin í
sömu loftlykkjurnar til baka
(heklað er í hring). ET frá
* til * að síðustu lykkjunni
(fyrsta loftlykkjan þar sem
heklaðir voru 2 ST saman
í byrjun). Heklið þannig í
síðustu lykkjuna: (3 STSA, 2
LL) x2 [Horn]. Lokið umferð
(hér og í öllum umferðum
hér eftir) með KL efst í
fyrsta stuðul umferðar.
2. umferð: KL í næsta LLB, 2 LL,
2 ST saman í sama LLB, 2 LL,
*3 STSA í næsta LLB, 2 LL*.
ET frá * til * að næsta horni.
Heklið horn tvisvar. ET frá *
til * að næsta horni, heklið
horn tvisvar. Lokið umferð
eins og áður.
3. umferð: KL í næsta LLB, 2
LL, 2 ST saman í sama LLB,
2 LL,( *3 STSA í næsta
LLB, 2 LL*. ET frá * til
* að næsta horni.
Heklið horn)
x4. ET frá * til
* út umferð. Lokið
umferð eins og áður.
4. umferð: KL í næsta LLB, 3
LL, 2 ST í sama LLB, (*3 ST í
næsta LLB*, ET frá * til * að
næsta horni, heklið horn2
(sjá útskýringar))x4. ET frá *
til * út umferð. Lokið umferð
eins og áður.
5.-13. umferð (í þessum
umferðum er alltaf heklað í
aftara bandið): 3 LL,* 1 ST í
næsta ST*,( ET frá * til * að
næsta horni, heklið horn2)
x4. ET frá * til * út umferð.
Lokið umferð eins og áður.
Gangið frá endum. Til að
diskamottan verið slétt og
flott í laginu þarf að
bleyta hana
og strekkja.
Hekluð diskamotta eftir Eddu Lilju Guðmundsdóttur.