Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 56
56 heilsa Helgin 11.-13. október 2013
Heilsa Hreinn matur í stað blekkingar
Vilja greiða leið fyrir
íslenska lífræna framleiðslu
É g vil hafa áhrif á fólk og vinna við eitthvað sem gefur til samfélagsins,“
segir Arndís Thorarensen,
framkvæmdastjóri Lifandi
Markaðar frá árinu 2009.
Arndís hafði ekki endilega
hug á því að vinna í heilsugeir-
anum en hún er menntaður
stærðfræðingur og vann við
kennslu í fjölda ára við Háskól-
ann í Reykjavík. „Ég ætlaði að
verða stærðfræðiprófessor en
hef alltaf verið náttúrubarn og
haft áhuga á almennri skynsemi
og rökhugsun. Það tengist ef
til vill með einhverjum hætti
stærðfræðinni,“ segir Arndís.
„Ég var líka með það að leiðar-
ljósi þegar ég var að kenna full-
orðnum að stærðfræði væri
skemmtileg og það væri hægt
að læra hana og ég tel mig hafa
náð því,“ segir Arndís.
„Þegar ég var búin að eiga tvö
börn og var orðin eldri fór ég að
hafa mikinn áhuga á mataræði
og heilsu og þannig þróaðist það
að ég fór að vinna við rekstur
Lifandi Markaðar,“ segir Arndís
Þegar Arndís flutti heim eftir
að hafa búið í Bandaríkjunum
fjögur ár tók hún eftir því hvað
vöruúrvalið hér var lítið og
einhæft. „Ég er mikill talsmað-
ur hreins mataræðis og mat-
vælaiðnaðurinn er orðinn alveg
ótrúlegur. Ég tel það einfald-
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum
og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
LAGERSALA
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi
40-80%
afsláttur
Reykjavík: Laugavegi 178
Rúmföt, handklæði
barnavörur, púðar
Akureyri: Glerártorgi
dúkar, löberar og fleira
Opið laugardag & sunnudag 11-16
Rúmföt - margar gerðir og stærðir
Laugardag & sunnudag
Opið laugardag 10-17
& sunnudag 13-17
140x200, 140x220
200x200 & 220x200
Mikið úrval af hágæða handklæðum
Baðhandklæði
Stærð 70x140
1.990 kr
50%
afslá
ttur
Stærðir
Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lif-
andi Markaðar, segir hópinn sífellt stækka
sem hugar að heilsu og fræðist um hollan
lífsstíl. Segir hún Svíþjóð standa sig vel í líf-
rænni framleiðslu í samanburði við Ísland og
að stjórnvöld þurfi að taka málefnið alvar-
lega enda mikil tækifæri til staðar.
lega almenna skynsemi að borða
óunninn mat og það er í raun-
inni það sem Lifandi Markaður
stendur fyrir,“ segir Arndís.
Arndís nýtur þess að vera í
stjórnendahlutverki, leiðbeina
fólki og láta gott af sér leiða. „Ég
held að konur séu ragar við að
taka að sér stjórnunarstörf en
ég held að þessi umræða öll um
kvóta í stjórnum hvetji konur
áfram,“ segir Arndís og telur að
karlar hafi risið upp sem feður
og komi meira að heimilinu
og hlutir séu í réttum farvegi.
Arndísi gengur vel að samhæfa
vinnu og einkalíf enda eigi hún
góða að.
Fleiri huga að heilsunni
Arndís segir Lifandi markað
leggja mikið upp úr því að þjón-
usta þá sem hafi sérþarfir eða
vilji borða til dæmis glútenlaust
lágkolvetna fæði og sykurlaust
og segir hópinn alltaf að stækka.
„Fyrst og fremst einbeitum
við okkur að lífrænum vörum
og viljum hafa breiðasta úrvalið.
Við viljum að fólk geti komið
hingað án þess að þurfa að lesa
vörulýsingar,“ segir Arndís.
Viðskiptavinahópur Lifandi
Markaðar er sífellt að breytast
en í byrjun var meirihluti við-
skiptavina konur. „Bara frá því
að ég byrjaði þá hefur það aukist
verulega að karlmenn komi á
veitingastaðina,“ segir Arndís.
Segir hún að alltaf séu fleiri
komnir í hóp þeirra sem vilja
borða óunninn mat.
„Það er líka hópur sem keyrir
innkaupakerruna í gegnum mat-
vöruverslanir og mikill meiri-
hluti af því sem er keypt er
unnið og inniheldur enga lifandi
fæðu. Fólk gerir sér ekki grein
fyrir þessu því að vörur eru seld-
ar sem matur en eru ekki matur.
Það er mikil blekking í gangi,“
segir Arndís
Arndís telur að áherslur séu
að breytast og greinilega hægt
að sjá breytingar til batnaðar
í lágvöruverslunum sem eru
sífellt að auka rýmið fyrir líf-
rænan mat sem og hollari mat-
vörur.
„Við viljum vera leiðandi á
þessum markaði og greiða leið
þeirra sem vilja framleiða lífræn-
ar íslenskar vörur sem of lítið er
til af,“ segir Arndís. Hún segir
ásókn í lífrænar vörur mjög
mikla og framboðið allt of lítið.
„Okkur finnst því jákvætt þegar
aðrir verslanir taka upp að selja
meira af lífrænum vörum.“
Fólk nýtir lífrænan
mat betur
Arndís segir að þeir sem velji
lífrænan lífsstíl nýti matinn sinn
mjög vel og beri virðingu fyrir
þeim vörum sem eru keyptar á
heimilið en talið er að um 40% af
mat sem framleiddur sé í heim-
inum rati í ruslatunnur. „Það
er algengt vandamál að margir
borða of mikið og þess vegna
getur það jafnvel verið ódýrara
að borða minna af hollari mat,“
segir Arndís.
„Stjórnvöld gætu gert margt
til þess að liðka fyrir þessum
iðnaði eins og til dæmis með
lægra rafmagnsverði til þeirra
sem eru að rækta lífrænt,“ segir
Arndís.
Fulltrúar fyrirtækisins Whole
Foods hafa áhuga á að selja
fleiri íslenskar vörur, að sögn
Arndísar, en eins og staðan er þá
er framleiðsla lífrænna vara ekki
einu sinni nægileg fyrir íslenska
markaðinn. „Það er hópur fólks
sem bíður reglulega eftir því að
fá íslenska lífræna grænmetið,“
segir hún.
Svíþjóð er framarlega á svið
lífrænnar mjólkurframleiðslu
en þar í landi, segir Arndís, hafi
verið lögð mikil áhersla á að
kanna áhrif erfðabreyttra mat-
væla á fólk. „Ef þú færð þér „cap-
puchino“ í Stokkhólmi ertu ekki
spurður, þú færð lífræna mjólk,“
segir Arndís. Hún hefur áhyggj-
ur af því að ekki séu til upp-
lýsingar um hvaða erfðabreyttu
matvæli skepnur á Íslandi fái og
sé það mjög alvarlegt mál.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Arndís Thorarensen framkvæmdastjóri Lifandi Markaðar nýtur þess að hafa góð áhrif á samfélagið. Ljósmynd/ Hari