Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 68

Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 68
68 bíó Helgin 11.-13. október 2013 Kynlífs- senurnar eru harka- legar, smá- smugu- legar, of- hlaðnar og kaldar lýsingar á svo- kölluðu lessu- kynlífi.  Frumsýnd LíF AdeLe F ranska myndin La Vie d'Adèle vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahá-tíðinni í Cannes þegar hún var sýnd þar í vor. Almennt voru viðtökurnar góðar og fólk hreifst af þessari hispurslausu, lesbísku ástarsögu en vitaskuld gekk myndin fram af einhverjum sem fóru ekki leynt með andúð sína. Myndin hreppti síðan aðalverðlaun hátíðarinnar, hinn eftirsótta Gullpálma. Auk þess sem aðal leikkonurnar tvær deildu með sér verðlaunum sem bestu leikkonurnar. Sjálfur Steven Spielberg var formaður dóm- nefndarinnar í Cannes og hann sagði La Vie d'Adèle vera stórkostlega ástarsögu um djúpa ást og nístandi sársauka sem áhorfendur fylgdust með eins og fluga á vegg frá upphafi til enda. La Vie d'Adèle, sem er ekki síður þekkt undir enska titlinum Blue Is the Warmest Color, fjallar um hina fimmtán ára gömlu Adele sem lifir ósköp venjulegu unglingslífi. Þegar hún byrjar svo með einum vinsælasta stráknum í skólanum áttar hún sig á að það vantar eitthvað tilfinningalegt í sambandið. Hún upplifir ekki þær þrár sem henni skilst á skólafélögum sínum að hún eigi að gera og hún spyr sig hvað sé að. Svarið fær hún óvænt þegar hún kynnist hinni bláhærðu Emmu sem á eftir að hafa varanleg áhrif á hana. Eftir því sem náið samband þeirra þróast losna þrár og tilfinningar Adele úr læðingi í ástríðu- fullum unaðsstundum þeirra tveggja. Eins og við var að búast vakti myndin ekki síst athygli fyrir nærgöngular kynlífssenur leikkvennanna tveggja, Adele Exarchopoulos og Lea Seydoux, en atriðin þykja svo opinská að jafnvel sjóuðustu gagnrýnendum og blaða- mönnum á hátíðinni varð um og ó. Þrátt fyrir það hreif myndin Spielberg og félaga og gagn- rýnendur hrósuðu henni flestir. Leikstjórinn, Abdellatif Kechiche, stóð þó ekki alveg uppi með pálmann í hönd- unum þótt hann hafi slegið í gegn í Cannes. Skömmu eftir frumsýninguna gagnrýndu leikkonurnar hann opinberlega fyrir að hafa lagt á þær mikið erfiði með endalausum tökum á kynlífsatriðum. Þær létu í það skína að ekki hefði borið á öðru en leikstjórinn hafi fengið eitthvað út úr því að draga tökur kyn- lífsatriðanna sem mest á langinn. Þá steig Julie Maroh, höfundur mynda- sögunnar, La vie d'Adele - Chapitre 1 & 2, sem myndin byggir á, fram og gagnrýndi myndina og leikstjórann harkalega á bloggi sínu þar sem hún hafnaði beinlínis þessari kvikmyndaaðlögun verks síns. Hún sagði meðal annars kynlífsatriði myndarinnar „ósannfærandi“ og „fáránleg“ og að þau væru hreinlega klám. „Sem femínisti og lesbískur áhorfandi get ég ekki fallist á þá stefnu sem Kechiche tók í þessum efnum,“ bloggaði hún. „Kynlífs- senurnar eru harkalegar, smásmugulegar, ofhlaðnar og kaldar lýsingar á svokölluðu lessukynlífi sem snúið er uppi í klám og létu mér líða mjög illa.“ Þá sagði hún blasa við að fyrst og fremst hafi vantað lesbíur á tökustað. Hún sagðist ekki vita hvert leikstjórinn og leikkonurnar, sem séu gagnkynhneigðar þar til annað kæmi í ljós, hafi sótt sér upplýsingar en hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Maroh sagði helst útlit fyrir að leikararnir hafi verið látnir undirbúa sig með því að horfa á „svokallað lessuklám“ sem sé þó því miður sjaldnast í raun gert fyrir lesbíska áhorfendur. Þrátt fyrir almennt góðar viðtökur og hrós unir leikstjórinn því hag sínum illa, segist hafa orðið fyrir miklu áreiti og andlegt álag á hann sé svo mikið að sér hefði þótt best ef myndin hefði verið tekin úr dreifingu strax eftir hátíðina í Cannes. Aðrir miðlar: Imdb: 7,3, Rotten Tomatoes: 95%, Metacritic. 93% Kvikmyndin La Vie d'Adèle vakti bæði hrifningu og deilur þegar hún var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin þykir ganga býsna langt í bersöglum lýsingum á kynlífs- sambandi tveggja ungra kvenna og einhverjir svitnuðu rækilega yfir langri kynlífssenu í myndinni sem tók, að sögn, einnig verulega á taugar leikkvennanna. Myndin var frumsýnd á Íslandi á RIFF en er nú komin í almennar sýningar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Umdeild og bersögul verðlaunamynd Líf Adele tekur varanlegum breytingum eftir að hún kynnist hinni bláhærðu Emmu. LAGERSALA Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi 40-80% afsláttur Reykjavík: Laugavegi 178 Barnarúmföt, dúkar löberar, rúmfatnaður Akureyri: Glerártorgi stór rúmföt og fleira. Opið laugardag & sunnudag 11-16 Laugardag & sunnudag Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17 Margar gerðir af barnarúmfatnaði, frá 2.990 kr Akureyri Stærðir 70x100 100x140 Smávara fyrir heimilið og þig Burstapoki áður 1.990 kr, nú 990 kr Takmarkað nú loksins á magn Ökuþórarnir James Hunt og Niki Lauda voru góðir vinir og harðir keppinautar á kappakstursbrautinni.  Frumsýnd deLivery mAn Ofvirkur sæðisgjafi í klandri Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ken Scott er hér mættur til leiks með bandaríska endurgerð sinnar eigin myndar, Starbuck, sem hann gerði í Frakklandi 2011. Þessi útgáfa ber titilinn Delivery Man og að þessu sinni leikur Vince Vaughn hina seinheppnu landeyðu David Wozniak sem vaknar upp við vondan draum þegar drjúgar sæðisgjafir hans á yngri árum koma harkalega í bakið á honum. David er ósköp ljúfur náungi en gjarn á að klúðra hlutunum. Hann skuldar mafí- unni peninga, unnusta hans er barns- hafandi en hversdagsleg vandamál hans blikna þegar hann fréttir að hann sé faðir 533 barna vegna sæðisgjafar fyrir tuttugu árum. Það væri svo sem í lagi ef 142 þessara barna hefðu ekki höfðað mál til þess að fá upplýst hver líffræðilegur faðir þeirra er. Aðrir miðlar: Dómar ekki komnir. Vince Vaughn leikur hinn sein- heppna David sem kemst óvænt að því að hann er faðir 533 barna.  Frumsýnd rush Einvígi á kappakstursbrautinni Leikstjórinn Ron Howard gerir ákaflega áferðarfallegar myndir sem eru þó á köflum frekar meinlausar. En fagmaður er hann. Hann er á fleygiferð í sinni nýj- ustu mynd, Rush, þar sem hann segir sanna sögu formúlukappanna James Hunt og Niki Lauda og metnaðarfullrar baráttu þeirra á kappakstursbrautinni. Chris Hemsworth leikur Bretann James Hunt sem varð heimsmeist- ari í Formúlu 1 árið 1976 og atti þar meðal annars kappi við Lauda sem var ríkjandi heimsmeistari. Hunt var glaumgosi mikill en austurríski öku- þórinn Lauda var snjall og skipulagður. Daniel Brühl leikur Lauda í myndinni. Myndin fjallar um ólíkan persónu- legan stíl þeirra á keppnisbrautinni og utan hennar, ástir þeirra og hið ótrúlega keppnistímabil árið 1976 þegar báðir bílstjórar voru tilbúnir að fórna öllu til að verða heimsmeistarar í íþrótt þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök sem voru í raun ávísun á dauða. Utan kappakstursbrautarinnar voru keppinautarnir miklir vinir en Lauda ók fyrir Ferrari en Hunt keppti fyrir McLaren. Aðrir miðlar: Imdb. 8,3, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 75% SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS • MIÐASALA: 412 7711 CAMILLE CLAUDEL 1915 • SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADIS.IS

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.