Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Síða 71

Fréttatíminn - 11.10.2013, Síða 71
SLÖKKTU MEIRA EN ÞINN EIGIN ÞORSTA Í hvert skipti sem þú kaupir flösku af Toppi, gefur þú 3 LÍTRA af hreinu vatni til Afríku. To pp ur is a re gi st er ed tr ad em ar k of T he C oc a- C ol a C om pa ny © 2 01 3. 1 TOPPUR3 LÍTRAR AF VATNI TIL AFRÍKU Nánari upplýsingar á: facebook.com/toppur  Jeppi á FJalli að hætti Benedikts erlingssonar Gömul leiðindi á röngunni frásögn, eilítið grín og nokkrir galdrar. Og án nokkurs vafa munu næstu sýningar verða þéttari og styttri – og enn betri. Það er dásamlegt fyrir foreldra að fá að sitja með börnunum sínum í ró og fegurð á brúðuloftinu og fá smá frí frá þeirri yfirkeyrslu sem einkennir því miður of mikið af barnaefni – og þá ekki síst á stóru sviðum leikhúsanna. Þótt börnum þyki gaman að láta hossa sér þá njóta þau þess miklu fremur að láta gæla við sig. Bernd Ogrodnik er mikið og fag- urt leikhús. Hann semur leikritið og tónlistina, smíðar brúðurnar og leikmyndina, stýrir brúðunum og talar fyrir sumar þeirra. Allt er þetta gert af svo mikilli natni og smekkvísi að það er ekki annað hægt en að halla sér aftur og njóta, þakka fyrir sig og klappa. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Þrátt fyrir að Benedikt Erlingsson breiði út leikhúsvængi sína, Megas semji lögin, Bragi Valdimar þenji íslenskuna sína og Ingvar E. Sigurðs- son gefi allt í Jeppa; þá stelur Arnmundur Ernst Bachman Björns- son senunni í Jeppa á Fjalli. Sýningin var alltaf skemmtilegri og meira spenn- andi þegar hann og Bergur Þór Ingólfsson voru inni á sviðinu. hjóli og jafn getulaus til að brjótast út úr þeim vítahring og alkóhól- istinn Jeppi, sem kemst ekki út úr vítahring neyslu, fráhvarfa og fíknar. Þótt Benedikt gæti eflaust fjallað betur um óréttlæti og and- styggð stéttaskiptingar með öðru verki þá fannst mér þetta ganga ágætlega upp í sýningunni. Enn eitt sem er ekki boðlegt frá hendi Holberg er þetta eina litla kvenhlutverk. Og mér fannst Benedikt og Ilmi ekki takast að endurskapa það og stækka. Hún er óttaleg tuska, hún Ninna. Eitt sem Benedikt skilur eftir ósnert frá Holberg er umbreyting Jeppa úr beygðum alþýðumanni í grimman harðstjóra þegar hann fær völd. Benedikt tekur því undir með Holberg (og Davíð Oddssyni, svo hann fái að fljóta með) að vara- samt sé að gefa götustrákum mikil völd. Þá sé illskárra að gamla elít- an haldi áfram að kúga alþýðuna á sinn dannaða hátt. Þetta er sami boðskapur og kom út úr síðustu alþingiskosningum; að alþýðan kunni best við forna kúgun og þjóðlega. Þar sem þetta er ekki gagnrýni á sýninguna ætla ég ekki að fara út frammistöðu einstakra leikara, hljóðfæraleikara eða annarra að- standenda. Þetta var lífleg, fjörug og skemmtileg sýning sem ég sá. Og ég er þó viss um að hún á eftir að batna mikið á næstu vikum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Öngvir fordómar – en vont samt Maður að mínu skapi – stofuleikur eftir Braga Ólafsson er umtöluð leiksýning þessa dagana – ekki síst meðal þeirra sem hafa ekki séð hana. Sýningin hefur ómaklega verið dæmd fyrir að bera út fordóma gagnvart samkynhneigðum og/eða skápahommum og fyrir að velta sér upp úr einkahögum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Af fjórum karlpersónum leiksins er einn skápahommi, annar samkynhneigður og gengst við því, þriðji áreitir bæði konur og karla kynferðislega og fjórði er haldinn léttri hommafóbíu. Ég átta mig ekki á hvers vegna Bragi vill hafa þetta svona; en ég les enga sérstaka fordóma út úr því. Það mætti sleppa öllum til- vísunum í samkynhneigð án þess að það raskaði nokkru í leikritinu. En þótt sýningin hafi verið ómaklega gagnrýnd fyrir fordóma þá er hún mjög gagnrýnisverð. Hún er bæði ófyndinn gamanleikur og bitlaus þjóðfélagsádeila. Sýningin er líka undarlega gamaldags. Um tíma velti ég því fyrir mér hvort hún væri konseptverk; hvort Bragi hefði fundið gamla revíu og eignað sér hana sem einskonar tilvísun í ritþjófnað aðalpersónunnar. Synd þessarar sýningar er ekki óforskömmustuheit eða smekkleysi heldur miklu fremur grunnhyggni og kraftleysi. Sem er miður. Nú þarf einhver að taka sig til og skrifa hressilegt og nútímalegt leikrit um Hannes Hólmstein og félaga hans. Þeir eiga betra skilið blessaðir – og ekki síður við hin. -gse Maður að mínu skapi er líklega að fárra skapi. menning 71 Helgin 11.-13. október 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.