Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 76
 AppAfengur Endur­ vinnslukortið  Í tAkt við tÍmAnn Hildur kristÍn stefánsdóttir Skrifaði BA-ritgerð um japanska krúttmenningu Hildur Kristín Stefánsdóttir er 25 ára tónlistarkona í hljómsveitinni Rökkurró. Sveitin vinnur nú að þriðju plötu sinni sem kemur út á næsta ári en nýtt lag fer í spilun fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina um næstu mánaðamót. Hildur er skrifstofustjóri hjá Plain Vanilla og tekur þátt í Meistaramánuði. Hún elskar Tokyo. Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin fer fram dagana 30. október til 3. nóvember næstkomandi. Ein af þeim sveitum sem þar troða upp er Rökkurró. Hildur Kristín segir að sveitin spili alls á fimm tónleikum yfir hátíðarhelgina. Þar mega tónleikagestir eiga von á að heyra nýtt efni frá sveitinni sem meðlimir hennar vinna nú að undir stjórn Helga Hrafns Jónssonar. Nýtt lag verður sett í spilun fyrir hátíðina en platan kemur út á næsta ári. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er blanda af krútti og rokki. Ég fer oft í búðir á Laugaveginum en enda svo á að finna sömu hlut- ina á netinu. Ég er ótrúlegur eBay-fíkill og versla eigin- lega bara á netinu. Nema auðvitað í Hjálpræðishernum og Rauða kross búðinni. Annars finnst mér gaman að fylgjast með tísku og spái mikið í hana, les tískublogg og fleira. Ég er með fjögur tattú sem eru frekar áberandi og fólki finnst þau mjög áhugaverð þegar það sér þau. Hugbúnaður Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég á Dollý, Harlem og Kaffibarinn. Nú er ég hins vegar í Meistaramánuði og held mig því frá þeim. Ég mæti þrisvar í viku í Víkingaþrek hjá Mjölni klukkan 6.40, maður er svo mikill meistari ef maður gerir það að dagurinn getur ekki klikkað. Ég er svolítill þáttafíkill, var að klára House of Cards sem voru geðveikir og svo er ég að horfa á Orange is the New Black. Ég hef gaman af japönskum kvikmyndum og sæki frekar í þenkjandi kvikmyndir en Hollywoodmyndir. Mér finnst til að mynda mjög gaman að fara á kvikmyndahátíðir. Mér finnst frábært að fara á tónleika en það hafa verið færri tónleikar undanfarið eftir að Faktorý og Nasa lokuðu. Ég syrgi þá mikið. Ég vona bara að einhver taki sig til og hristi upp í þessari tónleikastaðamenningu. Vélbúnaður Ég er Apple „All The Way“, er með iPhone, Macbook Pro heima og stóra Apple-tölvu í vinnunni. Ég nota iPhone-inn mjög mikið. Það er orðið að fíkn hjá mér að tékka á hlutum á netinu, nú þarf ég alltaf að vera með allt á hreinu þegar ég er að tala við fólk. Mér finnst alveg nauðsynlegt að vera alltaf í sambandi og að fylgjast með, ég er hálfgerður fréttafíkill. Svo finnst mér Instagram mjög skemmtilegt. Aukabúnaður Ég er með BA-gráðu í japönsku og bjó í Tókýó í eitt ár meðan ég var í námi. BA- ritgerðin mín var um japanskt krútt og krúttmenn- ingu. Ég elska Tókýó og mæli með því fyrir alla að fara þangað, þó ekki nema til að sjá hvað heimurinn getur verið brjálaður. Mér finnst gaman að elda og hef verið að prófa að elda skrítna japanska rétti sem vilja reyndar brenna við hjá mér. Það er hluti af Meistaramánuðinum að fara ekki út að borða en ég geri jafnan mikið af því. Ég er alger alæta, einn daginn borða ég „slísí“ hamborgara og hinn daginn sushi. Matur er mjög stórt áhugamál hjá mér. Ég hef gaman af að mála mig, það er stelpa inni í mér sem finnst gaman að hafa sig til. Það er mjög gott að vera tónlistarmaður því þegar maður stígur á svið má maður vera allskonar, þá get ég leyft mér ýmsar tilraunir með útlitið. Mamma mín er dáleiðari og henni mistókst að dáleiða úr mér hræðslu við hunda þegar ég var lítil. Í staðinn fékk ég algert æði fyrir hundum og ég tel það til áhugamála hjá mér að skoða myndir af sæt- um dýrum á netinu. Það er besta meðalið ef maður er í vondu skapi. 25 ára afmælistónleikar í Háskólabíói 25. október Gamla góða Stjórnarstemningin! Tryggðu þér miða í tíma! Miðaverð 6.500 kr. Miðasala á www.midi.is Hljóðfæraleikur og söngur Sigríður Beinteinsdóttir Grétar Örvarsson Friðrik Karlsson Jóhann Ásmundsson Sigfús Óttarsson Einar Bragi Bragason Eiður Arnarsson Jón Elvar Hafsteinsson Þorsteinn Gunnarsson Þórir Úlfarsson Bakraddir Friðrik Ómar Regína Ósk Erna Hrönn Endurvinnslukortið er einfalt app þar sem nálgast má upplýsingar um flokkun og endur- vinnslu. Appið er gert af Náttúran.is en meðal samstarfs- aðila eru Sorpa, Úrvinnslusjóður og Gámaþjónustan. Með appinu er hægt að skoða mis- munandi flokka úrgangs og fá leið- sögn um á hvaða mótttökustöð er tekið við honum. Þá er einnig val um að gefa appinu aðgang að stað- setningu þinni og finnur appið þá þær stöðvar sem eru þér næstar. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig valið hvort þú vilt skoða allar stöðvar eða bara þær sem eru opnar á einmitt þeirri stundu. Nú þegar hætt er að tæma venju- legar ruslatunnur í Reykjavík ef þær innihalda pappír er eins gott að vera með á nótunum. Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref þegar kemur að endurvinnslu geta í appinu lesið sér til um nauðsyn þess að endurvinna og fá leiðsögn um hvernig sé best að byrja að flokka. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hildur tekur þátt í Meistaramánuði og mætir í Víkingaþrek klukkan 6.40 þrisvar í viku. Ljósmynd/Hari 76 dægurmál Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.