Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Page 2

Fréttatíminn - 08.03.2013, Page 2
H ópur fólks hér á Íslandi stundar þá iðju að ná sér í matvæli úr ruslagámum fyrir utan stórmarkaði. Margir eyða nánast engum fjármunum í matvæli heldur sjá sér og fjölskyldu sinni fyrir nægum mat með þessum hætti. Fréttatíminn ræddi við nokkra af þeim sem stunda svokallað „Dumpster Diving“ eins og fyribærið nefnist á ensku, og hefur verið nefnt að „rusla“ á íslensku. Enginn þeirra vildi koma fram undir nafni og lýstu þeir jafnframt áhyggjum sínum af viðbrögðum versl- unareigenda við fréttaflutningi af fólki sem stundar það að „rusla“. Verslunareigendur hafi áður brugðið á það ráð að læsa gámum og jafnvel hellt yfir ruslið hvers kyns efnum, til að mynda sápuefnum, til þess að gera það óætt. Flestir þeir sem ástunda það að „rusla“ hafa það að lífsstíl og er þetta fyrirbæri nokkuð útbreitt erlendis. Ruslararnir berjast gegn neysluhyggju samfélagsins og reyna að nýta það sem annars færi forgörðum. Hluti ruslara hirðir matvæli úr gámum af sárri neyð, þótt þeir séu færri, að sögn ruslara. Fjárhagur þeirra sé svo bág- borinn að þeir neyðist til þess að fæða sig og fjölskyldu sína með þessum hætti. Hópur ruslara þekkist nokkuð vel og stendur saman. Þeir rusla oft tveir eða fleiri saman og fara oftar á suma staði en aðra því til- teknir gámar við ákveðnar verslanir gefa betur af sér en aðrir. Ruslararnir hirða til að mynda matvæli sem komin eru fram yfir síðasta söludag en miðla hver öðrum af reynslu sinni af því sem óhætt er að borða og hvað ekki. Útrunnið mæjónes er eitt af því sem ruslarar leggja sér ekki til munns því einn þeirra þurfti að leggjast inn á spítala fyrir nokkru með slæma matareitrun eftir að hafa gætt sér á útrunnu mæjónesi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Matur „að rusla“ er lífsstíll fólks seM berst gegn ofneyslu Lifa á mat úr ruslagámum Hópur fólks hér á landi lifir á mat sem hann hirðir úr ruslagámum við stórmarkaði. Flestir hafa þetta að lífsstíl og vilja með þessu sporna gegn sóun og nýta það sem aðrir henda. Færri gera það af neyð því þeir eiga ekki fyrir mat. Hópur fólks stundar það að hirða matvæli úr ruslagámum. Það þekkir hvaða matvæli því er óhætt að borða þrátt fyrir að þau séu komin fram yfir síðasta söludag. Ljósmynd/Hari Hendum mat fyrir 30 milljarða árlega Íslendingar henda mat fyrir um þrjátíu milljarða króna árlega, samkvæmt nýrri, breskri skýrslu sem stofnun vélaverk- fræðinga í Bretlandi gaf út. Í henni kemur fram að neytendur hendi allt frá 30 prósentum og upp í helming af öllum þeim matvælum sem keypt eru inn til heimilisins. Íslensk heimili kaupa matvæli fyrir tæpa hundrað milljarða árlega, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Sé miðað við neðri mörkin í bresku skýrslunni henda Íslendingar því mat- vælum sem nemur 30 milljörðum árlega árlega. Það samsvarar 240 þúsund krónum á hvert meðalheimili á ári. Fimm manna fjölskylda hendir því mat fyrir hálfa milljón á ári.  fréttatíMinn breytingar á ritstjórn Sigríður Dögg ráðin ritstjóri við hlið Jónasar Höskuldur Daði Magnússon fréttastjóri Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Frétta- tímans við hlið Jónasar Haraldssonar. Mikael Torfason hefur látið af störfum. Jafnframt hefur Höskuldur Daði Magnússon verið ráðinn fréttastjóri. Sigríður Dögg hefur tekið virkan þátt í þróun og eflingu Fréttatímans undanfarið ár sem hefur skilað auknum lestri og ánægju með blaðið en lestur Frétta- tímans hefur aukist, samkvæmt lestrarkönnunum Gallup. Sigríður Dögg hefur starfað í fjölmiðlum frá árinu 1999 þegar hún hóf störf á Morgunblaðinu. Hún var fréttaritari blaðsins í London um skeið og vann við fjölmiðla þar í landi fram til ársins 2004 þegar hún hóf störf á Fréttablaðinu. Þar hlaut hún viðurkenningu fyrir skrif sín, meðal annars um einkavæðingu bankanna. Hún stofnaði eigið vikublað, Kró- nikuna, árið 2007, sem var yfirtekið af útgáfufélagi DV síðar það ár og var hún aðstoðarritstjóri DV fram til ársins 2008. Höskuldur Daði hefur verið blaðamaður á Fréttatímanum frá því í fyrra. Hann er fyrrum fréttastjóri á Fréttablaðinu, umsjónarmaður innblaðs DV og ritstjóri vikuritsins Fókuss. Sigríður Dögg hlakkar til að takast á við þá áskorun sem felst í því að stýra jafnvirtu og víðlesnu vikublaði og Frétta- tíminn er, í samvinnu við Jónas Haraldsson ritstjóra. Þau eru staðráðin í því að efla enn veg blaðsins og fylgja eftir þeirri sýn sem ritstjórnin vinnur eftir; að bjóða lesendum vandaða umfjöllun um samfélagsmál á manneskjulegan hátt. Frétta- tíminn er helgarblað með víða skírskotun og fjölbreytt efni sem höfðar til fjöldans. Mikael Torfasyni eru þökkuð góð störf í þágu blaðsins og er honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Dorrit og Vilborg og brjóstamjólkurreið Lífstöltið, töltkeppni kvenna, sem haldið er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, verður haldið á laugardaginn í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Í ár munu Dorrit Moussaieff forsetafrú og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari opna mótið, sem hefst klukkan 14. Haldin verður æsispennandi brjóstamjólkurreið þar sem etja munu kappi Þórunn Erna Clausen leikkona, Eyþór Ingi Gunn- laugsson söngvari og Regína Ósk Óskarsdóttir ásamt fríðu föru- neyti. -sda Bændur og sjálfstæð- ismenn samhljóma Ályktun búnaðarþings Bændasam- takanna um aðild að Evrópusam- bandinu er nánast samhljóma ályktun Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi flokksins. Bæði bændur og sjálfstæðismenn telja að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins. Fundarmenn beggja funda voru jafnframt á sama máli um að loka eigi kynningar- skrifstofu Evrópu- sambands- ins hér á landi. -sda Leikskóladeild á elliheimili Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar metur nú hvort opna eigi leikskóladeild í kjallara dvalarheimilis aldraðra í bænum. Ísafjarðarbær hefur sett sér markmið að öll börn 18 mánaða og eldri fái pláss en leikskólar bæjarins eru sprungnir. Margrét Halldórs- dóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs hjá Ísafjarð- arbæ, segir leikskólapláss ekki hafa verið vandamál síðustu ár en árgangar hafi stækkað undanfarin ár. „Húsnæði dvalarheimilisins er rétt hjá leikskólanum, það hefur því alltaf verið nokkur samgangur á milli leikskólans og dvalarheimilisins. Börnin hafa farið yfir og sungið jólalög og svo framvegis. Þetta fer því bara ágætlega saman.“ Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þessari fjölgun leikskólabarna, því annars fengju um 20 börn ekki leik- skólapláss um næstu áramót. Hann segir ástæðuna fyrir því að þessi leið var valin vera tvíþætta. „Í fyrsta lagi þá lokuðum við leikskóla í Hnífsdal fyrir tveimur árum. Hins vegar er það þannig að þeir árgangar sem nú eru að koma inn eru óvenju stórir miðað við þá sem eru að fara út.“ Hann segir þetta í rauninni vera ánægjulegt vandamál og fjölgun yngstu barnanna sé mjög jákvæð þróun, sérstaklega á landsbyggðinni. „Þetta er ekki hugsað sem lang- tímalausn en við verðum að sjá hversu vel okkur gengur að eignast börn. Við höfum áður rekið leikskóladeild í þessu húsnæði og það gaf mjög góða raun. Málið hefur verið rætt í stjórn húsfélagsins sem samþykkti þetta. Börnin eru afsíðis en engu að síður býr þetta til líf í húsið og mörgum íbúum þarna finnst það bara jákvætt.“ -bpj Höskuldur Daði Magnússon, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Jónas Haraldsson. Ljósmynd/Hari bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is 2 fréttir Helgin 8.-10. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.