Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Page 4

Fréttatíminn - 08.03.2013, Page 4
fyrir fullorðna og börn eldri en 2 ára án rotvarnarefna ódýrt Stíflað nef? Naso-ratiopharm fæst án lyfseðils í apótekum Nefrennsli? xylometazolin hýdróklóríð Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012. Grænn fyri r börnin S aga film framleiðir kvikmyndina Fiskar á þurru landi í leikstjórn Óskars Jónassonar en til stendur að sýna myndina í tveimur hlutum hjá Ríkis- sjónvarpinu um páskana. Athygli vekur að fjármálaráðgjafarfyrirtækið Sparnaður ehf. kemur að fjármögnun myndarinnar en kvikmyndagerð er nokkuð fjarri hefð- bundnum viðfangsefnum fyrirtækisins sem sérhæfir sig meðal annars í ráðgjöf við skuldaniðurgreiðslu. „Við höfum í gegnum tíðina reynt að koma að góðum málefnum og þarna var kannski hugsunin sú að styðja við íslenska kvikmyndagerð sem hefur átt undir högg að sækja frá hruni,“ segir Gestur Breiðfjörð Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar. Gestur segir Saga film hafa leitað til fyrirtækisins með þetta tiltekna verkefni en hugmyndir um að setja fé í kvikmynda- gerð hafi þó verið kviknaðar hjá fyrirtæk- inu. „Við tókum bara vel í þetta enda finnst okkur þetta kjörið málefni til þess að styðja við bakið á.“ Framleiðandinn, Rakel Garðarsdóttir, segist í viðtali á blaðsíðu 22 í Fréttatím- anum í dag gera sér vonir um að fyrirtæki fari í auknum mæli að sjá sér hag í því að veita fé til kvikmyndagerðar. Þættirnir Ferðalok, sem hún framleiðir, nutu styrks frá Tryggingamiðstöðinni. „Það er mjög jákvæð þróun hérna að fólk sé farið að sjá fjárfestingartækifæri í bíómyndum og sjón- varpsefni.“ Gestur segir þó að í tilfelli Fiska á þurru landi hafi hugmyndin eingöngu verið að styrkja gott málefni. „Það var búið að vera í umræðunni að innlend framleiðsla á kvikmyndum væri orðin nánast engin, þannig að okkur fannst þetta upplagt að geta hjálpað til við að reyna að koma þessu aftur í gang.“ Gestur útilokar heldur ekki að framhald verði á þessu hjá Sparnaði. „Við erum um- boðsaðilar Bayern-Versicherung á Íslandi en það fyrirtæki er einnig mikið fyrir að styðja góð málefni. Þeir eru mjög hrifnir af þessari hugmynd að styrkja íslenska kvik- myndagerð þannig að það getur vel komið til greina að við gerum meira af þessu í samstarfi við þá.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Við tókum bara vel í þetta enda finnst okkur þetta kjörið málefni til þess að styðja við bakið á.  FiSkar á þurru landi FjármálaráðgjaFar Styðja við kvikmyndagerð Kvikmyndagerð er kjörið málefni til að styðja við Tökum á kvikmyndinni Fiskar á þurru landi er nýlokið en myndin verður sýnd í tvennu lagi í Ríkis- sjónvarpinu yfir páskana. Saga film framleiðir myndina sem er tekin upp í húsnæði fyrirtækisins og Óskar Jónasson leikstýrir. Fjármálaráðgjafarfyrirtækið Sparnaður ehf. kemur að fjármögnun myndarinnar en á þeim bænum er mikill vilji til þess að styðja við íslenska kvikmyndagerð. Óskar Jónasson leikstýrir Fiskum á þurru landi sem gerist á gistiheimili í litlu plássi úti á landi. Myndin byggir á leikriti eftir Árna Ibsen en Óskar og Sjón skrifuðu handritið. Kvikmyndahelgi um allt land Íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í sam- starfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, hyggjast bjóða landsmönnum í bíó helgina 22. - 24. mars. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands. Fjölbreytt úrval íslenskra kvikmynda verður sýnt víðs vegar um land og í ein- hverjum tilfellum verða leikstjórar eða aðrir aðstandendur viðstaddir sýningar og svara spurningum að þeim loknum. Alls verða sýningar á 20 stöðum, þar af tveimur í Reykjavík – í Háskólabíói og Bíó Paradís. Frekari upplýsingar og dagskrá Íslenskrar kvikmyndahelgi verður að finna á www.kvikmyndamidstod.is þegar nær dregur. Íslenskar kvikmyndir verða auk Reykjavíkur sýndar á eftirfarandi stöðum: Akranesi, Ólafsvík, Hvammstanga, Sauðár- króki, Blönduósi, Ísafirði, Patreksfirði, Ólafsfirði, Akureyri, Laugum, Raufarhöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum. Ósáttur við fullyrðingar Rúnars „Rúnar talar um að hann beri hag hinna látnu og aðstandenda fyrir brjósti og það er gott mál. Þá ætti hann kannski að huga að því að kostnaður við útfarir hefur hækkað um 50-60% frá hruni sem er langt umfram verðlag. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd þarna,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavík- urprófastdæma. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að Kirkju- garðarnir hafi stefnt Rúnari Geirmundssyni útfarar- stjóra vegna vangreiddra kirkjugarðsgjalda. Þórsteinn segir að kirkjugarðsgjald sé í raun ekki rétta orðið því verið sé að innheimta afnotagjald fyrir húsnæði, sem standa á straum af ræstingu, ljósi og hita. „Þetta gjald hefur verið innheimt í flestum sóknarkirkjum á höfuð- borgarsvæðinu í mörg ár og Rúnar hefur rukkað það án möglunar. Svo þegar við byrjum að rukka gjaldið vegna niðurskurðar hjá ríkinu þá rís hann upp á lappirnar og neitar að rukka fyrir okkur eins og aðrar kirkjur,“ segir hann. Að auki segir Þórsteinn það ekki rétt sem Rúnar heldur fram að útfararstjórar þurfi að leggja út fyrir gjaldinu og rukka svo aðstandendur hinna látnu. Hið rétta sé að útfararstofurnar fái vikulega yfirlit yfir athafnirnar og þá aðstandendur sem hlut eiga að máli. Síðan sé sendur reikningur í byrjun næsta mánaðar sem er með eindaga 25 dögum síðar. „Kirkjugarðarnir eru hálfopinbert fyrirtæki sem eiga að rekast á núllinu. Við viljum bara frið um þessa starfsemi en ekki svona augljósa orrahríð. Það er ekki í anda þeirrar útfararstefnu sem við viljum hafa hér á landi að menn fari í hár saman. Auð- vitað kosta hlutirnir sitt en þetta gjald er í samræmi við það sem sóknarkirkjurnar á svæðinu rukka. Gjaldið er rukkað vegna þess að tekjur kirkjugarðanna minnkuðu um 30 prósent vegna vandræða í ríkisbúskapnum. Þegar við ætlum að halda okkur réttu megin við núllið þá fáum við bit aftan í hælinn.“ -hdm Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri. Ekki er ósennilegt að kvikmyndin Löggulíf verði sýnd á Íslenskri kvik- myndahelgi dagana 22. - 24. mars. veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur A-átt, ekki hvöss. Él eðA slyddA suðAustAn og AustAnlAnds. höfuðboRgARsvæðið: LÍTILSHÁTTAR RIGnInG FRAMAn AF dEGI. AðgeRðARlítið veðuR á lAndinu, hiti um fRostmARk og víðAst ÞuRRt. höfuðboRgARsvæðið: Að MESTu ÞuRRT oG yFIR FRoSTMARKI. hægviðRi og bjARt. fRost til lAndsins, en um núllið við sjÓinn. höfuðboRgARsvæðið: LéTTSKýJAð oG HITI uM FRoSTMARK. veður róast mikið Eftir hret og illviðri vikunnar róast um helgina. Strekkingur á föstudag, en síðan hægur vindur og hægviðri á sunnudag. Lítilsháttar rigning fyrst í stað, slydda eða snjókoma SA-lands. Helgin lofar góðu, frost til landsins og hiti 1-3 stig við sjóinn að deginum. Kjörið útivistar- veður fyrir landann, ekki síst á sunnudag þegar bæði sólin sýnir sig og vindur verður hægur. 3 0 -1 0 2 2 -1 -3 -2 2 1 0 -3 -5 0 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 8.-10. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.