Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Síða 6

Fréttatíminn - 08.03.2013, Síða 6
V anræksla er langstærsta og algengasta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í ofbeldi gegn börnum,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef. Í nýútkominni skýrslu samtakanna er farið ítarlega í gegnum fimm flokka ofbeldis sem börn verða fyrir. Skýrslan var kynnt í gær, fimmtudag, á fundi ráðherra, fjölmiðla og barna sem hjálpuðu til við vinnslu hennar. Í skýrslunni segir að þegar fjallað sé um ofbeldi og illa meðferð á börnum gleymist oft að fjalla um vanrækslu. Vanræksla er á margan hátt ólík öðrum tegundum ofbeldis því of- beldið sem um ræðir er í formi athafnaleysis. Athafnaleysi uppalenda er líklegt til að skaða barnið með einum eða öðrum hætti. Vanrækslan er samkvæmt skýrslunni sá þáttur í ofbeldi barna sem er hve algengastur. Nærri þrjú þúsund tilvik um vanrækslu eru til- kynnt til barnaverndaryfirvalda ár hvert. Það er mun hærra hlutfall en í hinum flokkunum. „Mjög erfitt er að skilgreina þetta ofbeldi og til þess þurfum samstillt átak og umræðu svo hægt sé að móta haldbæra stefnu í málaflokkn- um. Vanræksla snýst nefnilega ekki um gjörðir heldur skort á þeim. Það má líta á það sem svo að það sé ofbeldi þegar að foreldrar missa tökin á foreldrahlutverkinu,“ segir Stefán. Hann bendir á að umræðan um vanrækslu barna sé komin skammarlega skammt á veg miðað við umfang. „Umræðan um einelti er komin lengst. Umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er komin af stað og við fögnum því að sjálfsögðu. En vanrækslan hefur að mestu setið á hakanum. Það er auðvitað ótækt þar sem þetta er gríðarstór vandi,“ segir Stefán og bendir á að gott dæmi um það sé skortur á tölulegum heimildum og mælingum frá hinu opinbera um afleiðingar langvarandi vanrækslu. Hann bendir jafnframt á að á meðan ekki sé rætt um vandann út á við og hann sé ekki uppi á yfirborðinu sé erfiðara að leita leiða við að uppræta hann. Á þessu vekur Unicef athygli með birtingu kaflans í skýrslunni. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar 2007- 2011 til að styrkja stöðu barna og ungmenna var að finna tillögu um foreldrafærniþjálfun. Tillaga þessi gekk ekki eftir nema að hluta og í örfáum sveitarfélögum. „Við höfum verið að fara fram á úrræði fyrir foreldra í formi námskeiða og það gekk eftir í einhverjum sveitarfélögum. Við köllum því eftir úrlausnum á nýjan leik,“ segir Stefán og bendir á mikilvægi þess að styðja við þá for- eldra sem hafa misst hafa, eða eru við það að missa tökin á foreldrahlutverkinu. Hann segir jafnframt að á foreldrafærninámskeiðunum myndi fara fram fræðsla um vanrækslu, ofbeldi og umönnun barna. „Slík fræðsla hefur mikil- væg forvarnaráhrif gegn vanrækslu barna.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  SkýrSla Unicef Um ofbeldi gegn börnUm kynnt Þúsundir barna vanrækt ár hvert Skýrsla Unicef um ofbeldi gegn börnum var kynnt almenningi í gær. Skýrslan er ítarlegt yfirlit um helstu tegundir ofbeldisins og einnig hugmyndir um úrbætur. Athygli vekur að minnst hefur verið fjallað opinberlega um stærsta hópinn sem er vanrækt börn. Tilkynningar um slíkt ofbeldi eru tæplega þrjú þúsund ár hvert. Skýrsla Unicef um ofbeldi gegn börnum var kynnt almenningi í gær. Það vekur athygli að algengasta gerð ofbeldis er vanræksla. Brýn þörf á úrbótum segir Stefán Ingi Stef- ánsson, framkvæmda- stjóri samtakanna. Líkamleg vanræksla:  Fæði ábótavant  Klæðnaði ábótavant  Hreinlæti ábótavant  Húsnæði ábótavant  Heilbrigðisþjónustu ábótavant Vanræksla varðandi umsjón og eftirlit:  Foreldri fylgist ekki nægilega vel með barni sínu  Barn er skilið eftir eitt án þess að hafa aldur og þroska til þess  Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en óeðlilega lengi  Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstak- lingi sem ýmist beitir það ofbeldi eða ekki  Barn er ekki verndað og jafnvel í hættu vegna annarlegs ástands foreldris, s.s. vímuefnaneyslu Tilfinningaleg/sálræn vanræksla:  Foreldri vanrækir tilfinningalegar þarfir barns  Foreldri örvar hugrænan þroska barns ekki nægilega  Foreldri vanrækir félagsþroska barns  Foreldri setur barni ekki eðlileg mörk og beitir það ekki nauðsynlegum aga Vanræksla varðandi nám:  Mætingu barns í skóla ábótavant án inn- grips foreldra  Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra aðstæðna  Foreldrar sinna ekki ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barnið  Barn skortir ítrekað nauðsynleg áhöld til skólastarfs, t.d. bækur, leikfimiföt eða sundföt Meðal þess sem flokkast undir vanrækslu Vanræksla varðandi nám: 119 Líkamleg vanræksla: 174 Tilfinningaleg vanræksla: 197 Þar af foreldrar í áfengis- og fíkniefnaneyslu: 676 Vanræksla varðandi umsjón og eftirlit: 2.353 Fjöldi tilkynninga vegna vanrækslu Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Inngangur að lögfræði Ketilbjöllur 3.350 kr. 8.390 kr.3 nætur á Mývatni 46.370 kr. Vefverslun á að virka alls staðar Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin? Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600 6 fréttir Helgin 8.-10. mars 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.