Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 22
V ala Garðarsdóttir fornleifafræðingur fékk hugmyndina að þáttunum Ferðalok fyrir all nokkrum árum en í þáttunum eru Íslendinga- sögurnar skoðaðar út frá fornminj- um sem í einhverjum tilfellum geta rennt stoðum undir að sumt sem þar á sér stað hafi gerst í raunveru- leikanum. Þættirnir sem eru sex talsins hefja göngu sína í Sjónvarpinu á sunnudaginn en hreyfing komst á gerð þeirra þegar Vala fór með hug- myndina til vinkonu sinnar Rakelar Garðarsdóttur í Vesturporti. „Við Vala erum saman í fótbolta- liðinu FC Ógn. Stelpuliðinu sem er frægasta liðið í bænum,“ segir Rakel. „Hún kom einhvern tíma með þetta til mín eftir að hafa unnið að þessu í mörg, mörg ár. Hana langaði svo að gera sjónvarpsþætti úr þessu og mér leist strax mjög vel á efnið.“ Rakel segist ekki síst hugsa þætt- ina sem ákveðna upprifjun fyrir fólk sem hefur ekki litið lengi í sagna- arfinn. „Ég held að þetta séu fínir þættir fyrir fólk eins og mig. Ég las kannski Íslendingasögurnar í menntaskóla fyrir próf og hef síðan eiginlega ekkert rifjað þetta upp síðan. Þannig að ég kann þær eigin- lega ekki lengur. Svo er maður allt- af í útlöndum, eitthvað að hreykja sér af Íslendingasögunum og út- lendingarnir eru eiginlega betur að sér í þeim en maður sjálfur.“ Rakel segist því hafa talið löngu tímabært að vinna myndrænt með sögurnar og gera þeim skil í sjón- varpi. „Fyrir utan það sem Björn Brynjúlfur Björnsson gerði með Njálu fyrir nokkrum árum og fór ekki mjög hátt er þetta eiginlega ekki neitt nema bara Útlaginn.“ Leitin að sannleikanum Í Ferðalokum er leiknum atriðum úr Íslendingasögunum fléttað sam- an við viðtöl við fræðafólk og fleiri sem hafa skoðanir á sögunum og fornleifafræðin er lögð til grundvall- ar. „Við erum líka að reyna að festa hendur á því hvort einhver sann- leikskorn séu í sögunum eða hvort þetta séu allt bara bókmenntir. Það er stóra spurningin og eiginlega rauði þráðurinn í þáttunum. Við blöndum saman alls konar sér- fræðingum, rithöfundum og öðrum spekúlöntum og erum að reyna að finna út hvort sögurnar séu sannar eða hreinn uppspuni.“ Sjálf telur Rakel nokkuð víst að í sögunum leynist sannleikskorn hér og þar en þó sé búið að færa vel í stílinn og skálda í eyður. „Ég held að eitthvað af þessu fólki hafi verið til en að sögurnar og hetju- bardagarnir séu vel kryddaðir. Ekki ósvipað og í Biblíunni en ég lít svolítið á Íslendingasögurnar eins og Biblíuna. Þetta er ritað mörg hundruð árum eftir að atburðirnir gerast þannig að eitthvað hlýtur að hafa skolast til. Ég man varla hvað ég var að gera í síðustu viku til dæmis.“ Í þáttunum kemur þó fram að víða leynist fornleifar sem renni stoðum undir suma atburði í sögun- um. „Í þáttunum finnum við fullt af stöðum sem renna stoðum undir að margt sé satt í þessu og við drögum fram fornleifar sem passa við ýmsa atburði. Þetta var svolítið eins og að vera í spæjaraleik.“ Persónur lifna við Rakel segir að í þáttunum sé teflt fram úrvalsdeild íslenskra leikara og það hafi verið mikið fjör á töku- stöðum og gaman að sjá vel þekktar persónur, sem hafa lifað með þjóð- inni í gegnum aldirnar, lifna við. „Þetta eru margar rosalega flottar og stórar senur og það var skemmtilegt að sjá þessar mögn- uðu persónur úr bókunum lifna við. Þetta var frábært og maður hefði bara viljað gera meira. Það er alltaf þannig,“ segir Rakel og úti- lokar ekki að framhald verði á ef vel gengur. „Við erum byrjuð að fá fyrir- spurnir frá útlöndum þannig að áhuginn á efninu er mikill. Ekki síst vegna þess að það hefur ekki mikið verið gert af þessu fyrir þenn- an miðil þannig að þetta er mjög spennandi.“ Rakel segir hópinn sem vann þættina hafa verið lítinn sem hún telur óumdeildan kost. „Við unnum þetta mjög náið saman í litlum hópi sem mér fannst mjög þægilegt. Það var vel valinn maður í hverri stöðu en engum ofaukið. Við ferðuðumst um allt landið og það var mjög skemmtilegt.“ Björn Hlynur Haraldsson tók að sér leikstjórn heimildarhluta þáttanna en þegar honum bauðst hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Borgias varð hann frá að hverfa og Ragnar Hansson kom í hans stað og leikstýrði öllum leiknu atriðunum í þáttunum. Brjálað að gera Rakel og Vala lögðu upp í leiðangur sinn með lítið fé en eftir því sem á leið stækkaði verkefnið í höndum Íslendingasögurnar eru okkar Shakespeare Sjónvarpsþættirnir Ferðalok fara yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og tengja þá við forn- minjar og gripi sem enn eru til. Hugmyndin að þáttunum er komin frá Völu Garðarsdóttur forn- leifafræðingi sem skrifar handrit þeirra. Rakel Garðarsdóttir, vinkona Völu, framleiðir þættina sem hefja göngu sína í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld. Rakel segir löngu tímabært að gera Íslendingasögunum myndræn skil í sjónvarpi og finnur fyrir áhuga á þáttunum í útlöndum. Hallgerður er svo flókin og það er margt sem fer mikið í taugarnar á mér í fari hennar. Gegn krabbameini í körlum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ N IC 13 01 02 Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR 22 viðtal Helgin 8.-10. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.