Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 28
É
g fann ekki fyrir móður-
ást. Ég horfði á barnið og
hugsaði: Hver er þetta?
Hvaðan kemur þetta
barn?“ segir móðir um
ungbarn sitt og hefur þurft á aðstoð
að halda við að tengjast barninu sínu,
stúlku sem nú er rúmlega hálfs árs.
„Ég sat stundum og hélt fyrir eyrum
þegar hún grét því ég vissi að ég gat
ekkert gert fyrir hana. Ég vissi ekkert
hvað hún vildi og mér fannst sama
hvað ég gerði, hún hætti aldrei að
gráta. Mér fannst ég ekki skilja hana.
Ég sat því og taldi mínúturnar þangað
til pabbi hennar kæmi heim. Hann gat
hjálpað henni, en ekki ég,“ segir hún.
Konan er á þrítugsaldri og vill ekki
láta nafns síns getið af tillitssemi við
barn sitt. Saga hennar er ekkert eins-
dæmi. Hún er ein níutíu mæðra sem
fékk hjálp frá sérfræðingum Mið-
stöðvar foreldra og barna, MFB, á
síðasta ári. Fréttatíminn hitti þrjá af
stofnendum MFB, þær Helgu Hinriks-
dóttur, hjúkrunarfræðing og ljós-
móður, Stefaníu Arnardóttur heilsu-
gæsluhjúkrunarfræðing og Sæunni
Kjartansdóttur sálgreini. Fjórði
stofnandinn er Anna María Jónsdóttir
geðlæknir.
Algerlega fráleit hugmynd
Konan lýsir því að erfiðleikarnir
varðandi tengslamyndun við barnið
hafi hafist á meðgöngu. „Mér fannst
óhugsandi að ég væri að fara að
eignast barn, meira að segja þegar
fæðingin var byrjuð. Ég gat ekki einu
sinni rembst í fæðingunni því mér
fannst jafn líklegt að ég væri að fara
að fæða barn og að ég væri að fara að
fæða ljósastaur. Þetta var algerlega
fráleit hugmynd,“ segir hún. Fyrir vik-
ið þurfti að taka barnið með töngum
og sogklukku og reyndi fæðingin því
mikið á móður og barn.
Við hittumst í meðferðarstöð MFB,
í herbergi sem er sérútbúið fyrir for-
eldra með ung börn. Þar hitta sér-
fræðingarnir foreldrana með börnin
sín. Herbergið er hlýlegt og notalegt,
þykkar mottur á gólfum svo vel fari
um börn og fullorðna, sem sitja eða
liggja á gólfinu hjá börnum sínum á
meðan meðferðinni stendur.
Þörfin fyrir hjálp er mun meiri en
stöðin nær að sinna og áætlar Stefanía
Arnardóttir að alls eigi um tvö hundr-
uð mæður í tengslaerfiðleikum hér á
Þurfa hjálp við að elska börnin sín
Hundruð mæðra hér á landi þurfa hjálp við að mynda tengsl við börn sín eftir fæðingu af ýmsum
ástæðum. Þær finna ekki fyrir væntumþykju í garð barnsins síns og geta jafnvel ekki brugðist við þörfum
þeirra. Dæmi eru um að þriggja mánaða barn geti ekki horfst í augu við móður sína af ótta við höfnun.
Ég fann ekki
fyrir móður-
ást. Ég horfði
á barnið
og hugs-
aði: Hver er
þetta? Hvað-
an kemur
þetta barn?
landi og eru í brýnni þörf fyrir hjálp.
Sérfræðingar MFB hafa einbeitt
sér að foreldrum með börn á fyrsta
æviárinu og fá til sín báða foreldrana
í meðferð ásamt barninu sínu ef báðir
foreldar eru til staðar.
Ein af ástæðunum fyrir því að
móðir á erfitt með að tengjast barni
sínu er vanlíðan móðurinnar, til að
mynda vegna þunglyndis eða annarra
geðsjúkdóma, þunglyndis, kvíða eða
vegna þess að hún hefur sjálf ekki
alist upp við eðlilega tengslamyndun
í æsku. Einnig getur hún komið úr of-
beldissambandi eða átt við aðra erfið-
leika að etja. „Við höfum horft upp á
svokallað millikynslóðasmit,“ segir
Helga, „þar sem móðir hefur greinst
með fæðingarþunglyndi og 18 árum
síðar þarf barn hennar að leita sér
hjálpar vegna fyrsta þunglyndiskasts-
ins. Það er grátlegt að horfa upp á
þetta, sérstaklega í ljósi þess hve það
Framhald á næstu opnu
www.odalsostar.is
Nýjasti meðlimur Óðals fjölskyldunnar er
framleiddur í Skagafirði enda nefndur eftir
fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem
fengið hefur drjúgan þroskunartíma til að ná
hinu einkennandi þétta bragð. Óðals Tindur
er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis
tækifæri en er einnig dásamlegur einn og sér.
Hann parast vel með sterku bragði þar sem
hann lætur fátt yfirgnæfa sig.
TINDUR
NýR osTUR úR skagafIRDINUm
NýJUNg
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
28 úttekt Helgin 8.-10. mars 2013