Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 50
50 bíó Helgin 8.-10. mars 2013 Í Rear Window skapar Hitchcock dásamlegan heim sem hann þjappar saman í einu fjöl- býlishúsi.  HitcHcock-Hátíð SpennumeiStarinn Hylltur a lfred Hithcock státar af mörgum bestu spennumyndum sögunnar og áhrif hans voru og eru slík að en er vitnað og vísað í sígildar myndir hans í kvikmyndum og sjónvarpi. Þessi þéttvaxni Breti gerði 53 kvikmyndir á löngum ferli og þótt hann hafi óneitan- lega verið mistækur þá gerði hann fleiri snilldarstykki um ævina en flestir leik- stjórar geta látið sig dreyma um. Rebecca, The 39 Steps, Shadow of a Doubt og Strangers on a Train eru á meðal þess besta sem hann gerði en þá er upptalningin samt rétt hafin. Hitch- cock átti farsælt samstarf með ýmsum stórleikurum síns tíma og ber þar fyrst- an að nefna James Stewart en þeir gerðu fjórar myndir Vertigo, The Man Who Knew Too Much, Rear Window og Rope. Bíó Paradís sýnir tvær þessara mynda um helgina, Rear Window og Vertigo en þriðja myndin er meistarastykkið Psycho sem Hitchcock gerði árið 1960 með Ant- hony Perkins í hlutverki hins snarbilaða morðingja Norman Bates. Psycho er ein áhrifamesta hryllingsmynd sögunnar en með henni kynnti Hitchcok búrhnífinn til sögunnar sem hentugt drápstól og allar götur síðan hefur þetta eldhúsáhald verið notað grimmt til þess að salla niður ungmenni í hryllingsmyndum en nær- tækasta dæmið er vitaskuld Halloween- serían. Þá þarf ekki að hafa mörg orð um slagkraftinn í sturtuatriðinu í Psycho þar sem Norman Bates birtist í fötum af móður sinni, með hnífinn á lofti og slátrar Janet Leigh þar sem hún slakar á í steypibaði. Atriðið er svart/hvítt og hnífurinn sést aldrei snerta fórnarlambið en atriðið hefur engu að síður kallað fram hroll og gæsahúð hjá áhorfendum í áratugi. Í Rear Window skapar Hitchcock dásamlegan heim sem hann þjappar saman í einu fjölbýlishúsi en ljósmyndar- inn L.B. Jefferies fylgist með daglegu amstri nágranna sinna með því að glápa inn um glugga þeirra. Jeffries er bundinn við hjólastól eftir slys og getur sig hvergi hreyft sem kemur sér illa þegar hann sannfærist um að einn nágranna sinna hafi myrt eiginkonu sína. Með hjálp unnustu sinnar og kostulegrar heima- hjúkrunarkonu reynir hann að komast til botns í málinu. Eftirlætis leikkona Hitchcocks, Grace Kelly, leikur kærustuna og samleikur þeirra Stewarts er frábær þar sem húmor og heitar tilfinningar ráða ferðinni. Stewart er einnig í aðalhlutverki sálfræðitryllisins Vertigo. Hann er fyrr- verandi lögga sem tekur að sér að hafa gætur á eiginkonu félaga síns. Hann fellur fyrir henni en horfir síðan upp á hana myrta og getur ekki komið henni til hjálpar vegna lofthræðslunnar. Síðar rekst hann á konu, sem Kim Novak leikur. Hún virðist vera tvífari hinnar látnu og eftir að þau kynnast betur fara undarlegir hlutir að gerast. Rear Window er sýnd á föstudags- kvöld, Vertigo á laugardagskvöld og Psycho á sunnudagskvöld. Allar sýning- arnar hefjast klukkan 20. Alfred Hichcock er einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri síðustu aldar og stendur enn undir nafnbótinni spennumeistarinn þótt hann hafi legið í gröf sinni í 33 ár. Hann gerði 53 kvikmyndir í fullri lengd á ferlinum, vissulega misgóðar en margar þeirra eru óumdeild meistaraverk. Svartir sunnudagar í Bíó Paradís heiðra minningu meistarans um helgina þegar þrjár af bestu myndum hans verða sýndar. Veislan er hvalreki fyrir kvikmyndaáhugafólk enda ekki sjálfgefið að maður geti séð Rear Window, Vertigo og Psycho á breiðtjaldi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gluggagægir og sturtumorðingi James Stewart á gægjum í hinni frábæru mynd The Rear Window. Veggspjald sem Júlía Mai gerði fyrir Psycho- sýninguna á svörtum sunnudegi.  FrumSýnd oz: tHe Great and powerFul Ævintýri hennar Dórótheu í undralandinu Oz og leit hennar að hinum mikla galdrakarli þar er alþekkt. Galdrakarlinn reyndist ekki allur þar sem hann er séður en í þessari nýju ævintýramynd leik- stjórans Sams Raimi er galdrakarlinn í brennidepli og ljósi varpað á persónu hans og forsögu. James Franco leikur lítt þekktan og heldur vafasaman töframann í sirkus, Oscar Diggs að nafni. Hann telur sig heldur betur í góðum málum þegar honum er svipt frá Kansas til Oz. Á hann renna þó tvær grímur þegar hann rekst á þrjár nornir sem efast um að hann sé sá mikli töframaður sem hann læst vera. Hann dregst í kjölfarið inn í erfiðleika sem steðja að Oz og þarf að taka á honum stóra sínum, greina gott frá illu áður en það er um seinan og taka um leið út nokkurn þroska þannig að hann geti breyst úr loddara í hinn mikla galdrakarl í Oz. Í öðrum hlutverkum eru Michelle Williams, Rachel Weisz, Zach Braff, Mila Kunis, Joey King, Bill Cobbs, Bruce Campbell og Tony Cox. James Franco leikur loddarann Oscar Giggs sem hverfur frá Kansas til Oz þar sem honum mæta miklir erfiðleikar. Forsaga galdrakarlsins Sá ágæti leikari Jason Bateman hefur gert það býsna gott í hinum óviðjafnanlegu gamanþáttum Arrested Development en hefur gengið brösug- lega að fóta sig í gamanmyndum í kjölfarið. Hér gerir hann enn eina atrennuna í Identity Thief þar sem hann leikur prúðmenni sem lendir í miklu klandri þegar óforskammaður svika- hrappur stelur nafni hans og kennitölu. Sandy Patterson er kurteis fjölskyldumaður sem kemst að því einn góðan veðurdag að búið er að tæma bankareikninga hans og fullnýta kreditkortaheimildirnar auk þess sem alríkis- lögreglan hefur lýst eftir honum. Hann áttar sig ekki á hvað er í gangi fyrr en eftir að hann er handtekinn og í ljós kemur að kona sem ber sama nafn og hann hefur með svindli komist yfir allar persónuupplýsingar hans og þykist nú vera hann. Sandy sér ekki fram á að kerfið verði lengi að greiða úr flækjunni og heldur því til Flórída til þess að hafa hendur í hári nöfnu sinnar en þá fyrst byrja vandræðin. Skass undir fölsku flaggi  FrumSýnd identity tHieF Jason Bateman er í tómu tjóni í Identity Thief. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS REAR WINDOW: 20, FÖS VERTIGO: 20, LAU PSYCHO: 20, SUN MEÐLIMUR Í MADS MIKKELSEN: JAGTEN Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogdur.is FERMINGARTILBOÐ Með hverri sæng fylgir andadúnskoddi Volume Sensation Sjampó og hárnæring Gefur hárinu fyllingu og lyftingu. Inniheldur bambus­ þykkni og fljótandi keratín sem gefa mýkt og gljáa án þess að þyngja það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.