Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 54
A nders de la Motte er 42 ára og hefur nú sent frá sér þrjár bækur á jafnmörgum árum. Sú fyrsta, [geim], kom út árið 2010 og hlaut hann nýliðaverðlaunin hjá Sænsku glæpasagnaakademíunnar fyrir hana. Í kjölfarið hafa komið tvær framhaldsbækur um sama efni, smákrimmann HP sem dregst inn í glæpaheim þar sem hann hefur enga stjórn á aðstæðum og lögreglukonuna Rebeccu sem á sér svarta for- tíð. [geim] kom út á íslensku á dögunum og de la Motta féllst á að svara nokkrum spurningum Fréttatímans. Þú hefur aldeilis verið iðinn. Þrjár bækur á síðustu þremur árum... ætlarðu að halda þessum hraða? „Haha, já. Og þetta gerði ég meðfram því að skila 60 stundum á viku í hefðbundinni vinnu sem þýddi að ég skrifaði mikið á ferðalögum og á kvöldin og um helgar. Nú þegar ég starfa bara sem rithöfundur lifi ég „venjulegra“ lífi og það kann fjölskylda mín að meta. Fjórða bókin mín kemur út hér í Svíþjóð snemma árs 2014 svo ég held nokkurn veginn sama takti.“ Nýtir eigin reynslu í bækur sínar Þessi hefbundna vinna sem de la Motte vísar í var að hann var þar til í fyrra yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegu tölvufyrirtæki. Áður fyrr starfaði hann sem lögreglumaður. Hann viðurkennir fús- lega að þau störf hafi veitt sér innblástur fyrir bækurnar þrjár og aðrar sem enn eiga eftir að líta dagsins ljós. „Þar að auki veittu þau mér mikilvægt innsæi og trúverðugleika sem ég vona að ég skili til lesendanna. Þó bækurnar séu skáldskapur reyni ég halda mig eins nærri veruleikanum og hægt  ViðtAl SænSki glæpASAgnAhöfundurinn AnderS de lA Motte Hluti af nýrri kynslóð norrænna glæpasagnahöfunda Fyrsta bók sænska glæpasagnahöf- undarins Anders de la Motte, [geim], kom út á íslensku á dög- unum. Bókin er sú fyrsta í þríleik sem notið hefur mikilla vinsælda í heimalandinu. Höfundurinn nýtir reynslu sína sem lögreglumaður og yfirmaður öryggis- mála í alþjóðlegu tölvufyrirtæki við skrif sín. Og hann elskar Hrafninn flýgur. er þegar kemur að smáatriðum. Til að mynda er kafli í [geim] skrifaður eins og lögregluskýrsla og hann er al- veg ekta, allt niður í númerin á lögreglubílunum. Næst- um allir lögregluþjónarnir í bókunum eru til í raun og veru þó ég hafi leyft mér að gefa þeim ný störf og titla. Aðalpersónan HP „hrekkir“ eftirlitssveit á hestum í einum kaflanum. Sú sveit er mín sveit, ég var einn af þessum náungum á hesti og óttaðist mjög að einhver myndi gera það sem hann gerði...“ Bækurnar á leið á hvíta tjaldið Fyrsta bókin þín er hröð og það er auðvelt að sjá hana fyrir sér sem bíómynd. Eru áform uppi um að bækurn- ar verði kvikmyndaðar? „Já, það stemmir. Ég var nýlega að skrifa undir þriggja kvikmynda samning við Svensk Filmindustri (SF), sem er stærsta framleiðslufyrirtækið á Norður- löndunum. Sem kvikmyndanjörður er ég mjög spennt- ur fyrir því að sjá persónurnar gæddar lífi.“ Á eftir [geim] kom [buzz] og svo [bubble]. Aðspurð- ur segir de la Motte að hann búist ekki við því að skipta um gír, þó þríleiknum sé lokið. „Ég hugsa að ég haldi mig við spennu og glæpi enn um sinn. Næsta bók mín, sem kallast MemoRandom, fjallar um lögreglumann sem sérhæfir sig í að ráða og sjá um uppljóstrara innan skipulagðra glæpasamtaka. Þegar hann vaknar upp eftir að hafa fengið hjartaáfall man hann ekkert. Hann man ekki eftir uppljóstrurum sínum, ekki öll þau leyndarmál sem hann býr yfir og eftir að hafa leikið mörgum skjöldum um árabil man hann ekki hver hann sjálfur er. Þegar hann fer að skoða verk sín fer smám saman að efast um flestallt og alla sem hann trúði á.“ Jo Nesbö í miklu uppáhaldi Áttu þér einhverjar fyrirmyndir eða eftirlætis höfunda? „Það eru margir frábærir spennusagnahöfundar fyr- ir á fleti. Uppáhaldshöfundurinn minn er Jo Nesbö og þar á eftir kemur George Pelecanos. Utan glæpasagna- heimsins er Douglas Coupland í miklu uppáhaldi. Tvær tilvitnanir í hann er meira að segja að finna í bókunum mínum.“ Anders de la Motte segir að áður en hann hafi hætt í föstu vinnunni sinni hafi hann því miður ekki haft mikinn tíma til að lesa verk annarra rithöfunda. Nú sé hann að reyna að bæta úr því. Þegar hann er spurður hvort verk íslenskra höfunda séu honum kunn kemur einmitt í ljós að þau falla í þann flokk. „Bæði Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir eru á listanum.“ Og fyrst við erum komnir á klisjukenndar slóðir er rétt að kanna hvort hann sé ekki örugglega aðdáandi Hrafns Gunnlaugssonar eins og sú kynslóð Svía sem ólst upp við að víkingamyndir hans voru kenndar í skólum. Það stendur heima. „Ég hef einmitt verið yfir mig hrifinn af Íslandi síðan 1984 er ég sá Hrafninn flýgur. Ég hreifst af stórbrotnu landslaginu og melódísku tungumálinu sem er svo skylt mínu en samt svo frábrugðið þegar maður reynir að skilja nákvæmlega hvað átt er við. Ég hef ekki enn sótt Ísland heim en ég vona að ég geti látið af því verða í náinni framtíð.“ Byggir á verkum annarra höfunda Það hefur verið mikið glæpasagnaæði á Íslandi síðustu ár og við höfum fengið að kynnast verkum allra helstu norrænu höfundanna, eins og Mankell, Nesbö, Mark- lund, Läckberg, Lars Kepler, Adler-Olssen og svo fram- vegis. Hvar sérðu þig í þessum hópi? Hvar áttu heima á norræna krimmahöfunda „kortinu“? „Ég hugsa að allir norrænir glæpasagnahöfundar byggi á verkum þeirra sem á undan komu. Ef þeir höf- undar sem þú nefnir hefðu ekki notið þeirrar velgengni sem raun ber vitni hefði mér ábyggilega reynst erfiðara að komast á minn stað. Ég kýs að líta á mig sem hluta nýrrar kynslóðar glæsilegrar hefðar norrænna glæpa- sagnahöfunda. Ég vona bara að íslenskir lesendur séu því sammála.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Anders de la Motte hefur notið talsverðra vinsælda í heimalandinu Svíþjóð. Bækur hans hafa auk þess verið seldar til 27 landa og stefnt er því að þær verði kvikmynd- aðar. Ljósmynd/Jörgen Ringstrand V i ð g e f u m p e n i n g a Fylgstu með alla virka daga / síminn er 571 1111   Þú gætir unnið allt að 50.000 kr. 54 menning Helgin 8.-10. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.