Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Síða 68

Fréttatíminn - 08.03.2013, Síða 68
Helgin 8.-10. mars 2013  Fallegar neglur Nokkur auðveld skref fyrir betri neglur Til að byrja með 1. Losaðu naglaböndin frá yfirborði naglanna og klipptu burt alla lausa húð í kring. Þetta er eitthvað sem mörg okkar freistast til að naga eða rífa í svo myndast lítil þrálát sár. Ef naglaböndin eru fast gróin upp á nöglina sjálfa er hægt að setja naglabandaeyði á þau. 2. Snyrtu neglurnar í þá lengd og lögun sem þú vilt hafa þær í. Það er best að gera með naglaþjöl. Til að jafna lengdina pússaðu framan af henni og til að móta lögunina ferðu með þjölina frá hliðinni og inn að miðju. Það er mjög mikilvægt að gera ekki bara fram og til baka. 3. Handabað er algjör nauðsyn. Það er frískandi og endurnærandi að leggja hendurnar í volgt vatn í fimm mínútur. Bættu nokkrum dropum af ilmolíu og annarri feitri olíu eins og ólívuolíu saman við hafir þú þurrar hendur. Einnig getur verið gott að setja örlítið Epsom salt í handabaðið. 4. Ýttu varlega niður naglaböndunum. Taktu því næst marghliða bónþjöl til þess að jafna áferðina á sjálfri nöglinni. Notaðu fyrst grófu hliðina til þess að gera hana alveg jafna, ekki of lengi samt því þá getur hún þynnst um of. Þessa hlið ætti ekki að nota oft. Næst notar þú miðlungsgrófu hlið þjalarinnar og nuddar hratt fram og til baka til að örva blóðflæði. Að lokum pússar þú yfir með fínustu hlið þjalarinnar, allt þar til nöglin er farin að glansa. 5. Nuddaðu handáburði vandlega á hendur og alla fingur. Nuddaðu sérstaklega áburðinum á naglaböndin. Að setja á naglalakk 1. Eftir að hafa leyft handáburðinum að setjast vel inn í húðina er komin tími til að fituhreinsa nöglina. Það er best að gera með naglalakkeyði. Þerrið vel. Gott er að nota eyrnapinna til þess að gulltryggja að enginn raki sé eftir við naglabönd og í hliðum. 2. Notaðu glært undirlakk í fyrstu umferð. Það lengir líf- tíma lakksins og einnig kemur það í veg fyrir að nöglin dragi í sig lit. 3. Gangtu úr skugga um að undirlakkið sé þornað áður en þú berð aðallitinn á. Það er ekkert að því að leyfa sköpunargleðinni að brjótast út við lökkunina. Hafðu marga liti, búðu til mynstur eða málaðu mynd ofan á litaða nögl. Það er gert með litlum pensli og/ eða tannstöngli. 4. Settu eina umferð af yfirlakki „top coat“ til að lengja endingar- tímann. 5. Haltu naglaböndunum þínum rökum og heilbrigðum með því að bera reglulega á þig handáburð. Þannig heldurðu að nöglunum næringu sem er nauðsynlegt, sér í lagi ef þú ert oft með naglalakk. Einnig getur það virkað streitulosandi að nudda áburðinum á milli handanna. Prófaðu handáburð með lavender eða öðrum ilmjurtum. Það er mikil prýði af vel snyrtum höndum. Fæst okkar gefa sér þó tíma til þess að sinna nöglum og naglabönd- um sem skyldi. Öll getum við þó skartað fallegum nöglum með nokkrum einföldum ráðum, sem ekki þarf að endurtaka nema einu sinni til tvisvar í mánuði. Fréttatíminn tók saman nokkur. Naglalökkun þarf ekki að einskorðast við einn lit. Það má prófa sig áfram við hinar ýmsu útfærslur. Handaböð eru frískandi og endur- nærandi. Eftir erfiðan vinnudag er fátt betra en að dekra við hendur og flikka aðeins upp á neglur í leiðinni. BOURJOIS er 150 ára á þessu ári, af því tilefni gefa þeir 50% afslátt af öllum naglalökkum í mars Upplýsingar um útsölustaði á Forval Facebook Nú fáanleg í Lyfjaveri Suðurlandsbraut á 25% kynningarafslætti út mars

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.