Fréttatíminn - 22.02.2013, Side 50
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
þitt rúm eftir þínum þörfum
fagleg ráðgjöf og
frí Legugreining
Mesta úrval landsins af heilsudýnum.
Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum.
rúmgott er eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu.
dr
au
m
ar
úm
30-50%
afsláttur af öllum
heilsurúmum
FERMINGARTILBOÐ
120 x 200 cm rúm
á fermingartilboði.
Legugreining - betri svefn - betri heiLsa
12 mánaða vaxtalaus VISA / EURO greiðsludreifing*
Tilboð á arineldstæðum
20-65% afsláttur
Verð:
34.900
Verð:
44.900
Verð frá
79.442
*
Ei
nu
ng
is
er
g
re
itt
3
,5
%
lá
nt
ök
ug
ja
ld
Á sýning-
unni Silfur
Íslands eru
silfur-
gripir sem
smíðaðir
voru af
íslenskum
lista-og
hagleiks-
mönnum
allt frá síð-
miðöldum
fram á
fyrri hluta
20. aldar.
Niðurstaða: Vel
heppnuð hátíð en
ekki gallalaus fram-
kvæmd. Innlendu
listamennirnir voru
engir eftirbátar
erlendu gestanna
í Hörpu, sem er
frábær vettvangur
fyrir svona hátíð.
Vonandi er Sónar
komin til að vera
hér á landi.
Sónar
TónliSTarháTíð Sónar í hörpu
Trylltur taktur í Hörpu
S ónar hátíðin var haldin í fyrsta skipti hér á landi um síðustu helgi í tónlistarhúsinu Hörpu.
Harpa er að mínum dómi alveg hreint
frábær vettvangur fyrir tónlistarhátíð
af þessu tagi.
Undirrituð var haldin mikilli til-
hlökkun fyrir hátíðinni, allt frá því að
tilkynnt var um hana á síðasta ári.
Margir þekktir listamenn settu svip
sinn á hátíðina og var tilhlökkunin
óneitanlega mest fyrir því sem þeir
erlendu höfðu fram að færa. Það kom
mér hins vegar á óvart að þeir lista-
menn sem upp úr stóðu voru innlendir,
enda kannski á heimavelli.
Ghostigital og Pedro Pilatus er vert
að nefna, en þó var álit margra að tón-
leikar Ghostigital hefðu verið heldur of
hátt stilltir, en þeir reyndu sem hægt
var á hljóðkerfið.
Systurnar þrjár og Oculus í hljóm-
sveitinni Sísý Ey eru með efnilegri
poppsveitum landsins. Hljóðheimur
þeirra minnir um margt á eldra efni
GusGus með Urði Hákonardóttur í for-
svari. Sísý Ey hafa vakið nokkra athygli
á skömmum tíma enda eru þær ferskar
og frábærar söngkonur. Dillandi
„oldschool“ hústaktur Oculus spilar þar
stóran þátt einnig, en hann hélt síðar
uppi heilmiklu partíi á fyrstu hæðinni.
Ef eitthvað mætti út á bandið setja er
það helst sviðsframkoman sem er ein-
kennilega vandræðaleg á köflum. Þar
má nefna veru auka einstaklinga á svið-
inu, sem ekki virðast hafa neitt hlutverk
og skemma svolítið heildarlookið.
Tónleikar Modeselektor voru með
þeim allra bestu. Sjálf hafði ég séð
hann áður á strönd utan Berlínar-
borgar fyrir tveimur sumrum og var
upplifunin í þetta skipti því gjörólík.
Silfurbergið nötraði í takt við tindrandi
sjónarspil ljósa, salurinn var troðinn
allan tímann og virtist ekkert lát á upp-
klappi partíþyrstra gestanna við lok
tónleikanna.
Hinir goðsagnakenndu félagar í
GusGus stigu næstir á svið. Þeir vita
nákvæmlega hvað þeir eru að gera
enda miklir reynsluboltar og ég mikill
aðdáandi. Þó náðu þeir mér ekki í þetta
sinn, hvort það var vegna þess að þeir
komu á eftir Modeselektor eða bara
fyrir það að ég saknaði Urðar.
Ég yfirgaf því Silfurberg og til þess
að hlýða á Retro Stefson í Norðurljósa-
sal og því sá ég ekki eftir. Þvílík fag-
mennska. Tónleikarnir einkenndust af
mikilli gleði og innlifun hljómsveitar-
meðlima sem taka áhorfendur með í
skemmtilegt ferðalag allt frá upphafi
til enda.
Á laugardaginn lét ég mig vanta á
tónleika James Blake einfaldlega vegna
þess að tónlistin höfðar lítt til mín.
Einnig virtust allir vera þar og troðn-
ingurinn virtist óyfirstíganlegur, í það
minnsta með fyrsta drykk. Ég var þó
hvergi svikin því allir bestu tónleikar
kvöldsins voru niðri á fyrstu hæð, þar
sem Úlfur, Kippi Kaninus og Sing Fang
stóðu sig með prýði á skemmtilegasta
tónleikasvæði hátíðarinnar. Þar sem
hægt var að sitja, standa og kaupa öl.
Hátíðin var í heild sinni öll hin
áhugaverðasta. Að henni var nokkuð
vel staðið, svona ef tekið er tillit til þess
að þetta var sú fyrsta.
Það sem setti samt óneitanlega
leiðinlegan svip á hátíðina var augljós
og mikil eiturlyfjaneysla hluta tón-
leikagesta, sem þó var meira áberandi
fyrri daginn. Einnig voru þar mörg
ungmenni undir lögaldri og langar bið-
raðir sem voru að er virtist fullkomlega
óþarfar. Í sumum tilfellum voru salirnir
hreinlega tómir.
Það var til að mynda pínlegt upp á
að horfa þegar að félagarnir í bresku
poppsveitinni Simian Mobile Disco
stóðu á sviði. Þar voru aðeins örfáar
hræður inni á tónleikunum sjálfum,
svo fáar að ræstingafólk sá sér leik á
borði og hóf þrif á salnum á meðan á
tónleikum stóð. Á meðan voru samt
raðir upp á aðra hæð Hörpu. Þetta bauð
aðeins upp á óþarfa pirring á meðal
gesta sem ráfuðu um fyrstu hæðina í
reiðileysi og jafnvel slagsmál á göng-
unum.
Þrátt fyrir þetta var Sónar flott tón-
listarhátíð í Hörpu, frábær viðbót við
menningarlífið og vonandi er hún
komin til að vera.
María Lilja
Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Elín Eyþórsdóttir og systur hennar
í Sísý Ey eru með efnilegri popp-
sveitum landsins. Það sannaðist á
Sónarhátíðinni í Hörpu. Ljósmynd/Hari
Fjölbreytt dagskrá og tvær sýningar
á 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins
Í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns
Íslands verður fjölbreytt dagskrá fyrir fólk
á öllum aldri frá klukkan 11-22 á sunnu-
daginn, 24. febrúar. Á milli klukkan 11
og 14 verður dagskrá ætluð börnum og
foreldrum. Formleg opnun afmælissýninga
í Bogasal og í Horni verður klukkan 15 en
klukkan 18.30 hefst dagskrá fyrir unglinga
og ungt fólk sem stendur til klukkan 22.
Nokkur börn verða í hlutverki leiðsögu-
manna og segja gestum frá uppáhaldsgrip-
unum sínum á milli klukkan 11 og 12. Litlar
ballerínur frá Ballettskóla Eddu Scheving
dansa klukkan 12 fyrir gesti í Myndasal.
Milli klukkan 12.30 og 14 verður Lista-
smiðjan – Teiknaðu uppáhaldsgripinn þinn!
Myndirnar verða hengdar upp fyrir framan
Myndasal. Sigurvegarar Dans dans dans
sýna sigurdansinn sinn í anddyri safnsins
klukkan 13. Fjöldi ungra fiðluleikara úr
Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík spilar
og syngur afmælissönginn með gestum í
Myndasal klukkan 13.30. Opnun afmælis-
sýninga í Bogasal og í Horni verður klukkan
15. Þar verða sýningarnar Silfur Íslands í
Bogasal og Silfursmiður í hjáverkum í Horni
opnaðar.
Ávörp flytja Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður, Vigdís Finnbogadóttir,
formaður Afmælisnefndar, Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra og Sverrir
Kristinsson, formaður Minja og Sögu,
vinafélags Þjóðminjasafnsins. Kvennakór
Háskóla Íslands syngur ásamt táknmáls-
túlki við opnunina.
Óvænt uppákoma á grunnsýningu verður
klukkan 18.30. Klukkan 19-20.30 munu
ungir tónlistarmenn spila víðsvegar um
safnið. Kammerhópar frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík og söngtríóið Mr. Norrington
skemmta gestum og skapa stemningu í
kringum safngripi. Hljómsveitin Ylja spilar
í Myndasal klukkan 20.30-21 og klukkan
21-21.30 spilar hljómsveitin Hjaltalín í
Myndasal.
Allir eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis. Aðgangur að safninu verður einnig
ókeypis vikuna 26. febrúar til 3. mars.
Á sýningunni Silfur Íslands getur að líta
silfurgripi sem smíðaðir voru af íslenskum
lista-og hagleiksmönnum allt frá síð-
miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar. Á
150 ára afmæli safnsins er sjónum beint
að þessum einstaka menningararfi enda
eru silfurgripir meðal fegurstu muna sem
Þjóðminjasafnið varðveitir. Gripirnir sem
sýndir eru voru smíðaðir á Íslandi, þeir
elstu á 16. eða 17. öld, hinir yngstu á miðri
20. öld. Sýningin stendur út árið 2013 í
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Á sýningunni Silfursmiður í hjáverkum
má skoða verkstæði silfursmiðs, búið þeim
verkfærum sem notuð voru í kringum
aldamótin 1900. Uppistaða sýningarinnar
er verkstæði Kristófers Péturssonar, silfur-
smiðs á Kúludalsá við Hvalfjörð, sem varð-
veitt er í Þjóðminjasafninu. Verkstæði Krist-
ófers er dæmigerð aldamótasmiðja, þar
sem mörg verkfæranna eru heimasmíðuð
og silfrið kveikt við olíulampa. Sýningin
stendur út árið 2013 í Horni á 2. hæð
Þjóðminjasafnins. - jh
50 menning Helgin 22.-24. febrúar 2013