Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 2
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Brottför: 16. júní Verð 6 sæti laus 384.000 kr. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is Töfrar Ítalíu - Á söngvaleiðir Davíðs 15 dagar á Ítalíu undir fararstjórn Garðars Cortes óperusöngvara á söngvaleiðir skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Viðburðarrík ferð til Ítalíu þar sem fetað verður í fótspor skáldsins frá Fagraskógi alla leið frá Flórens suður til Kaprí. Ferðin er skipulögð af Guðna í Sunnu sem hefur um áraraðir starfað að ferðaþjónustu. Ógleymanleg menningarferð! U m 195 konur greinast með brjóstakrabba-mein á hverju einasta ári. Fyrir þrjátíu árum, þegar ekki var gefin viðbótar- meðferð eftir skurðaðgerð, lifðu um 65 prósent kvennanna fimm árum eftir greiningu eða lengur. Nú læknast yfir 90 prósent. Hugsanlega er hlut- fallið hærra, því við vinnum yfirleitt með lifunar- tölur sem eru tíu ára gamlar.“ Þetta segir Halla Skúladóttir, yfirlæknir lyflækningar krabbameina hjá Landspítalanum. Hún segir að skimun eftir brjóstakrabbameini, sem hófst árið 1987, hafa skilað um 1/3 af árangrinum, en við- bótarkrabbameins- meðferð, sem felst í geislum og lyfjum, 2/3. Miklar umræður spunnust á vefmiðl- um eftir að Frétta- tíminn birti viðtal við Hólmfríði Árnadóttur sem ákvað að fara gegn ráðum lækna og sleppa geisla- og lyfjameðferð í kjölfar fleygskurðar í brjóst hennar fyrir ári síð- an. Halla segir geisla- meðferð tilheyra fleygskurði. „Fleyg- skurður er gerður til þess að varðveita brjóstið,“ segir hún og að læknar mæli stundum með því að allt brjóstið sé tekið ef konur ætli ekki í geislameðferð. „Það gefur ná- kvæmlega jafngóða raun að taka allt brjóstið.“ Halla segir að svona viðtöl hafi „geysilega mikil áhrif“ á ákvörðunartöku kvenna um það hvernig þær eigi að takast á við brjóstakrabbamein sitt. „En það eru engar sannanir fyrir þessu.“ Spurð hvort hún telji að fólk sem greinist með krabba- mein hlaupi til og nýti sér óhefðbundnar leiðir eftir viðtal eins og það sem birtist í síðasta Frétta- tíma svarar hún: „Ég myndi ekki halda það. Hins vegar fallast mörgum hendur þegar þeir heyra hvað þeir eiga mikla meðferð eftir að lokinni skurðaðgerð. Ferðin er bara hálfnuð. Þá hljómar svona saga ósköp vel í hugum fólks,“ segir Halla. Og heldur áfram: „Það er tæpt ár liðið frá skurðaðgerð hennar og þá er ekki hægt að fullyrða að hún sé læknuð þótt ég voni svo sannarlega að svo sé. Ég óttast hins vegar að konur sleppi því að koma til krabbameinslækn- is í kjölfar aðgerða þegar svona greinar birtast, því þetta er aðlaðandi hugmynd: Að sleppa við lyf- og geislameðferðir. En þetta skiptir geysilega miklu fyrir batahorfur kvenna.“ Halla gagnrýnir orð Hall- gríms Magnússonar, heilsugæslulæknis í Hveragerði – sem þekktur er fyrir óhefðbundnar lækningar og er umdeildur. „Það er haugalygi að flestir sem deyi af völdum krabbameins deyi af völdum fylgikvilla meðferðarinnar. Ef svo væri yrði meðferð ekki veitt. Ég talaði við Hallgrím og spurði í hvaða grein hann vísaði. Hann fór undan í flæmingi og sagðist ekki muna það.“ Halla segir ekki marga afþakka þær ráð- leggingar sem læknar gefi við krabbameini. „Enda hefur líklega engin önnur sérgrein í læknisfræði stigið eins mörg framfaraskref eins og krabba- meinslækningar á síðustu áratugum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ein milljón fyrir konur sem vilja úr vændi Reykjavíkurborg hefur ákveðið að verja einni milljón króna í Kristínarhús, sem er athvarf sem Stígamót opnaði í september og er sérstaklega hugsað fyrir konur á leið úr vændi og mansali. Athvarfið getur þó einnig nýst fólki sem þarf aðstöðu og sækir viðtöl hjá Stígamótum. Styrkurinn í ár er helmingi lægri en í fyrra. Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra athvarfsins, segir styrk Reykjavíkurborgar einn af mörgum; frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, hópum og félögum. Ef vel ætti að vera þyrfti á bilinu 40 til 70 milljónir á ári til að reka svona at- hvarf. Fjórtán konur hafa gist í athvarfinu frá því í september. - gag Lestrarvika Arion banka og Disney Lestrarvika Arion banka og Disney hófst á miðvikudaginn og stendur til þriðjudags- ins, 8. maí. Markmið hennar er að hvetja krakka á öllum aldri til að vera duglegir að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar. Krakkarnir skrá lesturinn á vef Arion banka, en ekki skiptir máli hvað er lesið; skáldsögur, teiknimyndasögur, skólabæk- ur, Andrés blöð eða annað skemmtilegt lesefni, allt telst með. Nöfn krakkanna sem taka þátt fara í pott og í lok vikunnar verða dregnir út yfir 100 þátttakendur sem fá vinning. Auk þess verður dreginn út vinn- Þrír af tíu telja sig verða forstjórar allt til enda Færri for- stöðumenn ríkis- stofnana búast nú við að sitja út starfsævi sína í starfi en var árið 2007. Þrjátíu prósent trúa því nú á móti fjörutíu prósentum þá. Þetta sýnir nýútkomin viðhorfskönnun sem fjármálaráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjór- nmála í Háskóla Íslands gaf út. Samkvæmt henni mæðir mest á forstöðumönnum heilbrigðisstofnana. Starfsánægja meðal þeirra er mun minni en hjá öðrum forstöðu- mönnum. Um helmingi forstöðumanna heilbrigðisstofnana leið almennt vel í starfi í samanburði við 84 prósent annarra for- stöðumanna ríkisstofnana. Þar telja menn síst að þeir fái nauðsynlegan stuðning frá ráðuneytinu sem þeir heyra undir. - gag ingur á hverjum degi á meðan á lestrarvik- unni stendur. Lestrarhestur Arion banka verður einnig dreginn út í lok vikunnar og fær hann iPad í verðlaun – verðlaunin þau verða veitt 10. maí. Þetta er í annað sinn sem Lestrarvika Arion banka og Disney er haldin. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á arionbanki.is/lestrarvika. Í fyrra skráðu um tvö þúsund krakkar sig til leiks og lásu þeir um 760 þúsund blaðsíður. - jh  BrjóstakraBBamein tæplega tvö hUndrUð konUr greinast árlega Óttast að konur leiti ekki til læknis Halla Skúladóttir, yfirmaður lyflækninga krabbameina hjá Landspítalanum, óttast að konur með brjóstakrabbamein hætti við að koma til krabbameinslæknis í kjölfar skurðaðgerða eftir birtingu greina og viðtala sem segja af konum sem telja sig læknaðar án viðbótarmeðferða. Viðbótarmeð- ferð skipti geysilega miklu fyrir batahorfur kvenna. Veðjaði á óhefðbundna leið Í viðtali við Hólmfríði Árnadótt- ur í síðasta blaði lýsir hún því hvernig hún barðist við brjósta- krabbamein sem hún greindist með í janúar í fyrra á óhefðbund- inn hátt. Hún hreinsaði huga og sál; kvaddi óttann og sagði stressi stríð á hendur. Hún hafi tekið mismunandi blómadropa eftir því hvað hún fékkst við hverju sinni, stundaði hreyfingu og jóga – meðal annars á Ind- landi. Hún fór í nálastungur og breytti mataræði úr súru í bas- ískt. Hún meðhöndlaði skrokk- inn, leitaði í læknamiðlun og var undir handleiðslu heilsugæslu- læknisins Hallgríms Magnús- sonar. Hún metur það svo að hún sé laus við meinið. Hólmfríður á tvær systur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. Báðar fóru í viðbótarmeðferð. Önnur lifði. Hin lést. Halla Skúladóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina hjá Landspítala. Þekkt viðbrögð við viðbótarmeð- ferð við krabbameini er að hárið fýkur. Mynd/gettyimages  Bílasala gjörBreyting frá fyrra ári Sala nýrra bíla hefur meira en tvöfaldast Gjörbreyting hefur orðið á bílasölu það sem af er ári ef miðað er við árið í fyrra. Fjóra fyrstu mánuðina, frá janúar til apríl, voru skráðir alls 1802 nýir bílar en á sama tíma í fyrra seldust 828 bílar. Salan hefur því ríflega tvöfaldast, eða um 117 prósent. Toyota er söluhæsti bíllinn á tímabilinu, 341 bíll seldur miðað við 139 bíla á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 145 prósent. Markaðshlutdeild Toyota er 18,9 prósent. Þar á eftir kemur Kia með 171 bíl seldan og 9,5 prósent markaðshlutdeild. Skoda er í þriðja sæti, 166 bílar seldir og 9,2 prósent markaðshlutdeild. Stærsta stökkið tekur Mazda. Fjóra fyrstu mánuði þessa árs seldi Mazda 61 bíl miðað við 3 á sama tímabili í fyrra. Aukningin er yfir 2000 prósent. Annar hástökkv- ari er Citroën sem seldi 2 bíla fjóra fyrstu mánuði 2011 en 24 nú. Aukningin er 1100 prósent. Volkswagen seldi 133 bíla nú miðað við 73 í fyrra, Ford 112 bíla nú sam- anborið við 17 í fyrra og Nissan 115 nú en 56 á sama tímabili í fyrra. Í flokki lúxusbíla hefur mest selst af Mercedes-Benz, 39 bílar. Þar hafa meðal annars selst metan- og dísilbílar sem þykja umhverfis- vænir. Athyglisvert er að skoða sölu nýrra bíla í nýliðnum apríl miðað við söluna í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur 250 prósent, 726 bílar seldir nú miðað við 293 í fyrra. Mikil aukning var í sölu þeirra bíla sem kalla má umhverfis- milda. Kia Rio var til dæmis annar mest seldi bíllinn en seldir voru nær 40 slíkir. Umhverfismildir bílar seljast vel, meðal annars Kia Rio. Eiður Smári Gudjohnsen og Ragnhildur Sverrisdóttir fá nú, sjö árum eftir að þau fengu afhenta lóð að Hólmaþingi í Kópavogi, þær rúmu sjö milljónir sem þau greiddu fyrir lóðina aftur í hendur auk verðbóta. Bærinn hefur þrjá mánuði til að endurgreiða þeim. Eiður Smári og Ragnhildur eru meðal hundraða annarra sem hafa skilað byggingarlóð í bænum eftir efnahagshrunið. Í fyrstu átti húsið að standa klárt í júlíbyrjun 2009 en vegna hrunsins fengu lóðahafar á þessu svæði aukið svigrúm, sem Eiður nýtti sér. Lóðin er gegnt þeirri sem faðir hans, Arnór Gudjohnsen, fékk á sama tíma úthlutað. Lóðaúhlutanir bæjarins á þessum tíma vöktu mikla athygli og óánægju margra. Deilt var um hvernig bæjaryfirvöld stóðu að málum þegar valið var á milli umsækjenda; hverjir fengu úthlutað og hverjir ekki. - gag Eiður hættir við að byggja í Kópavogi 2 fréttir Helgin 4.-6. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.