Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 4
Þ essir aðilar eiga alla mína samúð, en vandinn liggur í því að fólk er réttlaust,“ seg- ir Lúðvík Geirsson, fyrrum bæjar- stjóri í Hafnarfirði, um sorgarsögu eigenda parhússins við Hafnargötu 41 og 41a. Fréttatíminn hefur sagt frá veggjatítlum sem hreiðruðu um sig í öðrum helmingi hússins. Þar bjó einstæð móðir og þrír synir hennar. Bærinn greip inn í málið, reif innviðina í ársbyrjun 2009 sem varð til þess að eigandi heila helm- ingsins sat uppi með það að óein- angraður milliveggur íbúðanna var orðinn að útvegg og híbýlin óíbúðarhæf. Íbúðin hefur nú staðið auð í þrjú ár. Fjölskylda konunnar flosnaði upp þegar húsið var rifið. Konan missti húsið á uppboði. „Ég þekki bara málið frá þeim tíma þegar ég var með það í fang- inu,“ segir Lúðvík, sem ákvað að standa að niðurrifinu á kostnað bæjarins. „Ég var að skoða á þessum tíma hvort grundvöllur væri fyrir því að bærinn leysti til sín aðra eða báðar eignirnar og gæti þá gert eitthvað frekar með hana; selt hana eða rifið niður og selt lóðina,“ segir hann en tugir milljóna hafi staðið á milli þess sem bærinn vildi greiða og íbúarnir fá. Spyrja verði hvar draga eigi línuna lendi íbúar í svona vanda. „Þess vegna urðum við að geta fært rök fyrir því að það væri verið að leysa málin þannig að það yrði ekki skaði fyrir bæinn svo heitið geti.“ Spurður hvort bæjarfulltrúar hefðu hugsanlega átt að sjá fyrr að dæmið gengi ekki upp en ekki „draga fólkið á asnaeyrunum“ – eins og það lýsir sjálft – í tvö ár svarar hann. „Ég veit ekki hvað hefur gerst síðan sumarið 2010,“ segir hann. „Ég var ekki búinn að ýta málinu út af borðinu. Menn voru að tala saman.“ Spurður hvort honum finnist rétt ákvörðun eftirmanns hans að forða konunni ekki frá uppboðinu, segist hann ekki þekkja forsendurnar. „Hin hliðin á málinu er réttleysi fólks sem lendir í svona málum. Við erum hérna með Viðlagasjóð og alla þessa sjóði,“ segir hann „Verði jarðskjálfti er hlaupið til en þegar svona hamfarir verða er fólk réttlaust.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður 129.900 Síð as ti d ag ur op nu na rti lbo ða á l au ga rd ag Opið til kl. 16 á laugardögum Íbúðaverð hækkaði í apríl 1,5% hækkun á íbúðaverði Apríl 2012 Hagstofa Íslands  Veggjatítlur HVert Hús Verður sjálfstæð styrjöld eigenda „Þau eiga alla mína samúð“ Lúðvík Geirsson, fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir samningaviðræðum eigenda parhússins á Hverfisgötu í Hafnarfirði og bæjarins ekki hafa verið lokið þegar hann hætti sem bæjarstjóri. Fólkið eigi alla hans samúð. Fjölskyldan í veggjatítluhlutanum endaði á að missa sitt á uppboði og flosnaði fjölskyldan upp. Eigandi hins hlutans situr eftir með ónothæfa íbúð. Erling Ólafsson horfir á skaðræð- is-títlu. Mynd/Hari Skelfilegt að missa hús sitt undir veggjatítlur „Það er skelfilegt að lenda í því að missa húsið sitt vegna veggja- títlna,“ segir Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun. Hann segir að á hverju ári staðfesti hann að veggjatítlur lifi meðal einnar til tveggja fjöl- skyldna hér á landi. Helst finnist þær í gömlum hverfum; 101 og 107 í Reykjavík, einnig í húsum hér og þar; Vestmannaeyjum, Siglufirði og Hafnarfirði. Engar reglur séu til um afgreiðslu slíkra mála. „Menn leita til sinna sveitar- félaga og fá niðurstöðu eða enga,“ segir hann. „Hvert veggjatítluhús er því sjálfstæð styrjöld. Svo, eins og með öll stríð, fer það eftir því hverjir heyja styrjöldina hvernig hún fer.“ Hvað er veggjatítla? Bjalla af veggjatítluætt; lítil, dökk- brún og er einkum á ferli snemm- sumars. Hún verpir í rifur á viði og lirfurnar geta valdið talsverðu tjóni á timburhúsum og húsgögnum. Hún er um 4 mm á lengd og hljóðið minnir á tif í klukku. Heimild: Snara. Michelsen_255x50_B_0511.indd 1 05.05.11 14:25 bresk freigáta í kurteisisheim- sókn Breska freigátan HMS St Albans kom til Reykjavíkur í gær, fimmtudag, í kurteisis- heimsókn. Skipið liggur við Skarfabakka. Breskt herskip kom síðast í heimsókn hingað til lands árið 2008. Freigátan var sjósett árið 2000 en afhent breska flotanum í nóvember árið 2001. Freigátan er 4.900 tonn. Skipið verður til sýnis á morgun, laugardag, frá klukkan 10 til 15 - jh Íbúðaverð á landinu öllu hækkaði um 1,5 prósent í apríl, samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Munar þar mestu um að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði um 5,4 prósent frá mars. Greining Íslandsbanka segir að sveiflur hafi verið í mælingum á verðþróun íbúða á landsbyggðinni það sem af er þessu ári. Íbúðaverð á landsbyggðinni lækkaði um 2,8 prósent í janúar og 2,6 prósent í febrúar, en þessar lækkanir hafa nú gengið til baka. „Eftir þessa rússíbanareið er niður- staðan sú að íbúðaverð á landsbyggð hefur ekkert breyst það sem af er þessu ári,“ segir Greiningin. Þá hækkaði verð sérbýla á höfuðborgarsvæðinu einnig um 1,6 prósent í apríl, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, en íbúðaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað. Íbúðaverð á landinu öllu hefur nú hækkað um 1,6 prósent frá síðustu áramótum og undanfarna 12 mánuði nemur hækkunin 8,4 prósentum að nafnvirði og 1,1 prósenti að raunvirði. - jh Hláturganga í Laugardalnum Fyrsti sunnudagur í maí, 6. maí að þessu sinni, er al- þjóðlegur hláturdagur en hann er haldinn hátíðlegur í meira en 60 löndum. Upphafsmaður hláturjóga- hreyfingarinnar er indverski læknirinn dr. Madan Kataria. Hann stofnaði fyrsta hláturklúbbinn árið 1995 ásamt konu sinni Madhuri. Hláturjóga er stundað sem líkams-, hug- og sálrækt. Í Reykjavík er haldið upp á daginn með hláturgöngu í Laugardalnum og hefst hún klukkan 13 við gömlu þvottalaugarnar, að því er fram kemur í tilkynningu Ástu Valdimarsdóttur hláturjókakennara en hún leiðir hópinn og kennir hláturæfingar. -jh Veður föstudagur laugardagur sunnudagur HæGur vindur EðA n-GolA. Úrkomu- lAust oG Allt Að þvÍ HEiðrÍkt á lAndinu. HöfuðborGArsvæðið: hægviðri, tært LoFt oG MjöG SÓLRÍKt. SæMiLEGA HLýtt yfir daginn. kÓlnAr Í vEðri oG sums stAðAr næturfrost. Él AllrA AustAst, En AnnArs ÚrkomulAust oG lÉttskýjAð. HöfuðborGArsvæðið: N-GoLA oG LéttSKýjAð. SVALt Í VEðRi, EN SLEppUR LÍKLEGA Við NætURFRoSt. áfrAm mEinlÍtil norðAnátt oG smáÉl AustAnlAnds, En vÍðAst lÉttskýjAð sunnAn- oG vEstAnlAnds. HöfuðborGArsvæðið: LitLar breytingar frá Laugardegi. Vorhret á glugga (sem stendur vart undir nafni) Í dag, föstudag, verður líklega einn þessara fínu daga sem stundum koma í maí þegar er nánast stilla og loftið mjög tært. Við þessar aðstæður verður líka hætt við frosti um nóttina, einkum þó norðaustantil og inn til landsins. Á laugardag kólnar einnig og N-áttin gerir vart við sig. él eða snjómugga sennileg austanlands framan af deginum. Annars áframhaldandi bjartviðri. Útlit er fyrir svipað veður á sunnudag. 8 6 4 5 11 6 4 1 2 5 6 5 3 1 6 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is lúðvík Geirsson var ekki búinn að ýta veggjatítlumálinu af borðinu sínu. Mynd/Hari 4 fréttir Helgin 4.-6. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.