Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 14
Íþróttastuðningshlífar
Fyrir heilsuræktina
Hlaupasokkar
Hlaupainnlegg
Opið virka daga kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Á takahefðin í íslenskum stjórnmálum er mjög göm-ul,“ segir Ólafur Þ. Harðar-son prófessor í stjórnmála-
fræði. „Í sálfstæðisbaráttunnni á
seinni hluta 19. aldar vorum við þegar
komin með slík einkenni sem að hafa
meira og minna gengið í gegnum alla
20. öldina og fram á okkar tíma. Það
eru stóryrða- og átakagaspur. Menn
hafa notað mjög stór orð, svo sem
„landráðamenn“, og persónuníð hefur
verið mjög áberandi sem og skortur
á málefnalegri og hófstilltri umræðu,
segir Ólafur.
Hann segir að virðingarleysi fyrir
sérfræðiþekkingu sé mikil og hér sé
tilhneiging til þess að mála hlutina
alltaf með einföldum táknum. Ekki
sé rætt málefnalega um leiðir heldur
dregin upp sú ranga mynd að um sé
að ræða ýmist himnaríki eða helvíti.
Gelgjuskeið íslenskrar
stjórnmálamenningar
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heim-
speki og formaður vinnuhóps um
siðferði og starfshætti í tengslum
við fall íslensku bankanna 2008,
segir að átakaumræðuhefðin eigi
sér sennilega djúpar rætur í íslensku
samfélagi, nokkuð sem fræðimenn
þurfa að skoða ítarlegar en gert hefur
verið. „Við eigum svo litla rökræðu-
hefð. Það má til dæmis velta fyrir sér
hvaða áhrif það hafði í þessu tilliti að
hve hratt við fórum út úr hefðbundnu
bjargráðasamfélagi inn í nútíma-
samfélag, auk þess sem við lutum
erlendum yfirráðum. Við gengum
ekki í gegnum tímabil á 19. og 20. öld,
líkt og þjóðirnar í kringum okkur, þar
sem smám saman myndaðist borgara-
samfélag og opinber vettvangur þar
sem pólitísk umræða náði að þrosk-
ast. Þetta er hluti af gelgjuskeiði ís-
lenskrar stjórnmálamenningar sem
við erum ennþá á og vöxum ekki
uppúr nema við stórbætum stjórnsiði
okkar og umræðumenningu.“
Ólafur segir átakahefðina sem
hér ríki ef til vill tengjast því hvernig
stjórnmálaflokkarnir hafa þróast.
„Íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa
aldrei verið mjög málefnalegir. Stjórn-
málin einkenndust af fyrirgreiðslu-
pólitík og menn voru á pólitískum
nótum að skipta á milli sín efnislegum
gæðum. Það kom fram í persónuleg-
um og pólitískum embættisveitingum
og pólitískum lánveitingum. Þegar
svona pólitík er ríkjandi eru málefnin
ekki það sem raunverulega skiptir
máli heldur eru þau notuð sem tæki til
að reyna fá kjósendur til fylgis. Menn
hafa í rauninni ekki áhuga á málefn-
inu heldur því að fólk kjósi þá,“ segir
Ólafur.
Vilhjálmur segir mikilvægt að
benda á að það sem er sýnilegast
í stjórnmálaumræðunni er eflaust
versti hluti hennar og gerir ráð fyrir
að umræða á nefndarfundum þingsins
til dæmis sé málefnalegri en sú sem
birtist okkur þegar stjórnmálamenn
tjá sig í fjölmiðlum. „Stjórnmálamenn
virðast halda að þeir séu að afla sér
fylgis með því að birtast í opinberri
umræðu með þessum hætti. Með
þessu grafa þeir hins vegar eigin gröf,
grafa undan eigin trúverðugleika.
Málefnaleg umræða við pólitískan
mótherja virðist jafngilda því að vera
einhver viðurkenning á hans pólitísku
stefnu og þá einhver ósigur,“ segir Vil-
hjálmur.
Stjórnmálamenn ekki í
sannleiksleit
Vilhjálmur segir að hluti skýring-
anna sé einnig að stjórnmálin eru
barátta um völd og áhrif og því fylgir
óhjákvæmilega ákveðin hernaðarlist.
„Stjórnmálamenn eru ekki í sann-
leiksleit eins og fræðimenn, heldur
vinna brautargengi ákveðnum stefnu-
málum og berjast um völd væntan-
lega í því skyni að vinna þjóð sinni
vel. Auðvitað er stefnuágreiningur í
stjórn málum mikilvægur og stjórn-
málamönnum ber að veita hvor öðrum
aðhald. En þetta hamlar að einhverju
leyti málefnalegri umræðu. Í pólitík
er stefnt að pólitískum árangri og
unnið samkvæmt pólitískri stefnu en
klækjaumræðan má ekki ganga svo
langt að hún beinlínis grafi undan
allri skynsamlegri samvinnu.“
Vilhjálmur segir það gagnlegt að
andstæð pólitísk sjónarmið takist á
svo ólík stefnumál skerpist og kjós-
endur hafi skýrara val. „En það er eitt
að takast af einurð á um réttnefndan
pólitískan ágreining og annað að
halla réttu máli, snúa út úr fyrir við-
mælanda og fara í manninn fremur
en kryfja málefnið. Það er vandasamt
að ræða pólitískan ágreining á vand-
aðan hátt og stjórnmálamenn verða
að leggja sig fram um það og greina
hann frá öðrum viðfangsefnum stjór-
nmálanna. Menn eiga að geta unnið
vel saman við að leysa þau, þótt þá
greini skýrt á um pólitísk stefnumál.“
Þessi umræðuhefð hérlendis hefur
verið sett í samhengi við sterkt for-
ingjaræði, veika stöðu minnihluta á
þingi og þá miklu áherslu sem hér er
lögð á meirihlutastjórn. „Hér hefur
verið ríkjandi sú sýn á lýðræði að
menn fari með völdin á þann hátt
sem þeim sýnist best innan ramma
laganna og taki síðan dómi kjósenda
í almennum kosningum,“ segir Vil-
hjálmur. „Þessari sýn á lýðræði fylgir
vantrú á fræðilegum röksemdum og
faglegum vinnubrögðum enda tempra
þau vald stjórnmálamannsins sem vill
fara sínu fram. Átakastjórnmál eru í
hávegum höfð og of lítil rækt hefur
verið lögð við að stuðla að samráði
og sáttum sem einkenna þroskað lýð-
ræði. Í minnihlutastjórnum, sem eru
algengari í sumum nágrannalöndum
okkar, þarf fremur að miðla málum og
það hefur áhrif á stjórnsiðina, eykur
samráð og temprar kappræðuna.“
Persónuníð færst í aukana
Ólafur segir að hin svokallaða
persónupólitík og einkennandi lestir
hennar hafi verið áberandi í íslensk-
um stjórnmálum um aldamótin 1900
Persónuníð og stóryrði
einkenna íslensk stjórnmál
Íslensk stjórnmál
eru í eðli sínu
átakastjórnmál;
stóryrði eru
hvergi spöruð á
kostnað málefna
legrar og hóf
stilltrar umræðu.
Persónuníð, ómál
efnaleg umræða
og átakagaspur
hefur færst í
aukana í stjórn
málaumræðu á
Íslandi síðast
liðin 20 ár en
átakahefðina
má rekja langt
aftur. Sigríður
Dögg Auðuns
dóttir ræddi við
fræðimenn um
þetta vandamál,
sem mörgum
finnst vera og
komst að því að
svona þarf pólitík
ekki að vera.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
Framhald á næstu opnu
Menn hafa í
rauninni ekki
áhuga á mál-
efninu heldur
því að fólk
kjósi þá
Stjórnmálaum
ræðan á Íslandi
er þess eðlis að
hún grefur undan
trausti almennings
á Alþingi.
14 fréttir Helgin 4.6. maí 2012