Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 16

Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 16
Álfasala 2012 og allan fyrri hluta 20. aldarinnar. „Hún virtist vera að skána á seinni hluta 20 aldar en síðustu 10-20 árin hefur allt farið í sama farið og þessi einkenni; persónuníð, ómál- efnaleg umræða og gaspur hefur færst í aukana,“ segir Ólafur. „Þetta er auðvitað alveg skelfilegt. Þessi tegund af stjórnmálum gengur svolítið út á það að kjósendur séu kjánar. Ég held að þeir séu það ekki en ef þeir eru settir í þá stöðu að velja bara á milli vondra kosta geta þeir kannski lítið gert en í lýðræðis- legu samfélagi þá eru það auðvitað kjósendurnir sem verða að standa upp og segja „okkur líkar þetta ekki“,“ segir hann. Vilhjálmur tekur undir þetta. Hann segir að kappræðan og klæk- jaumræða sé ríkjandi í stjórnmála- umræðunni á íslandi. „Einkenni málefnalegrar umræðu er að menn mætast í viðfangsefni eða málefni sem þeir leitast við að lýsa upp og öðlast skilning á,“ segir Vilhjálmur. „Höfuðatriðið er að nálgast bæði málefnið og viðmælandann af sæmilegri virðingu því einungis þannig er hægt að hafa það sem sannara eða réttara reynist.“ „Andstæða málefnalegrar um- ræðu er kappræða, eða umræða sem einkennist af hernaðarlist og klækjum þar sem farið er í mann- inn í stað þess að gera tilraun til að lýsa upp viðfangsefnið og öðlast skilning á því í ljósi röksemda. Í klækjaumræðunni skiptir meira máli hver hefur máls á einhverju, hvaðan tillagan kemur en hversu góð hún er. Í stað þess að taka hinn málefnalega punkt er farið inn í huga eða bakgrunn andstæðings- ins og mál hans rakið til einhverra annarlegra áhrifa eða hagsmuna. Ég á ekki við að allir stjórnmála- menn hagi sér svona heldur eru þetta ríkjandi ósiðir í stjórnmálum,“ segir Vilhjálmur. Stjórnmálamenn síkarpandi nátttröll Sigurður Líndal, prófessor í lögum, er á sama máli og segir að póli- tísk umræða í þjóðfélaginu nú um stundir einkennist sífellt meira af merkingarleysi og einangrist smám saman frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hann segir þessa tegund rökræðu kallast „Argumentum ad Hom- inen“ þar sem rökum er beitt gegn manninum en ekki málefninum. „Það er ákaflega algengt að menn grípi til þess að beita rökum gegn manni eða mönnum í stað þess að beita röksemdum fyrir mál- efnum. Þetta laskar okkar umræðu- hefð því þegar þannig er staðið að málum er hætt við að umræðan verði merkingarlaus. Umræðunni er beint að gildismati, að einhverri persónu en málefnið hverfur. Þessi tegund umræðu er notuð botnlaust á Íslandi og er nauðsynlegt að slá á þess hefð,“ segir hann. Vilhjálmur bendir á að þessi um- ræðuháttur klækjaumræðunnar sé hvergi jafnríkjandi og í stjórnmál- um og er líklega ein meginástæða þess að stjórnmálin er rúin trausti. „Í samfélagi þar sem æ fleiri svið eru lögð undir mælikvarða fag- mennsku og skynsamlegrar um- fjöllunar, sitja síkarpandi stjórn- málamenn eftir eins og nátttröll. Þetta er í besta falli bæði leiðinlegt og sorglegt, en þessir umræðusiðir geta líka verið mjög skaðlegir því þeir koma í veg fyrir að við tökum vel á sameiginlegum hagsmuna- málum okkar.“ Ekkert lýðræðislegt viðnám gegn fjármálakerfinu „Tökum til að mynda íslenskt samfélag í aðdraganda hrunsins,“ segir Vilhjálmur. „Hvergi í íslensku samfélagi var lýðræðislegt viðnám gegn því sem var að gerast í fjár- málakerfinu, en Alþingi hlýtur að vera einn meginvettvangur fyrir það. Málefnalegar gagnrýnisraddir voru kvaddar niður í stað þess að taka þær sem hvata til athugunar á stöðu mála. Athugasemdir frá stjórnarandstöðu um að skoða þurfi tiltekin mál leiða gjarnan til pólitískra upphrópana því að í valdatafli klækjastjórnmála er fátt varhugaverðara en að gefa í skyn að andstæðingurinn kunni að hafa rétt fyrir sér.“ Þannig grefur kappræðan undan eftirlitshlutverki þingsins og hætta er á að umræðuhlutverkið snúist að stórum hluta upp í sjónarspil. „Þetta vinnulag verður því hluti af þeim sýndarveruleika sem var svo áberandi í samfélagi okkar fyrir hrun þar sem ímyndin skipti meira máli en hvað var satt og rétt,“ bendir Vilhjálmur á. „Umræðan fer ekki fram með tilliti til almanna- hags eins og stjórnmálin eiga að gera heldur er reynt að skora ein- hver stig, klekkja á mótherjanum. Í raun má færa sterk rök fyrir því að klækjastjórnmál leiði til þess að þingið valdi ekki lýðræðislegu hlut- verki sínu.“ Ólafur tekur undir þetta. „Margir gallar á stjórnmálakerfinu og embættiskerfinu voru greindir í rannsóknarskýrslu Alþingis. Í kjölfar hennar samþykktu allir 63 þingmenn umbótaáætlun sem síðan ekkert hefur orðið úr. Í staðinn eigum við að rífast um það hvort að ástandið sé himnaríki eða helvíti,“ segir hann. „Það gagnast venjulegum Íslendingi til að mynda mjög lítið að hlusta á íslenskan stjórnmálamann lýsa ástandinu hér. Til þess að fá einhverja ball- anseraða mynd um það hvort við séum að rétta úr kútnum og hvað sé að þurfum við að hlusta á það sem innlendir sérfræðingar segja en samt aðallega það sem erlendir sérfræðingar segja, eins og OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn,“ bendir hann á. Traust á stjórnmálamönnum í lágmarki Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra var vinsælasti stjórnmála- maður landsins í kjölfar hruns og báru 64 prósent landsmanna til hennar traust. Nú vantreystir sama hlutfall henni og reyndar öllum öðr- um stjórnmálaforingjum að sama Ólafur Þ. Harðarson Bara tveir stjórn mála­ flokkar á Íslandi „Í rauninni eru bara tveir megin- flokkar í íslenskum stjórnmála- flokkum, stjórnin og stjórnar- andstaðan en stjórnmálamenn skipta um pólitískar áherslur þegar þeir fara úr stjórn í stjórnarandstöðu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjór- nmálafræði. „Dæmi um þetta má nefna þegar Ísland gekk í EES en það ferli tók nokkur ár. Málið byrjaði í vinstri- stjórn Steingríms Hermanns- sonar sem var samsteypustjórn Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Nánast var búið að ganga frá samning- um þegar það komu kosningar og þessir flokkar voru fylgjandi málinu en stjórnarandstaðan var á móti, Sjálfstæðisflokkur og Kvennalistinn. Síðan var mynduð ný ríkisstjórn árið 1991, ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Og hvað gerist þá? Sjálfstæðisflokkurinn verður fylgjandi EES og hjálpar til við að koma málinu í gegn. Alþýðubandalagið verður á móti og Kvennalistinn verður áfram á móti. Þrír flokkar skipta því um afstöðu í þessu grundvallarmáli aðallega eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þeir sem halda óbreyttri stefnu eru annars vegar Alþýðuflokk- urinn sem er í stjórn í bæði skiptin og Kvennalistinn sem er í stjórnarandstöðu í bæði skiptin,“ segir Ólafur. Vilhjálmur Árnason Munurinn á málefnalegri og ómálefnalegri umræðu „Einkenni málefnalegrar um- ræðu er að menn mætast í við- fangsefni eða málefni sem þeir leitast við að lýsa upp og öðlast skilning á. Sé um ágreining að ræða, telst það skynsamlegt að leiða hann til lykta með röksemd- um sem hæfa viðfangsefninu. Snúist ágreiningurinn um stað- reyndir þarf að finna út hið sanna, snúist hann um tæknilegar leiðir að markmiði þarf að meta hverjar þeirra eru árangursríkari en aðr- ar. Sé ágreiningurinn siðferðileg- ur ber að ræða hann í ljósi grund- vallarhagsmuna manna, réttinda þeirra og velferðar. Höfuðatriðið er að nálgast bæði málefnið og viðmælandann af sæmilegri virð- ingu því einungis þannig er hægt að hafa það sem sannara eða rétt- ara reynist. Andstæða málefnalegrar um- ræðu er kappræða, eða umræða sem einkennist af hernaðarlist og klækjum þar sem farið er í mann- inn í stað þess að gera tilraun til að lýsa upp viðfangsefnið og öðl- ast skilning á því í ljósi röksemda. Í klækjaumræðunni skiptir meira máli hver hefur máls á einhverju, hvaðan tillagan kemur en hversu góð hún er. Í stað þess að taka hinn málefnalega punkt er farið inn í huga eða bakgrunn and- stæðingsins og mál hans rakið til einhverra annarlegra áhrifa eða hagsmuna,” segir Vilhjálmur. marki. Margrét S. Björnsdóttir, for- maður framkvæmdarstjórnar Sam- fylkingarinnar, segir það áhyggju- efni en jafnframt almennt einkenni stjórnmála í dag, ekki bara hér heldur víðast um heim. „Í samfé- laginu er mikil reiði og vantraust og ríkar kröfur eru gerðar á stjórn- málamenn um að koma með hrað- virkar lausnir á þeim vanda sem okkar samfélag stendur frammi fyrir.“ Margrét segir það athyglis- vert að þrátt fyrir að mikil endur- nýjun hafi verið á Alþingi í kjölfar kosninganna 2009 hafi hinum nýju þingmönnum ekki tekist að auka traust á Alþingi, heldur þvert á móti, traustið hefur minnkað. Ólafur tekur undir orð Mar- grétar. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að pólitík þarf ekki að vera svona. Það sem gerir þetta erfitt er að sumir halda að það sé hægt að laga þetta með því að breyta strúktúrnum, með því að breyta stjórnarskránni eða með einhverjum formlegum reglum. Það er ekki endilega lausnin. Ef við berum okkur saman við Norður- löndin þá erum við með svipað regluverk en samt þróast stjór- nmálin hjá okkur öðruvísi. Það hefur mikið að gera með söguna og hvað verður venjuleg hegðun innan kerfisins og í rauninni stjórnmála- siðmenning eins og menn segja,“ segir Ólafur. Þetta þarf ekki að vera svona Hann segir hins vegar þrautinni þyngra að breyta umræðuhefð- inni. „Fyrsta skrefið væri að sem flestir láti í ljós að þeim líki ekki þess átakahefð og þetta ómála- efnalega gaspur. En það er engar patentlausnir. Meira að segja ef maður vill vera raunsær þá er engin sérstök ástæða til að vera bjartsýnn á að þetta geti breyst. Hins vegar er það eiginlega niðurstaða sem ekki er hægt að komast að. Kannski breytist þetta með nýrri kynslóð. Kannski fara þeir sem eru hvað markaðastir af þessari átakahefð að sjá sóma sinn í því að hætta. Reyndar eru margir af þeim yngri sem eru líka mótaðir í sömu hefð og trúa því að þetta gaspur og slíkt sé bara tæki sem þurfa að vera í pólitík,“ segir Ólafur. „Ég veit svo sem ekki hvort er hægt að breyta þessu eða hvernig en fyrsta skrefið er að tala um þetta. Bæði fræðasamfélagið og almenningur gæti gegnt þarna mikilvægu hlutverki en það hefur í rauninni alltaf verið mín skoðun að það sé mikilvægast að stjórn- málamennirnir átti sig á þessu sjálfir. Nú er í tísku að tala illa um stjórnmálaflokka, þeir séu óþarfir, spilltir og svo framvegis. Það er auðvitað ekki skrítið miðað við það hvernig hefur verið gengið um þá. Menn gleyma því að stjórnmála- flokkar eru nauðsynlegir í lýðræðis- ríkjum. Þess vegna skiptir miklu máli að þeir starfi almennilega og það veldur auðvitað vonbrigðum að menn virðast ekki hafa lært mikið af hruninu,“ segir hann. Ólafur segir að það sé mjög mikilvægt að menn rýni raunveru- lega í rannsóknarskýrslu Alþingis og umbótatillögurnar sem sam- þykktar voru á Alþingi. „Það gæti verið upphafið að einhverju að þeir sem starfa innan flokkanna reyni að stefna í rétta átt,“ segir hann. Andstæða málefnalegrar um- ræðu er kappræða, eða umræða sem einkennist af hernaðarlist og klækjum þar sem farið er í mann- inn í stað þess að gera tilraun til að lýsa upp viðfangsefnið og öðlast skilning á því í ljósi röksemda. Í klækjaumræðunni skiptir meira máli hver hefur máls á einhverju, hvaðan tillagan kemur en hversu góð hún er. Í stað þess að taka hinn málefnalega punkt er farið inn í huga eða bakgrunn andstæðings- ins og mál hans rakið til einhverra annarlegra áhrifa eða hagsmuna,” segir Vilhjálmur. Umræðan fer ekki fram með tilliti til almannahags eins og stjórnmálin eiga að gera heldur er reynt að skora einhver stig, klekkja á mótherjanum. Í raun má færa sterk rök fyrir því að klækjastjórnmál leiði til þess að þingið valdi ekki lýðræðislegu hlutverki sínu. 16 fréttir Helgin 4.-6. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.