Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 22

Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 22
Krumma Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Þroskandi og fallegar vörur fyrir flotta krakka. LikeAbike: 34.950 19.900 Standur: 19.950 17.900 18.900 52.290 139.800 KR Spá Fréttatímans: 1. sæti Þrátt fyrir að KR-ingar hafi misst leikmenn á borð við Guðjón Baldvinsson og Skúla Jón Friðgeirsson þá er liðið ógnarsterkt. Sigrar í meistarakeppni KSÍ og Lengjubikarnum nú í vor gefa til kynna að leikmenn liðsins og þjálfarinn Rúnar Kristinsson séu hvergi nærri saddir þrátt fyrir tvöfaldan sigur í fyrra. Nýr Skoti er kominn í vörnina hjá KR í stað Skúla Jóns og Kjartan Henry fær að spila sína uppáhaldsstöðu í kjölfar þess að Guðjón Baldvinsson fór til Svíþjóðar. Ungu mennirnir Haukur Heiðar, Atli Sigurjóns og Þorsteinn Már hafa komið sterkir inn. Kjarninn úr meistaraliði síðasta árs er til staðar og fátt því til fyrirstöðu að KR-ingar verji titilinn í ár. Fram Spá Fréttatímans: 2. sæti Framarar geta veitt sér þann lúxus að byggja ofan á frábæran endi á síðasta tímabili. Bretarnir þrír, Allan Loving, Steven Lennon og Samuel Hewson, sem voru frábærir á lokasprettinum í fyrra, hafa allir verið hér í vetur og það hefur skilað sér í einum titli og aðeins einu tapi á undirbúningstímabilinu. Bretarnir þrír gera aðra leikmenn í kringum sig betri. Steve Lennon er að öðrum ólöstuðum besti framherji deildarinnar og Fréttatíminn telur að Framarar séu líklegastir til að veita KR samkeppni um meistaratitilinn. FH Spá Fréttatímans: 3. sæti FH-ingar sætta sig aldrei við neitt annað en sigur. Í það minnsta ekki á meðan Heimir Guðjónsson er þjálfari liðsins. Varnarlína liðsins hefur tekið miklum breytingum ekki síst vegna þess að Tommy Nielsen er hætt- ur og með honum Guðmundur Sævarsson. Nýir menn á borð við Guðmann Þórisson og Guðjón Árna Antoníusson þurfa að taka á sig mikla ábyrgð. Gamlir refir, Atlarnir tveir og Ólafur Páll leiða framlínuna ásamt Alberti Ingasyni og verður fróðlegt að sjá hvort hungrið, sem ekki virtist hafa verið til staðar í fyrra, sé komið á nýjan leik. FH-ingar gætu gert atlögu að titlinum en til þess þarf allt að ganga upp. Stjarnan Spá Fréttatímans: 4. sæti Stjörnumenn voru með skemmtilegasta lið deildarinnar í fyrra. Þeir náðu upp meiri stöðugleika en árin á undan og það skilaði sér í frábæru tímabili. Þeim tókst að halda öllum sínum helstu lykilmönnum; Halldóri Orra, Garðari og Laxdal-bræðr- unum Daníel og Jóhanni og það er góður grunnur til að byggja á. Miklu máli skiptir að Danirnir tveir komi sterkir inn. Stjörnu- menn þurfa meiri stöðugleika ef þeir ætla sér að berjast um titilinn. Varnarleikurinn þarf að vera agaðri en þó ekki á kostnað sóknarleiksins sem er styrkur liðsins. Og þeir þurfa annað fimmtán marka tímabil frá Garðari Jó. Breiðablik Spá Fréttatímans: 5. sæti Það er ekki auðvelt að missa alltaf lykil- menn á hverju ári í atvinnumennsku. Í vetur hurfu Kristinn Steindórsson og Guð- mundur Kristjánsson á braut. Liðið er ungt og reynslulítið. Tilkoma Hollendingsins Rene Troost mun styrkja varnarlínu Blika mikið en eins og menn muna var hún slök síðasta sumar. Auðvitað er slæmt fyrir liðið að missa sinn helsta markaskorara annað árið í röð en það gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að stíga upp. Fréttatíminn spáir því að Andri Rafn Yeoman eigi eftir að spila vel í sumar í nýrri stöðu aftarlega á miðjunni og reynast lykilmaður. Það verður þó einhver bið á að Breiðablik berjist um titilinn á nýjan leik að mati Fréttatímans. ÍA Spá Fréttatímans: 6. sæti Skagamenn hafa styrkt sig mikið í vetur. Reynsluboltarnir Reynir Leósson og Hjört- ur Hjartarson, sem báðir áttu stóran þátt í því að koma liðinu upp í efstu deild, urðu eftir í 1. deildinni en í staðinn hafa komið inn sterkir leikmenn. Mest munar um Jó- hannes Karl Guðjónsson sem kemur heim úr atvinnumennskunni á besta aldri. Með hann og Mark Donninger á miðjunni eru fá lið betur mönnuð á því svæði vallarins. Frammi eiga síðan Gary Martin og Garðar Gunnlaugsson að skora mörkin. Fréttatím- inn setur spurningamerki við Kára Ársæls- KR-ingar verja titilinn Pepsideildin hefst nú um helgina. Mikil eftirvænting ríkir meðal knattspyrnuáhugamanna fyrir sumrinu. Stærsta spurningin er hvort KR-ingum takist að verja titil sinn frá í fyrra. Spá Fréttatímans er að sú verði raunin og að Selfoss og Fylkis bíði það leiða hlutskipti að falla í 1. deild í haust. 22 fótbolti Helgin 4.-6. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.