Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 28
H
ann er kominn með
annað heimili og er
með fasta búsetu í
Genf,“ segir Ólöf Nor-
dal um manninn sinn,
Tómas Má Sigurðsson, sem í ársbyrj-
un flutti til Sviss til þess að reka Alcoa
álrisann í Evrópu.
„Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð
veðrið. Ég frétti af þessu starfstilboði
í byrjun desember og svo var þetta
frágengið milli jóla og nýárs. Þetta
gerðist á augnabliki. Hann gekk frá
samningi og fór út 2. janúar. Allan
janúarmánuð spurði ég mig: Hvað
gerðist? Fram að þessu hefur þetta
gengið vel. Hann kemur heim eins
mikið og hann getur. Hann ferðast
mikið til Bandaríkjanna og stoppar
þá við. Svo hef ég farið út til hans með
krakkana,“ segir Ólöf en viðurkennir
að enn sé lítil reynsla komin á þessa
fjarbúð þeirra hjóna, því ólíkt fyrri
fjarbúðum er hún nú á milli landa. Eitt
er þó víst, svona fyrirkomulag krefst
trausts.
„Já, mikils trausts. Skilyrðislauss
trausts. Ég held að það sé ekkert sjálf-
gefið að bæði hjónin stundi svona
[ábyrgðarmikil] störf eins og við
höfum gert og svona lengi. Ég held að
eina leiðin til að það sé hægt sé að það
ríki fullkomið traust.“
Finnst ekki erfitt að vera ein
Ólöf er 46 ára gömul, lögfræðingur,
fjögurra barna móðir og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins. Þótt börnin séu
ekki heima þessa stundina er ekki ró
í húsinu. Hún stendur í framkvæmd-
um. Úti á svölum athafnar smiður sig
með tilheyrandi látum. Þau hjónin
eru smátt og smátt að gera upp húsið,
sem byggt er í lok sjötta áratugarins
og þau keyptu góðærisárið 2007. Það
er nokkrum húsnúmerum frá æsku-
heimili hennar í Laugardalnum.
Þrátt fyrir hamarshöggin er Ólöf
pollróleg, berfætt og dregur annan
fótinn undir sig þar sem við sitjum við
borðstofuborðið. Fyrir framan hana
spriklar vatn í glasi. Hún er nýkomin
úr ræktinni og á leið í þingsal þar sem
hún tilheyrir minnihlutanum. Nú
gefst smá glæta til að skyggnast inn í
persónulegt líf hennar.
„Ha, erfitt að vera ein? Nei, nei, nei,
það var enginn að tala um það. Enda
erum við Tommi búin að vera svo
hundlengi saman,“ segir Ólöf og hlær.
Beið eftir ástinni og fann
„Við kynntumst hér í Reykjavík. Ung.
Við vorum í Háskólanum. Ég lærði
lögfræði en hann var í verkfræðideild-
inni. Við erum samt bæði MR-ingar.
Hann er reyndar yngri en ég. En ég
þekkti stráka í kringum hann. Ég
held að það hafi verið þannig að við
sáumst,“ segir hún þegar hún lýsir
fyrstu kynnunum. Hún viðurkennir að
hún hafi lítið viljað kannast við hann
í menntaskóla. „Þá var hann í þriðja
bekk en ég í fimmta. Ég man þó eftir
honum sko, hann var nokkuð áber-
andi,“ segir hún.
„Ég var aftur á móti svo seinþroska.
Ég var sein til í þessum strákamálum;
allt of mjó, með of langar lappir og
ólöguleg stelpa. Ég get alla vega ekki
talið upp einhverja tuttugu kærasta og
verð nú bara að viðurkenna að þegar
ég var í MR stóðu strákarnir ekki í
röðum. Ég veit ekkert af hverju það
var. Kannski var það því eldri systur
mínar sögðu að það væri rosalega
mikilvægt að verða ástfangin; mætti
alls ekki hleypa strákum neitt fyrr en
maður væri ástfanginn. Ég beið bara
eftir því og það gerðist ekkert fyrr en
ég hitti Tómas, þá varð ég ástfangin,“
segir Ólöf hispurslaust – en kannski
þar sem hún á tvær ungar dömur sem
gætu lesið viðtalið.
Óttaðist að menntunin úreltist
„Hann var sjálfur 21 og ég 22 ára
gömul. Ég tel að hann myndi segja að
hann hafi náð í mig, en ég að mér hafi
tekist að leggja snörurnar fyrir hann.
Við erum mjög samhent. Við erum
búin að ganga í gegnum okkar fullorð-
Sjálfstæða nútímakonan
Konan með svuntuna, Ólöf Nordal. Á einhver sönnunargögn? Líklegast ekki. Hún ætlaði að vera
heimavinnandi þegar manninum hennar, Tómasi Má Sigurðssyni, bauðst að stýra álverinu fyrir austan.
Fjórða barnið var á leiðinni og fjölskyldan að flytja út á land. Ólöf var komin með vinnu áður en barnið
fæddist – í Reykjavík. Hún flaug nokkru síðar inn á þing, er í framvarðasveit stærsta stjórnmálaflokks
landsins og heldur ein utan um heimilið um þessar mundir. Ólöf segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur frá
fjölskyldunni, metnaðinum, ástinni og óvæntri fjarbúð frá Tómasi.
insár saman. Eins og gengur hjá fólki er
stundum erfiðara, stundum auðveldara.
En við höfum alltaf litið á lífið sem okkar
sameiginlega verkefni.“
Eftir háskólaárin fluttu þau til Banda-
ríkjanna þar sem Tómas fór í framhalds-
nám og Ólöf eignaðist börn. „Ég átti eftir
að klára ritgerðina og var í því að eignast
fyrri hlutann af krakkaskaranum. Við
áttum ekki neitt en nutum lífsins í námi,
eins og á að gera. Skólinn var í litlum bæ
nálægt New York og okkur fannst mikið
ævintýri að fara þangað og upplifa allan
heiminn.“
Þrjú börn á rúmum fjórum árum, sem
nú eru á aldrinum sextán til tvítugs.
„Þau fæddust öll í beit,“ segir Ólöf sem
var heima þessi ár en ókyrrðist mjög við
fæðingu þriðja barnsins og heimkom-
una til Íslands. „Það voru þrjú ár frá því
að ég kláraði lögfræðina og ég óttaðist
að þekkingin væri að verða úrelt. Ég
sá fyrir mér að þetta væri bara komið í
hönk. Það þýddi því ekkert að segja mér
að vera heima.“
Með sjö eða átta Au Pair stelpur
Ólöf lýsir nokkrum áhyggjum sínum
eftir að hún byrjaði að vinna úti af því að
standa sig ekki sem móðir. „Og reyndar
höfðum við bæði áhyggjur af því að vera
ekki að standa okkur; að við ynnum of
mikið. Kona sem vann með mér í sam-
gönguráðuneytinu, Sæunn – mikil vin-
kona mín – sagði þá við mig: Ólöf hættu
að hugsa um allt draslið heima. Hættu,
það fer ekki neitt. Hún sagði við mig:
Ólöf, ég hef aldrei heyrt að uppvaskinu
hafi verið stolið. Þetta er eitt besta lífs-
mottó sem ég hef heyrt. Maður verður
að slaka á,“ segir hún.
„Við reyndar tókum þá ákvörðun strax
Ég var sein
til í þessum
stráka-
málum; alltof
mjó, með of
langar lappir
og ólöguleg
stelpa. Ég get
alla vega ekki
talið upp ein-
hverja tuttugu
kærasta og
verð nú bara
að viður-
kenna að
þegar ég var
í MR stóðu
strákarnir
ekki í röðum.
Ég veit ekkert
af hverju það
var.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Ólöf Nordal beið lengi eftir ástinni og fann hana ekki fyrr
en Tómas kom fram á sjónarsviðið. Þau hafa eytt fullorð-
insárunum saman og líta á lífið sem sameiginlegt verkefni.
28 viðtal Helgin 4.-6. maí 2012