Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 35
Helgin 4.-6. maí 2012 hjólreiðar 3 Fuji Nevada 1.0 24 gíra Álstell Diskabremmsur Smiðjuvegur 30 - 200 Kópavogur S: 5776400 TT/Þríþrautarhjól Þetta er hjól sem þróaðist út frá keppnishjólinu. Þeir sem telja sig þurfa svona hjól sækjast eftir hraða. Þessi tegund hjóla byggir allt á sem minnstri loftmótstöðu og að hljólreiðakappar komist eins hratt og mögulegt er. Eigandi slíks hjóls mun vilja nota sérstakan hjálm sem dregur úr loftmótstöðu og sérstakar hlífar á fótstigin og í raun allt sem getur dregið úr loftmótstöðu. Gíralaust hjól Þeir sem þurfa hjól eingöngu til þess að skreppa í búð eftir mjólk eða til þess að komast á kaffihús um helgar, þurfa einfaldlega gíralaust hjól. Til hvers að vera að flækja lífið með gírum þegar eina sem þarf er að geta skroppið í bæinn? Ekkert viðhald þarf á gírum og auka- búnaði er ekki hægt að stela ef hann er ekki til staðar! Þeir sem snjallastir þykja fá sér hjól í stíl við klæðnaðinn. Keppnishjól Menn vilja komast hraðar á leiðinni til vinnuna, ekki rétt? Og sú ágæta hugmynd um að keppa í hjólreið- um eða þríþraut vaknar. Þá þarf keppnishjól. Létt grind með mjórri dekkjum fyrir minna viðnám er grundvöllur fyrir auknum hraða. Skömmu eftir þetta skref komast menn að því að sérstaka skó og fótstig þarf; eigendur keppnishjóla láta ekki staðar numið þar og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að létta hjólsið. Karbon er svarið, þar sem skipta má út nánast hvaða leið- inda málmi sem er á hjólinu fyrir kar- bon. Svo ekki sé minnst á títan... TweedRun Reykjavík – hjólað með reisn Árið 2009 tóku reið- hjólaáhugamenn í Lond- on sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var snérist ekki bara um það eitt að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klass- ísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og – kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól. Nú er komið að Reykja- vík. Tveir áhugamenn um klassískan klæðnað og hjólreiðar eru að skipu- leggja TweedRun Reykja- vík. Alexander Schepsky, sem þekkir hjólreiðar frá blautu barnsbeini enda ættaður frá Þýskalandi, og félagi hans Jón Gunnar Tynes Ólason, úr Hlíðunum, standa fyrir uppákomunni. Fyrirhugað er að halda þennan viðburð þann 16. júni næstkomandi; hjóla um miðbæ Reykja- víkur og enda ferðina þá í síðdegishressingu í breskum anda. Verðlaun verða veitt fyrir best klædda herrann og dömuna sem og fyrir glæsilegasta fararskjótann. Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í Tweed-jakkana og draktirn- ar eða annan ámóta klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina í sumar og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð. Skrán- ing og nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www. tweedrun.is og Facebook-síðunni TweedRun Reykjavík. Fleiri tegundir af reiðhjóla má nefna; „down- hill“-hjól, enn meiri fjallahjól, BMX, svokölluð „Cargo“ – öll þjóna þau sínum hlutverkum. Eitt er þó víst – menn þurfa að fá sér hjól og eitt kallar á annað: Að minnsta kosti þrjú í viðbót. David Robertson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.