Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Page 41

Fréttatíminn - 04.05.2012, Page 41
Helgin 4.-6. maí 2012 viðhorf 33 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. B Íslendingar eru fastir í skotgröfum átaka- stjórnmála með skýrar átakalínur þar sem stríðandi fylkingar valda því að hvert málið á fætur öðru steytir á skeri. Lítt er vandað til undirbúnings mála og stefnumótunar. Okkur tekst ekki að móta stefnu í veiga- miklum málum. Hvert stórmálið á fætur öðru virðist koma vanreifað til umfjöllunar og afgreiðslu. Þetta er mat Salvarar Nordal, forstöðu- manns Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands, sem jafnframt var formaður stjórnlagaráðs. „Við höfum,“ segir hún, „glatað mörgum tækifærum að undanförnu: „Rannsókn- arskýrslan, Landsdómur, ESB aðildin, allt fer í þennan skotgrafavarveg; þá eru ónefnd fiskveiðistjórnunar- málin, auðlindamálin, sem eru stór hluti af okkar lífsafkomu en við lendum samt í átökum um þau.“ Það er vert að leggja hlustir við þessi orð og annað sem fram kom í viðtali við Salvöru í Fréttatímanum í liðinni viku. Hálft fjórða ár er liðið frá hruni. Salvör segist hafa vonast til þess að þjóðin drægi lærdóm af hruninu, tæki það alvarlega og það yrði hvati til breytinga. Sá lærdómur hafi hins vegar ekki verið dreginn eins og þörf var á. Uppbyggingar og endurmótunar er þörf í samfélagi sem er skaddað í kjölfar óhófs bóluára og falls í kjölfarið sem lék einstak- linga, fyrirtæki og stofnanir grátt. Traustið hvarf sem sést best á því að níu af hverjum tíu bera ekki traust til grunnstofnunar sam- félagsins, Alþingis, miðað við þær kann- anir sem gerðar hafa verið tvö undanfarin ár. Það er veruleg breyting frá því sem var fyrir hrun en á árabilinu 2001 til 2008 báru 29 til 44 prósent landsmanna traust til Alþingis. Sama gildir um ríkisstjórn, stjórnarandstöðu og einstaka stjórnmála- foringja. Traustið er lítið. Könnun sem gerð var síðastliðið haust sýndi að traust til ríkisstjórnarinnar var aðeins 14,1 prósent og ekki var staða stjórnarandstöðunnar skárri. Aðeins 13,6 prósent báru traust til hennar. Ný könnun á trausti til stjórnmála- leiðtoga sýnir sömu niðurstöðu. Traust til formanna helstu stjórnmálaflokka er á bilinu 15,9 til 19,8 prósent. Vantraust þetta virðist þó engu breyta. Átökin harðna, ef eitthvað er, eins og Sal- vör bendir á og því miður skila þau okkur litlu. Samt er eins og þeir sem eru í atinu miðju haldi að þannig eigi þetta að vera – að svona vilji alþýða manna hafa þetta. Það er misskilningur, enda eiga stjórnmálin að vera vettvangur til að ákveða um sameigin- leg mál en þegar litið er á stjórnmálin eins og þau tíðkast hér, segir Salvör, er afli beitt sem þýðir að í raun eru stjórnmálin valda- laus – þau valda ekki verkefni sínu. Eftir áfall eins og hrunið er ekki að vænta kraftaverka, að allt komist í lag á ný á skömmum tíma. Þess er heldur ekki að vænta að einróma samstaða sé um leiðir en gera verður þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til forystu og hljóta til þess traust að þeir reyni að róa í sömu átt, nái skynsamlegri málamiðlun um það sem til framfara má telja. Það er þörf á leiðsögn og hvatningu í stað átaka og niðurrifs. Salvör bendir enda á að þegar flokkadrættir og átök eru eins mikil og hér tíðkast er hætta á að öfgar styrkist. Þeir sem eru hófsamir og vilja frekar gera samkomulag eða mála- miðlanir tapa stöðu sinni. Þá er aldrei að vita hvað gerist. Þar er mörg víti að varast. Það þekkjum við af átakanlegum dæmum meðal annarra þjóða. Það er kallað eftir breyttri stjórnmála- menningu. Kallað eftir breyttri stjórnmálamenningu Valdalaus stjórnmál Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Á okkar ljúfa landi eru nú starfandi sjö háskólastofnanir, mismiklar en allar bera þær viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytis til kennslu og menntunar á sínum afmörk- uðu sviðum. Allar eru þessar stofnanir að fást við kennslu, rannsóknir og nýsköpun að mismiklu magni eftir stöðu hverrar stofnunar og mannafla sem þar starfar. Á síðasta áratug hafa stofnanirnar gengið í gegnum áhugaverðar breytingar bæði hvað varðar regluverkið sem þær starfa eftir, að ónefndum þeim hremm- ingum sem hrunið olli í uppbyggingu há- skólastarfs í landinu. Hver og ein stofnun hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir og aðlaga starf sitt breyttum aðstæðum. Leiðirnar sem valdar hafa verið eru jafn margar og stofnanirnar, en samt stefna þær allar að sama marki, að standa vörð um þau mark- mið sem sett voru í breytingunum og efla starfsfólk og nemendur sem mest. Án þess að fara djúpt í uppbyggingu gæðastarfs í háskólunum vil ég samt draga fram einn þátt sem allar þessar stofnanir eru að fást við á sínum eigin for- sendum og það er kennslan. Flest okkar hafa skoðun á því hvað er góður kennari. Það er mjög líklegt að við þekkjum bæði góða kennara og getum nefnt dæmi um einstaklinga sem ættu ekki að koma nálægt kennslu. Þessi reynsla gerir okkur ekki að sérfræðingum í að dæma um gæði kennslu, það er að segja auðveldar okkur ekkert sérstaklega að leggja niður fyrir okkur hvaða viðmið ætti að nota við mat á kennslu. Kennsla er nefnilega svolítið meira en það sem ger- ist í kennslustofunni. Hlutverki okkar sem háskóla- kennara má skipta í tvo hluta. Sýnilegi hlutinn, samskipti okkar við nemendurna, er aðeins lítill hluti af stafi háskólakennar- ans. Hinn stóri og ósýnilegi hluti saman- stendur af þáttum, allt frá því að fara yfir og skipuleggja verkefni nemenda og taka þátt í að skipuleggja námsleiðir, til þess að reyna sjá fyrir framþróun bæði faglega og verklega á okkar sviði. Það er hlut- verk okkar að bæta við allri þróun á okkar sviðum inn í þróun námsleiðanna sem við bjóðum upp á. Fagmennska í kennslu út frá þessari skilgreiningu stuðlar að fag- mennsku útskrifaðra nemenda þar sem þekking þeirra, leikni og hæfni hefur verið tryggð með faglegri uppbyggingu miðlunar, þjálfunar og sköpunar í kennsl- unni. Þar kemur inn stór þáttur í starfi há- skólakennarans sem við höfum hingað til leitt hjá okkur og það er kennslufræðilegur grunnur háskólakennara. Mat á fagmennsku háskólakennara er að mínu mati jafn mikilvægt og mat á rannsóknarvirkni og nýsköp- unarhæfi þeirra. Sú vinna sem nú er unnin í háskóla- stofnunum í landinu sem miðar að því að sett verði viðmið um gæði kennslu er því afar mikilvæg. Við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við fitum ekki sauðinn með því að vigta hann, við verðum einnig að nýta matið til að auðvelda framþró- un í kennslufræðilegri hæfni háskólakennara. Það þarf að setja fóðurbæti í trogin. Samhliða viðmiðum verður einnig að skipuleggja endurmenntunarmögu- leika fyrir háskólakennara sem hafa getu og vilja til að viðhalda og byggja upp hæfi sitt sem kennarar. Háskólar Eru gæði kennslu það sama og gæði menntunar? Rósa Gunnarsdóttir, kennsluþjálfari og sér- fræðingur á kennslusviði Háskólans í Reykjavík Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ ÁLFASALAN 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.