Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 52

Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 52
44 heimili Helgin 4.-6. maí 2012 G ott dæmi um fyrirtæki þar sem hugsjónin ræður för er Källemo. Fyrirtækið, sem í dag er stýrt af systkinunum Karin og Erik Lundh, var stofnað af föður þeirra, Sven Lundh, á sjöunda áratugn- um. Hann er lifandi goðsögn í dag í sænskri hönnun- arsögu en hann var þekktur fyrir að taka áhættu og framleiða hluti sem margir hefðu fyrirfram dæmt ómerkilega. Sum- ir vilja meina að Källemo framleiði listaverk og ekki framleiðsluvörur en það stemmir í raun ekki. Fyrir- tækið framleiðir vissulega vörur og margar þeirra dýrar en þá eru það hlutir sem framleiddir eru í mjög litlu upplagi. Dæmi um slíkt er nýr stóll sem fyrir- tækið kynnti í Stokkhólmi í ár og voru einungis gerð 123 eintök. Sú tala ræðst af því að hönnuðurinn Mats Theselius, sem er einn mikilvægasti hönnuður þeirra, gerði stólinn úr kopar úr gömlu kirkjuþaki frá bæn- um Klippan sem var rifið. Efnið var takmarkað og í örm- um stólsins er íbenholtsviður sem er ákaflega verðmætur. Stólinn var teikn- aður í minningu arkitektsins Sigurd Lewerentz sem hannaði kirkjuna og var textílmunstur stólsins teiknað eftir gólfmunstrinu í kirkjunni. Stólarnir seldust allir upp á mettíma enda er markaður til fyrir sjaldgæfa hluti sem þessa og ekki skemmir sagan fyrir. En Källemo selur ekki einungis dýr- ar vörur í litlu upplagi heldur einnig vörur sem hægt er að finna í nánast hverju heimili í Svíþjóð. Bókahillan Pi- laster eftir John Kandell er nú þekktur klassíker sem er víða á heimilum þar sem erlendis. Fyrirtækið býður einnig upp á nokkra hluti eftir íslenska arki- tektinn Sigurð Gústafsson og hefur það samstarf staðið yfir í fjölda ára. Lokaverkefni Svens er að koma endanlega á fót lista- og hönnunar- menningarstöð sem nefnist Vanda- lorum og er það verk komið vel á veg. Í nágrenni höfuðstöðva fyrirtækisins er verið að reisa hálfgert þorp þar sem fólk getur sýnt og rætt hönnun í öllum þeim formum sem hún kemur. Menntun og fræðsla fær gott pláss og er gert ráð fyrir 13 húsum þar sem mismunandi starfsemi fer fram. Nálg- ast má upplýsingar um það á http:// www.vandalorum.se og einnig má sjá allt um vörur Källemo á slóðinni www. kallemo.se. Sigga Heimis sigga@siggaheimis.com HÖNNUN Á r hvert í aprílmánuði stilla nemendur út lokaverk-efnum sínum í rúmgóðu safni Reykjavíkurborgar í Hafnarhúsinu. Mismikið fer fyrir sýningunni en í ár sýndu nemendur í nokkrum af sölum safnsins. Því miður var miðjurými safnsins ekki nýtt en þar hefðu stærri hlutir geta notið sín vel, svo sem rafmagnsbíll sem var til sýnis. Undirrituð var sérstaklega áhugasöm um sýningu vöru- hönnuða þó svo að sjálfsögðu væri stórskemmtilegt að berja allar deildir augum. Meðbyr hönnunar hefur aukist gríðarlega undanfarin ár á Íslandi. Í dag er almenn þekking og áhugi á íslenskri hönnun góð og hún rædd sem hluti af íslensku samfélagi. Greinin er virt sem starfsgrein og þykir sjálfsagt að hún vaxi og skapi atvinnutækifæri svo og framlegð. Með það í huga þá skoðaði ég sýninguna en hún vakti með mér blendnar tilfinningar. Til sýnis var mjög breitt úrval hugmynda; frá fullunnum vörum sem vel gætu hafa komið úr næstu húsgagnaverslun til abstrakt hugmynda tengdum úrvinnslu hráefna eða hug- myndafræða. Lítið bar á hugmyndum þar á milli en ég sakn- aði þess þar sem það hefði gefið sýningunni meiri fyllingu og jafnvægi. Ein hugmyndin var þó mjög skemmtileg og bar af en það er plötuspilari sem Jón Helgi Hólmgeirsson hefur hannað. Hugmyndin er, eins og hann nefnir, gömul en útfærslan er einföld, létt og auðskilin. Notandinn öðlast skilning samtímis sem hann setur hann saman og efniviðurinn er pappír. Stórfínt verkefni hjá efnilegum hönnuði. Margt annað gott var á boðstólum og er gaman að sjá hvernig unga kynslóðin tekur á málum. Þó fannst mér huglægu verkefnin of stutt á veg komin og rann- sóknavinnan yfirgnæfir þar verkefnið. Eins og út- skriftartitill deildarinnar segir þá eru nemendur að klára vöruhönnun og þá þarf það að vera vel skilgreind vara sem kemur í lokin, hvort sem það er þjónusta, pakkning, framleiðsluvara og svo framvegis. Rafmagnsbílinn hefði ég viljað sjá í viðeigandi umhverfi og með meiri útskýringum en það er gaman að sjá samstarfs- verkefni LHÍ og annarra háskólastofnana og ég vona innilega að það verði meira um slíkt í framtíðinni. Sýningin stendur til 6. maí og ég hvet alla til þess að leggja leið sína þangað. Sýning af þessu tagi á að vekja fólk til umhugsunar og umræðu um skapandi greinar og eiga öll álit rétt á sér enda hönnun hluti af hversdagslífi fólks. Sigga Heimis sigga@siggaheimis.com  Hönnun þekkinG oG ÁhuGi Á íslenskri hönnun Hönnuðir framtíðarinnar Eitt af vormerkjunum er sýning útskriftarnema Listaháskóla Íslands. Jónófón er akúst- ískur vínyl- plötu- spilari sem notast við pappa- bolla og lúður úr pappír til þess að magna upp tónlis- tina af vínylplöt- unni.  Hönnun lifandi GoðsöGn í sænskri hönnunarsöGu Sænska Källemo – þar sem hugsjónin stýrir öllu Þau eru færri en fleiri fyrirtækin sem hafa hugsjón að leiðarljósi í hönnun. Hér sést einfald- lega úr hvaða íhlutum Jónófón- ninn er gerður úr. Einn af stólum Sigurðar Gústafs- sonar sem heitir Copy Paste. Þegar Pilaster-hillan er full af bókum þá er líkt og bækurnar hangi í lausu lofti. Grænn kopar úr þaki Petri- kirkjunnar er notaður sem bak í þennan nýja hæginda- stól Mats Theselius.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.