Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 58
Safe
Harðjaxlinn Jason Statham er við sama
heygarðshornið í Safe þar sem hann tekur
á glæpahyski og ekki með neinum vett-
lingatökum frekar en fyrri daginn. Hann
leikur fyrrverandi lögguna Luke Wright
sem á harma að hefna við mafíuna sem lét
drepa fjölskyldu hans. Dag einn sér hann
hvar útsendarar mafíunnar eru að eltast
við dauðhrædda unga stúlku og getur ekki
annað en komið henni til aðstoðar. Sú
stutta býr yfir mikilvægum upplýsingum
sem nokkrir glæpahópar eru til í að gera
allt til að komast yfir þannig að Luke má
hafa sig allan við.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.3, Rotten Tom-
atoes: 51%
Coriolanus
Leikarinn, og að þessu sinni einnig leik-
stjórinn, Ralp Fiennes færir hér leikritið
Coriolanus eftir sjálfan William Shake-
speare til samtímans með miklum stæl.
Þegar hinn sigursæli herforingi Coriolanus
er hrakinn og útskúfað frá Róm ákveður
hann að ganga til liðs við erkifjanda sinn til
að koma fram hefndum á þeim sem sviku
hann innan borgarveggja Rómar. Fiennes
fer með titilhlutverkið en Gerard Butler
leikur Tullus Aufidius sem Coriolanus
gengur í bandalag með.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.0, Rotten Tom-
atoes: 94%
How I Spent My
Summer Vacation
Sá heillum horfni
brjálæðingur
Mel Gibson
reynir enn að
tjasla saman
ímynd sinni og
nú í þessari
mynd sem átti
upphaflega að
heita Get the
Gringo. Driver
hefur komist
yfir haug af illa
fengnu fé sem glæpaforingi nokkur telur
sig ranglega eiga. Í stað þess að skila
peningunum stingur Driver af til Mexíkó
þar sem hann hyggst lifa í vellystingum
en þegar spilltir tollverðir handtaka hann
breytast fyrirætlanir hans verulega.
Aðrir miðlar: Imdb: 5.2, Rotten Tom-
atoes: 50%
50 bíó Helgin 4.-6. maí 2012
Það er
erfitt að
banka upp
á – á hverju
heimili – og
segja fólki
að hundsk-
ast til þess
að sjá þessa
mynd.
FrumsýndAr
Sérlega áhugaverð spennumynd frá
Indónesíu sem fjallar um sérsveitar-
manninn Rama, sem hefur ásamt félögum
sínum í sérsveitinni, fengið það verkefni að
uppræta glæpahóp sem búið hefur um sig
í stórri blokk. Glæpaforinginn heldur til á
efstu hæðinni og sérsveitin þarf að komast
upp allar hæðirnar til þess að klófesta
hann óafvitandi um að hann fylgist með
öllu gegnum eftirlitsmyndavélar á öllum
hæðum.
Aðrir miðlar: Imdb. 8.3, Rotten Tom-
atoes: 83%
The Raid: Redemption
T he Avengers er gríðarlega vel mönnuð mynd bæði hvað varðar ofurhetjur og ekki
síður leikara. Og hafi einhver efast
um að Joss Whedon hafi verið rétti
maðurinn til þess að stýra þessu
magnaða Marvel-hetjugalleríi inn á
réttar brautir þá hlýtur sá hinn sami
að þurfa að éta hattinn sinn með re-
múlaði og rauðkáli vegna þess að
hér klikkar ekkert og The Aven-
gers er ekki aðeins ofurhetjumynd í
hæsta gæðaflokki heldur einnig frá-
bær skemmtun sem snertir strengi í
hjörtum nörda á öllum aldri.
Bragðarefurinn Loki, sem gerði
hálfbróður sínum Þór lífið leitt
í Thor, heldur uppteknum hætti
og skipuleggur nú árás á jörðina,
með einhverjum andskotans árum,
utan úr geimnum. Ljóst er að eng-
inn mannlegur máttur mun hrinda
áhlaupinu þannig að Iron Man, Þór,
Captain America og Hulk neyðast
til að snúa bökum saman, dyggilega
studdir hinum mjög svo mannlegu
en þrautþjálfuðu leigumorðingjum
Hawkeye og Black Widow.
Þótt aðalpersónurnar hafi nú þeg-
ar stimplað sig rækilega inn í eigin
bíómyndum gefur Whedon sér góð-
an tíma til þess að smala þeim sam-
an og allir fá sitt pláss. Robert Dow-
ney er vitaskuld frekur til fjörsins í
hlutverki Tony Stark/Iron Man og
er að vonum lang skemmtilegastur,
á bestu línurnar og er ómótstæði-
legur sem fyrr. Scarlett Johanssen
er fáránlega flott Black Widow, fun-
heit og engu minni „gaur“ en strák-
arnir. Bruce Banner/Hulk hefur
aldrei verið jafn áhugaverður, nú
í meðförum þess frábæra leikara
Mark Ruffalo og Jeremy Renner
festir sig enn frekar í sessi sem ak-
sjónhetja.
Allt þetta magnaða gengi sér til
þess að hvergi er dauðan punkt að
finna í þessari frekar löngu mynd
og aðdragandi lokauppgjörsins er
eiginlega skemmtilegri en bardaga-
veislan í lokin en ó boj, ó boj hvað
sá bardagi er meiriháttar. Myndir
af þessu tagi verða ekki mikið betri
en The Avengers.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Bíódómur The Avengers
Magnaður mannskapur snýr bökum saman
Bully dAuðAns AlvArA
Þarft spark í rassinn
Bandaríska heimildarmyndin Bully er ágeng og óvægin mynd um einelti og skelfilegar afleiðingar
þess. Kvikmyndagerðarfólkið segir sögur og fylgir eftir fimm skólakrökkum í Bandaríkjunum sem
öll verða fyrir einelti. Því miður komast þau ekki öll lifandi frá þeim hildarleik og kjósa að svipta
sig lífi frekar en að takast á við þann ömurlega veruleika sem jafningjar þeirra hafa skapað þeim.
Stefán Karl Stefánsson leikari segir myndina gríðarlega mikilvæga hugvekju og hvetur sem flesta
til þess að fara og sjá hana.
Þ essi mynd er klárlega til þess fallin að opna augu fólks. Það er engin spurn-ing,“ segir Stefán Karl, sem lengi hefur
látið sig einelti varða og stofnaði á sínum tíma
Regnbogabörn til þess að berjast gegn þessu
samfélagsmeini. „Bully tekur að mínu mati
mjög vel á þessum þunga sem getur verið í
eineltinu og hversu alvarlegt það getur orðið.
Það kemur líka skýrt fram í þessari mynd að
við látum okkur þetta engu varða fyrr en það
snertir mann persónulega. Fólk hugsar bara
sem svo að þetta komi ekki fyrir sig og sína
og heldur fram alls konar kjaftæði eins og að
stríðni sér bara eðlileg og að allir hafi gott af
smá einelti.“
Stefán Karl segir Bully sýna hversu margt
smátt geti gert eitt stórt í þessum efnum. „Og
þá meina ég bókstaflega eins og gerðist í Sand-
gerði þegar ellefu ára drengur svipti sig lífi
vegna eineltis. Þetta er bara staðreynd sem við
verðum að horfast í augu við. Við getum ekki
leyft okkur að sópa því undir teppið þótt það
sé óþægilegt að svona gerist þegar við töldum
okkur öll standa vaktina án þess að við gerðum
það í raun. Það er ekki fyrr en svona tilfelli
koma upp að við vöknum og hugsum um hvort
hægt hefði verið að koma í veg fyrir þetta. Mitt
svar er já en þá kemur spurningin um af hverju
það var þá ekki gert? Mér finnst bara kominn
tími til að fólk átti sig á alvarleika málsins og
að einelti er dauðans alvara.
Öll þjóðin var harmi slegin og allir voru í
sjokki í Sandgerði þegar þetta gerðist en síðan
fjarar sjokkið út þangað til að eitthvað svona
gerist aftur en þetta snýst um að við megum
ekki láta þetta gerast aftur.“
Bully gefur, að mati Stefáns Karls, fólki
einnig tækifæri til þess að skoða einelti úr
hæfilegri fjarlægð. „Þetta gerist í Ameríku
en myndin er samt eins íslensk og hún getur
orðið vegna þess að einelti er í grunninn það
sama alls staðar þótt samfélagslegar aðstæður
á hverjum stað fyrir sig geti í grunninn breytt
eðli eineltisins og hvernig það hreyfist.“
Ekki þarf að deila um forvarnargildi Bully
en hversu ung telur Stefán Karl að börn geti
verið til þess að höndla myndina og hafa af
henni gagn? „Ég myndi kannski ekki fara með
fimm ára dóttur mína að sjá þetta en myndi
íhuga það með börn frá átta til tíu ára. Þetta
fer náttúrlega allt eftir þroska og sumir vilja
meina að börn frá tíu til tólf ára ættu að vera til-
búin fyrir þetta. Það er samt ekkert í myndinni
sem gefur tilefni til að banna hana innan ein-
hvers aldurshóps. Hvert foreldri verður bara
að spyrja sig hvort börnin þeirra geti fengið
eitthvað út úr myndinni en ef fjölskyldan fer
til dæmis saman þá munu skapast umræður
sem eru af hinu góða og til þess er leikurinn
gerður.“
Stefán Karl segist telja það ákveðinn áfellis-
dóm yfir hugarfari þjóðarinnar ef fólk hópist
ekki á myndina. „Það er alltaf spurning hvern-
ig maður á að fara að því að sparka í rassgatið
á fólki? Það er erfitt að banka upp á –á hverju
heimili – og segja fólki að hundskast til þess
að sjá þessa mynd. Ef við skoðum okkur sem
samfélag þá hafa sextíu þúsund manns séð
Svartur á leik vegna þess að hún er góður
spennutryllir og ef Bully fær ekki sama áhorf-
endafjölda eða eitthvað nálægt því þá verð ég
verulega vonsvikinn. Það sýnir þá bara men-
talítetið hjá þjóðinni. Það er bara verst að þeir
sem helst þurfa að sjá mynd sem þessa fara
sjaldnast.“
Alex er einn þeirra fimm krakka sem Bully fjallar um en hann verður fyrir stöðugu og grimmu einelti í skólanum.