Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 60

Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 60
Helgin 4.-6. maí 201252 tíska 5 dagar dress „Mér finnst ótrúlega erfitt að lýsa stílnum mínum. Ætli hann sé ekki fyrst og fremst einfaldur. Ég byggi yfirleitt allt á svörtum sokkabuxum eða svörtum buxum og vinn mig út frá því,“ segir Alex Bergmann, 21 árs listaháskólanemi – á fyrsta ári í graf- ískri hönnun. „Innblástur tísku sæki ég allstaðar frá. Ég les tímarit, vafra mikið á netinu og svo er það bara fólkið í kringum mig sem gefur mér hugmyndir,” segir Alex. Hún bætir því við að eiginlega séu öll hennar föt frá útlöndum. „Hvort sem ég fer sjálf út eða læt mömmu, sem er flugmaður, sækja pantanir sem ég hef pantað á netinu. Mínar uppáhalds verslanir eru Weekdays og Urban Outfitters en hérna heima er það örugglega Gk. Ég er mjög dugleg að endurnýja fataskápinn minn og eru það aðeins einstakar flíkur sem ég á sem eru yfir þriggja ára gamlar.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Litir sumarsins Þegar ég var stödd í Helsinki í síðasta mánuði var sumartískan orðin allsráðandi í öllum búðarglugg- um borgarinnar. Þrátt fyrir að borgarbúar væru enn að klífa yfir snjóskaflana í kuldanum, ekki enn búnir að losna við veturinn, þá voru þeir samt farnir að versla fyrir sumarið. Sumartískan í búðargluggum Finnlands, og all- staðar annarstaðar, er falleg og stílhrein. Pastel- litir eru áberandi, svo mjög að föt þess litar virðist það eina sem konur eiga að klæðast í sumar. Tískan hefur því þannig breyst að því leyti til að í fyrra þá voru sterkir, samsettir litir það allra heitasta. Nú hafa þessir sterku litir fengið að víkja fyrir þeim mjúku og er pastel grænn, gulur og rauður helstu litir sumarsins. Hvíti liturinn frá því í fyrra, sem hefur legið í dvala í vetur og náði toppi vinsælda sinna síðasta sumar, mun þó aftur fá að njóta sín í ár og þá sérstaklega hvítar buxur, kjólar og jakkar. Hér hef ég verið að tala um tísku samfélags sem er mun hlýrra yfir sumarmánuðina en Ísland. En það á þó ekki að skipta máli. Við Íslendingar höfum aldrei látið veðráttu stoppa okkur í að klæðast nýjustu tísku – við fylgjum alltaf tískunni, sama hvernig viðrar, og pörum kannski fallegar og sumarlegar sokkabuxur við stuttbuxur eða kjóla til þess að verjast köldum vindinum. Þriðjudagur Skór: Urban Outfitters Buxur: Gina Tricot Peysa: Stine goya Taska: Calvin Klein Mánudagur Skór: Dr. Martins Buxur: H&M Kjóll: Won Hundred - Gk Bolur: Asos Sólgleraugu: Ray Ban Fimmtudagur Kápan: Asos Skór: Undergro- und Buxur: Urban Outfitters Peysa: Urban Outfitters Virkur botox-notandi Leikkonan Jenny McCarthy er stoltur botox-notandi og talar hún opinskátt um efnið í nýju viðtali við tímaritið People. „Ég er augljóslega virkur botox-notandi. Ég er 39 ára gömul og hef ekki eina einustu hrukku á enninu. Ég hef ekkert á móti lýtaaðgerðum, svo lengi sem það gerir eitt- hvað fyrir einstaklinginn sjálfan. Ég er ekki tilbúin til að eldast enn og er reiðubúin að hægja á öldrun með allskonar efnum og lýtaaðgerðum.“ Hælaskórnir á hilluna „Ég hélt að það myndi ekki líða sá dagur sem ég væri ekki á skóm með háum hælum,“ segir söngkonan Beyonce í ítarlegu viðtali við tímaritið People á dögunum, í tilefni þess að hún var kjörin fegursta kona heims. „Ég þurfti að játa mig sigraða þegar ég eignaðist Blue Ivy. Það er ómögulegt að klæðast himinn háum hælum þegar ég fer á milli staða, og með frumburðinn í fanginu. Ég hef alla tíð eingöngu klæðst skóm með hælum og er þetta í fyrsta sinn sem ég kaupi mér flatbotna skó – eða í um tíu ár.“ Föstudagur Skór: Urban Outfitters Kjóll: Einvera Buxur: Gina Tricot Miðviku- dagur Skór: Dolce Vita Buxur: Urban Outfitters Peysa: Urban Outfitters Dugleg að endurnýja fataskápinn Nauðsynlegur fylgihlutur fyrir konur Fyrrum raunveruleikastjarnan og nú hönnuðurinn, Nicole Richie, segir að höfuðskraut sé fylgihlutur sem allar konur þurfa að eiga. „Konur eyða miklum peningum í að skreyta á sér fæturna með fallegum skóm. Afhverju ekki að gera það sama fyrir höfuðið?“ Nicole klæðist höfuðskrauti ósjaldan þessa dagana og segir að mikilvægt sé að velja fötin fyrst áður en höfuð- skraut sé valið.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.