Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 72

Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 72
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Yfir 100 þúsund eintaka múrinn Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur selt yfir hundrað þúsund eintök frumraunar sinnar My Head is an Animal samkvæmt upplýsingum frá Nielsen Sound- scan sem heldur utan um upp- lýsingar um plötusölu vestanhafs. Diskurinn hefur selst í 95 þúsund eintökum í Bandaríkjunum og Kanada en hæst komst hann í sjötta sæti á Billboard-listanum bandaríska. Auk þess hafa yfir ellefu þúsund eintök selst hér á landi frá því að diskurinn kom út síðasta haust. -óhþ Íslensk ljóðlist í enskri þýð- ingu Út er komin hjá Sögu forlagi úrval enskra þýðinga Bernards Scud- der á íslenskum ljóðum. Það ber heitið Icelandic Poetry: Transla- tions by Bernard Scudder. Útgáfan er mikil að vöxt- um, rúmar 400 síður og þræðir sögu íslenskrar ljóðlistar allt frá Völuspá og Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar til ungskálda dagsins í dag. Í bókinni eru ljóð eftir 68 skáld. Scudder lést árið 2007 aðeins rúmlega fimmtugur en hann var síðustu árin aðal- þýðandi Seðlabanka Íslands. Hrósið ... ... fær Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, sem hefur ferðast um landið til að safna þrjátíu þúsund röddum Íslendinga. 8499 Scudder Mömmuklám á leið til Íslands Forlagið tryggði sér í vikunni sem leið útgáfu- réttinn á bókinn Fifty Shades of Grey sem hefur notið gríðar- legra vinsælda í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bókin er sú fyrsta í erótískum þríleik og virðast heimavinnandi húsmæður kunna sérstaklega vel að meta hana. Vegna þessa hefur bókin fengið viðurnefnið „mömmuklám“. Höfundurinn er E L James en hún er breskur sjón- varpsframleiðandi, húsmóðir og móðir. Athyglisvert verður að sjá hvort „mömmuklámið“ verði jafn vinsælt meðal íslenskra kvenna og kynsystra þeirra í öðrum löndum. -óhþ www.rumfatalagerinn.is GÓÐUR SVEFN VEITIR GÓÐA LÍÐAN! TILBOÐIÐ GILDIR TIL 06.05 ROYAL QUEEN AmERísk dýNA Vönduð og góð, miðlungsstíf dýna með fallegu áklæði. Í efra lagi er áföst 14 sm. þykk yfirdýna. Í neðra lagi eru u.þ.b. 200 LFK pokagormar pr. m2. Tvöfalt gormalag sem eykur endingu og þægindi. Fætur fylgja með. Fæst einnig í stærð 120 x 200 sm. 139.950 KÁRI STEINN KARLSSON HLAUPARI 153 X 203 SM. FULLT VERÐ: 159.950 109.950 SPARIÐ 50.000 153 X 203 SM.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.