Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
127
verka, er gfefiö. 11. Tennur burstaöar. 12. Slökt ljós kl. ioj4 e. m. 13. Fær
heita drykki ef hann getur ekki sofið, en eftir eftir kl. 2 aö nóttu að eins
vatn. 14. Ekki vekja sjúkl. fyr en kl. 7 aö morgni. 15. Fær þá heitt vatn
aö drekka. 16. Tennur burstaöar. 17. Pipa sett ef hægöir eru ekki komn-
ar kl. 7þL iS. Kl. 8)4 gefiö morfín-atropin. 19. Séð um að blaðra sé
tæmd. 20. Operation kl. 9.
Á þenna hátt kemur sjúkl. hress og hvíldur til operationar og vefir
hans eru ekki uppþurkaðir, en melting sem næst því, sem eðlilegt er.
Sé stenosis pylori er rétt að skola magann kvöldið áður og gefa eftir
það lítið að drekka.
Við operationir á gallvegum er rétt að gefa hexamin í viku á undan
til Jiess að hreinsa gallvegina, en sé gula, þá eru 5 ccm. af 10% sol. chlor.
calcici gefnir intravenöst 1 sinni á dag í 3 daga (vörn gegn blæðingum)
og glucose gefin til þess að verjast insuff. hepatis c. 37 grm. -f- 4 grm.
bicarb.-natr. i 1 líter vatns per rectum.
Þegar bráðan ber aö um operation, þá er litið 'hægt að undirbúa, og
þaö var það, sem fyrst benti mönnum á gallana á laxeringunum o. f 1., því
að það kom oft í ljós, að þeim sjúkl. leið miklu betur, sem opereraðir
höfðu veriö í snatri.
Ekki skal operera menn meðan shock er sem mest, t. d. strax eftir
perforationir á innýflum, heldur bíða 1—2 kl.tíma og gefa vænan morfín-
skamt og sjá um að sjúkl. hitni. Við appendicitis acuta, sérstaklega hjá
börnum, sem litlar eitranir þola, er rétt að nota tímann, meðan á undir-
búning undir op. stendur, til þess að gefa glucose pr. rectum.
G. Th.
Anti-beriberi vitamin isolera'ö. (Geneeskundig tijdschirft voor Neder-
landsch Indié, deel 66, afl. 4. 1926; referat í Nederlandsch tijdschrift voor
geneeskunde, 16. april 1927).
Oft og víöa hefir verið reynt aö isolera vitamin, en ekki tekist. Það
má því teljast stórviðburður, að nú hefir tveim Hollendingum, Jansen og
Donath, i Batavíu á Java, tekist að framleiða kristalliskt anti-beriberi
vitamin. Meö flókinni aðferð, sem tók yfir marga mánuði, gátu þeir unn-
ið hér um bil 100 mgr. af þessu kristalliska anti-beriberi vitamini úr
300 kg. af hrisgrjónahýði. Bræðsluhiti var ákveöinn 250° C. Meö gull-
kloridi fékst kristalliskt dobbelsalt. Ef H2S er leitt yfir þetta salt, fæst
vitamin-hydroklorid. Til þess að prófa verkanir hins nýja efnis, brúk-
uðu þeir hrísfugl einn litinn. Þeir fuglar fá undantekningarlaust poly-
neuritis (beri-beri) á 9—12 dögum, ef þeir eru fæddir á hýddum hrís.
En 0,003 m&- á. dag af hinu nýja efni nægði til þess að koma í veg
fyrir að fuglarnir veiktust. Reiknaðist þeim, að þetta muni samsvara
0,5 mg. af vitamini á dag fyrir manninn.
Formula þessa vitamins er samkv. Jansen og Donath : Cr,H10ON2, og
]iað inniheldur sennilega annaðhvort imiidazol- eða pyrimidine-kjarna.
Formúlan er tiltölulega einföld, og því ekki ólíklegt, að takast megi
að búa efnið til synthetiskt með litlum kostnaði. E11 fyrst um sinn ætla
þeir Jansen og Donath að búa til praeparat, sem inniheldur í einu gr.
hið nýja vitamin, úr 30 gr. af hrísgrjónahýði, og á það að nægja til þess
að verja menn beriberi. B. Ó.