Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 12
6 LÆKNABLAÐIÐ Læknavottorð. Erindi flutt í Læknafélagi Reykjavikur 13. febr. 1928. Eftir Níels P. Dungal. Maður, sem eg þekki vel, sag'ði mér í fyrra sögu, sem varð mér tölu- vert minnisstæð. Hann átti hús i smíðum, og voru þar meðal annars 2 feðgar í vinnu. Þeir fengu hvor um sig 108 kr. í vinnulaun, á viku. Þeir unnu háðir vel og har ekki á öðru, en að báðir væru vel vinnufærir menn. En faðirinn fékk á hverjum mánuði 300 kr. í fátækrastyrk, umfram kaupið. Fátækraíulltrúarnir kornust einhvern veginn að því, að maður- inn hafði fengáð vinnu og vann vel fyrir sér, svo að þeir fóru að tregðast við að greiða honurn styrkinn, og þar kom, að honum var neitað styrks- ins úr bæjarsjóði. Maðurinn gerir sér þá lítið fyrir, leggur niður vinnu, fer heim og sækir þar vottorð. sem hann átti um það, aö hann hefði snert af brjósthimnubólgu og mætti ekki vinna. Sá sem húsið átti, gekk á eftir tnanninum til að reyna að fá hann til að taka itpp aftur vinnuna, en við það var ekki komandi; 1)ar |tó ekki á nokkrum lasleika hjá manninum, frekar en meðan hann hafði verið að vinna. Upp á þetta vottorð fékk svo maðurinn aftur sínar 300 kr. á mánuöi eins og áður, og þótti betra að fá þær fyrir ekkert heldur en 4<x> kr. með striti. Nú fylgdi það sög- unni, að vottorð mannsins hefði verið orðið nokkurra mánaöa gamalt. Ef maðurinn hefir verið vinnufær, sem alt útlit er fyrir, þá er sökin i þessu tilfelli ekki hjá lækninum, heldur hjá bæjarfulltrúunum, að taka gilt vottorð, sem gefið er fyrir löngu, og þarf alls ekki að gilda þegar það er lagt fram. Eg Itýst við, að þetta sé ekki einsdæmi, aö vinnufær maður hafi læknis- vottorð um að liann megi ekki vinna. Eins og af ]>essu dæmi sést, geta slxk vottorð orðið dýr, en það er auðvitað ekkert við það að athuga, þar sem vottorðið er réttmætt. En það er víst óhætt að fullyrða, að margir reyna að misbrúka ábyrgðina, sem á lækninum hvílir við slíkar vottorða- gjafir. Okkur hefir víst öllum blöskrað að sjá, hve mikið fé fer til fá- tækraframfæris hér í bænum, enda mun varla nokkursstaðar dæmi til, að þurfamenn séu eins riflega styrktir eins og hér. Nú bera skýrslurnar um fátækraframfæri það með sér, að hér um bil helmingurinn af öllum sveitarstyrk er veittur vegna veikinda, eöa á þessu ári um 200.000 kr. Þetta er mikið fé og mikil ábyrgð, seni hvílir á þeim mönnum, sem nieð það eiga að fara, en þaö eru að miklu leyti læknarnir. Það hlýtur að vera mikil vinna að gegna fátækralæknisstörfunum í bænum, og það hlýtur að vera illa borguð vinna, ef það er satt, sem eg hefi heyrt, að íátækralæknarnir fái ekki nema um 800 kr. á ári hvor. Það væri varla nema eðlilegt, þótt eitthvað yrði fljótfærnislega gert, þegar ætlast er til mjög mikillar vinnu af þeim fyrir svo litla þóknun. Eg held, að bærinn stæði sig vel við að greiða fátækralæknunum meiri laun, svo að þeir geti gefið sér meiri tíma til að sinna þessum störfum. Þá eru það önnur vottorð, sem rnjög rnargir læknar syndga á, og það eru hjúskaparvottorðin. Bæjarfógetinn hér heimtar altaf læknisvottorð af hjónaefnunum, áður en hann pússar þau saman, og aldrei stendur á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.