Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 29 mjólkin hlaupi í maganum, er lítiö eitt af citr. natric. sett í hvert glas. i'eskeiö af duftinu er gefin í vatni, vel hræröu út, 2. hvern klukkutíma, eftir mjólkurglas. Tvær teskeiðar eru teknar áöur en sjúkl. fer að sofa, og ef hann vaknar, á hann að taka inn duft. Aöra vikuna er duftiö gefiö inn 4—5 sinnum á dag, en eins á kvöldin og 1. vikuna. Nú má fara að gefa egg út í mjólkina og bæta smátt og smátt viö brauði og smjöri og rjóma. Þriöju vikuna er duft gefið 3—4 sinnum á dag og lika um háttatíma. Nú rná bæta við fiski og dálitlu af kartöflum. Fjóröu til sjöttu viku er duftið tekið 3 sinnum á dag, seinasti skamt- ur undir svefn. Nú má bæta við ýmsum léttum fæðutegundum og öll ein- kenni ættu að vera horfin. Næstu sex vikurnar er duft tekið 2—3 sinn- um á dag, og hætt síðan við það, nema undir svefn ætti að taka þaö um langan tima. Stundum koma smáköst af ulcus-einkennum, sem standa stutt, og ættu sjúkl. þá að lifa á mjólk eingöngu i 1—2 daga og taka inn duftið 4—5 sinnum daglega. Varast skyldi að borða mjög mikið í einu. Tóbak veldur mjög oft magaeinkennum og ættu sjúkl. að hætta við það, og sama er að segja um alcohol. Greininni fylgja 11 sjúkrasögur með röntgenmyndum og sjást djúp sár í nische) á sumum þeirra og hefir öllum sjúkl. Iiatnað vel við þessa með- ferð. G. Th. J. Heyman: Radiological or operative treatment of cancer of the uterus. Acta radiologi.ca. Vol. VIII. Fasc. 5. 1927. Höf. er skurðlæknir við Sabbatsberg Sjukhus í Stokkhólmi, en hefir jafnframt i mörg ár haft á liendi radiumlækningar við cancer uteri, undir forustu próf. G. F o r s s e 11 s, á R a d i u m b e m m e t i Stokkhólmi. Hér fer á eftir útdráttur úr fyrirlestri, er dr. J. H e y m a n flutti á fundi norrænna skurðlækna í Gautaborg í júnímán. '27 Spurningunni um skurðlækning eða geislalækning við cancer uteri verð- ur ekki svarað, nema með því að kynna sér skýrslur um þessi efni. Nú hafa birst svo rniklar skýrslur um þessar lækningar, að auðið er að gera samanburð á árangrinum af geislalækning og skurðlækning á cancer c o 11 i uteri. Samanburður er þó erfiöur, vegna þess að skurðlækning hefir aðallega verið reynd við c. uteri i hyrjun sjúkdómsins, en geisla- iækning þegar meinið hefir gripið meira um sig. Cancer colli uteri. Höf. hefir safnað öllum meiri háttar skýrsl- unr, sem til hefir náðst, um árangurinn af skurðlækningum á c. colli uteri. Bata hafa fengið 20,2% sjúklinganna. Á hinn bóginn hafa 20,7% fengið bata, af þeirn sjúklingum, sem Radíum- og (röntgen-)Iækning hlutu á Radiumhemmet í Stokkhólmi. Við þennan samanburð er að athuga, að ca. 58% af konunum, sem skornar voru, töldust skurðtækar („operabel"),* en aðeins 26% af þeim, sem geislaðar voru með radíum. Höf. þykist þvi mega draga af þessu þá ályktun, að radíumlækning taki skurðlækn- ingunum fram, með því fyrirkomulagi á geislalækningunum, sem notað cr á Radiumhemmet, við c. colli uteri. * Eg kem ekki fyrir mig, að læknar hafi hingað til átt orð um „operabel", og hefir mér komið til hugar, að „skurðtækur“ geti táknað þessa hugmynd. — Þýð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.