Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 13 tökum á lækningu og heilsufræðisuppeldi hinna mýmörgm breysku manna og kvenna í London, sem þurfa lækningar viS og leita á náSir lækninga- stofunnar miklu viS St. Thomashospital. En ekki sist dáSumst viS aS þeirri hagsýni, sem þar lýsti sér undir stjórn hans. Þarna koma margir tugir þúsunda árlega til lækninga, og gildir aö taka réttum tökum, svo aS ekki fari alt í óreglu, og munar miklu um kostnaS allan, ef óhóflega er fariS meS efni og áhöld. Alt var óbrotiS og jafnvel fátæklegt, en svar- aSi fyllilega tilgangi sínum. Loks vil eg nefna hinn efnilega unga gerlafræSing próf. B r o w n i n g frá Glasgow og Dr. L y s t e r, sem fluttu ágæt erindi um mentun em- bættislækna, og próf. K e n w o o d, sem er meS lifi og sál í sinni sér- fræSi, sveitahygienunni, og fór meS okkur út um hina merku og blóm- legu sveit, Bedfordshire, sem er sannnefndur matjurtagarSur og aldin- garSur Lundúna. Skal eg seinna gera nánar grein fyrir ýmsum málum þeim, sem á dag- skrá voru, og sem sérstaklega vöktu athygli mína. Af okkur, þátttakendum námskeiösins fluttu þrir erindi. Próf. S o u s a sagöi okkur skemtilega frá heilbrigöisháttum í Brasilíu og frá starfi sínu viö heilsufræSisstofnunina, sem hann veitir forstööu. Sérstaklega var gaman og fróSlegt aö sjá lifandi myndir, er hann sýndi okkur af eitur- nöörum og eitruSum köngulóm, verkun eitursins á ýms dýr, og hvernig takast má aö búa til serum gegn eiturtegundunum. Þá flutti Dr. F y f e, héraSslæknir frá St. Andrews á Skotlandi erindi um fyrirmyndar sam- vinnu, sem hann hefir komiö á fót milli sín og hinna praktiserandi lækna héraSsins, til aö koma í veg fyrir sóttir og halda góSri reglu um sótt- varnir. Loks flutti eg erindi um ísland og heilsufar þar fyrrum og nú, eins og eg vissi best. Sýndi eg allmargar góöar skuggamyndir og línurit, og var þessu sérlega vel tekiö. (Meira). Blóðtr&nsfusionir. Eftir Jónas Sveinsson, héraðslækni. Sem kunnugt er, höföu fornmenn hina mestu trú á lækningakrafti blóSsins. TrúSu þeir því, aö þor, þróttur og hverskonar kyngikraftur hefSi þar aSsetur sitt. Mun trú sú enn viS líSi hiá almenningi. Af þess- um eöa öSrum ástæSum geröu læknar fyrr á tímum tilraunir meS blóö- lækningar. Herma sögur frá því, aö fyrsta blóStransfusionin hafi veriS gerS í París áriS 1650. Segir sagan ennfremur, aö presta og lækna hafi deilt nijög á um. hvort nota skyldi fremur dýra eSa mannablóS. Klerk- ar báru sigur úr býtum, og var lambsblóSiö notaS. í þá daga var lambs- blóS taliö hreinna, en annara dýra blóS, og því öruggara til þessara stór- ræSa. Tilraun þessi mishepnaöist, sem og margar slíkar, sem síSar voru geröar. LagSist þvi aögerS þessi smám saman niSur, og eigi eru mörg ár síöan hún var aftur upp tekin. Þykir hún nú eitt meö sniöugustu lækn- ingabrögSum, í höndum þess er meö kann aö fara.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.