Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 31 þessum efnum sem svo mörgum öörum, en hitt ætlar jafnan aö reynast torvelt, aö koma almenningi í skilning um, s y n d i n a, kyrking nýgræö- ingsins, af því aö þetta er ekki gert, af því aö hann er ekki varinn gegn skaðlegum áhrifum, eins og vera ber. Bækurnar eru prýöilega skemtilegar aflestrar, meö mörgum mynd- um, og mannsblær og mannsbragur á þeim. 26. janúar 1928. Ól. Ó. Lárusson. Goshanar. — Sleifarlagið. Þegar eg og mínir jafnaldrar voru í skóla, skeöi þaö stundum að viö uröum þyrstir. Til að bæta úr því var gengið í tunnu sem stóð í skúrn- um — opin fyrir öllu og öllum — og drukku „allir hér af“, úr stóreflis trésleif. Úr sleifinni drukkum viö, án nokkurs manngreinarálits, hver eftir annan. Sumir af okkur höföu tær- ingu, sumir ekki, eins og gengur. Síðan er nú rnargt og mikiö skeö á Fróni, og- flestir ef ekki allir skól- ar i Reykjavík, hafa nú sennilega fengiö sér „goshana" (er orðið boð- legt?) aö þamba af, enda hægðar- leikur, þar sem vatnsleiðsla er í hvert hús. — En hvernig er þessu háttaö í skólum úti um land? Er ekki gamla sleifarlagið þar viö líöi eins og áð- ur? Mig grunar það. Þetta þarf þó ekki svo aö vera, og þeim sem vilja bæta úr þessu sleií- arlagi, vil eg lienda á Hysingjords drikkefontæne, sem hér fylgir mynd af, og sem ryður sér mikiö til rúms hér í Noregi. Þetta er afar einfalt ,.apparat“ og kostar litiö. Vatnsgeymirinn er kassi, sem settur er upp á vegg, nokkru neðar viö sama vegg og svo langt frá gólfi, að nær meðal- liarni ofarlega i bringu, kemur skál, kringlótt í allar áttir sem horisontalt liggja, en trektmynduö upp og niöur. Niöur úr kassanum gengur pípa i bugöu sem nær niður fyrir skálina, og þaöan upp í gegnum botninn á skálinni og meö því aö kippa í dálitla festi, sem hangir niður meö ann- ari hliðinni á kassanum (eins og telpan gerir á myndinni), opnar maður loku, sem á kassabotni lokar pípunni, og streymir þá vatnið gegnum hana og beint upp í túlann á barninu. Þaö af vatninu, sem fer til spillis, rennur niöur úr skálinni, gegnum pípu og niður í fötu, sem sett er á gólíið þar undir sem pipan endar. Sumir vilja heldur hafa þessa pípu svo langa, að hún nái út eða kornist í samband viö skólprör ef nokkur eru. Þeir sem það vilja, og það er svo sem flesta, geta líka fengiö mund- laug um leið, siá myndina til vinstri handar. Vatnið kemur í hana frá sama vatnsgeymi. í gegnum pípu, seni hægt er að loka fyrir og opna eftir vild, með því að snúa dálitlu handfangi sem til þess er gert, og skólpið rennur þaðan niður í sönru fötuna sem áður er getið um, eða sömu leið og vatnið sem fer til spillis þegar drukkiö er. — Eins og sjá má, er þetta afar einfalt og kostar ca. 100 krónur. — Meðan eg var í Lyngen, fengu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.