Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 36
LÆKNABLAÐIÐ •?o Enn hafa svo fáar skurðtækar (operabel) konur lilotiS geislalækn- ing, að erfitt er að meta hver betri er, skurfi- eða geislalækning. Cancer corporis uteri. SamanburSur á skurölæking og geisla- lækning við corpus-cancer er erfiðari en við collum-cancer. Eftir skurð læknast 58,8% af skurðtækum sjúklingum. Á Kadiumhemmet hafa lækn- ast 60%, með geislalækning. Árangurinn má því heita sá sami. G. Cl. Smágreinar og athugasemdir. Dánarfregn. Nýlátinn er J o h a n n e s E i b i g e r, prófessor i líffæra- meinfræði við háskólann i Kaupmannahöfn, sextugur aö aldri. Hann varð jn'ófessor árið 1900 og jafnframt prosector við Friðriksspítala og seinna við Ríkisspítalann. Fibiger er kunnastur fyrir rannsóknir sínar á krabba- meinum og á seinni árum vann hann nær eingöngu, auk kenslunnar, að þeim. Honum tökst að framkalla krabbamein í mögum á rottum, með þvi að láta þær éta kakerlakka, sem í voru sníkjuormar, er boruðu sér inn í slimhúð magans og leiddu til krabbameina. Hann framkallaði líka tungukrabbnmein í rottum með því að láta þær jeta þurra hafra, ó])reskta, en við það stungust hýðisnálarnar inn í tunguna aftanverða, og varð með tímanum að krabbameini. Fyrir þessar rannsóknir sínar og fleiri var hann árið 1927 sæmdur Nobels-verðlaunum í læknisfræði. — Krabbamein varð honum að bana. G. Th. Góðar bækur. 1. The expectant Moíher and Baby’s first Month by F. Truby King, President of the Royal New Zealand Society for the Health of Women and Children. -— Macmillan & Co., Limit., London. Verð: 2 shill. 2. Feeding and care of Baby. — Sami höfundur og útgefandi. Verð- ið sama. í síðasta Læknablaði. bls. 182 stendur: „Finst nú vart nokkurt land n e m a Nýja-Sjáland með minni barnadauða en hér hefir verið síðustu árin.“ Þessi orð komu mér til að minnast þessara bóka hins ágæta höfund- ar, sem urn margra ára skeið hefir staðið fremstur í flokki í baráttunni gegn ungbarnadauða þar. og þakka menn nú honum mest þann ágæta árangur, sem orðinn er þar á |)essu sviði, og öllum þjóðum er til fyrir- myndar og eftirbreytni. Ivenningar höfundarins og aðferðin til að fræða og kenna mæðrunum meðferð ungbarna, hafa einkum upp á síðkastiö rutt sér til rúms í ensku- mælandi löndum og víðar, jafnvel í Danmörku, þar sem þær nú eru i byrjun. (Sbr. Ugeskr. for Læger, Nr. 47. s.l. ár). Þessar tvær bækur höfundarins um meðferð ungbarna eru taldar meðal hinna bestu sem ritaðar hafa verið um þau efni, enda byrgja þær marg- an þann brunn, sem börnin hafa áður dottið í. Það er með kenningar höfundarins eins og eggið hans Kolumbusar. Málið er ofur einfalt og óbrotið, sem sé að fylgja lögum náttúrunnar i

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.