Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 14
8 LÆKNABLAÐIÐ lega geta menn altaf oröiö geðveikir. En þaö er ekki það, sem veriö er aö spyrja okkur aö i slíkum tiífellum, heldur hvort þeir séu í raun og veru veikir. Og þó aö um minni háttar lasleika sé aö ræöa, eöa graviditet, er það ekki næg ástæöa til aö losa menn við fangelsisvistina, enda er í almenna hluta hegningarlaganna frá 1869 gert ráö fyrir og tekiö fram, aö undir þessum kringumstæöum skuli láta mann, sein hefir veriö dæmd- ur i þyngri refsingu (vatn og brauö eöa betrunarhússvinnu), fá venju- legt fángaviöurværi. Þá stöndum viö oft í miklum vafa um, hvernig vottorö við eiguin að gefa, þegar viðkomandi kvartar yfir einhverju, sem viö getum ekki fund- iö neina ástæöu til, eins og t. d. bakverk eöa höfuöverk, sem maöurinn segist altaf fá, ef liann fer aö vinna, og vill því fá vottorö um aö hann þoli ekki vinnu. Eg fyrir mitt leyti vil ekki gefa slík vottorð, þar sem maður hefir ekkert að halda sér við, annað en umkvartanir sjúklingsins, subjektiv einkenni, sem maður getur ekki einu sinni verið viss um, að viðkomandi segi rétt frá. Jafnvel þó að maður finni eitthvað, sem skýrt geti umkvartanirnar, eins og t. d. pleurasamvexti eftir brjósthimnubólgu hjá manni sem kvartar um verk í síðunni, svo aö hann þoli ekki að vinna, þá er þar fyrir alls ekki sagt, að viðkomandi sé óvinnufær fyrir því. F.g hefi líka rekið mig á. að maður skal fara gætilega í að gefa vott- orð um áverka, og get sagt ykkur lærdómsríkt dæmi upp á það. Nokkru áður en eg fór utan 1924 kom til min bílstjóri og bað mig að koma með sér til manns, sem hann hafði ekið á og meitt á fæti. Við skoðunina kom í iiós, aö önnur fibula var brotin. Eg stundaöi manninn, sem var kominn á 70. aldur, um mánaðartíma, og fór þá utan. Vegna ]>ess að eg hafði stundað sjúklinginn, baö hann mig aö gefa sér vottorð um áverkann, áður en eg sigldi, þvi að hann ætlaði aö leggja það fram i rétti í skaðabóta- máli móti bílstjóranum. Eg gaf svo vottorð um áverkann, og tók þar fram að lokuni, að sennilegt væri, aö sjúkl. yröi ekki alveg jafngóður eftir áverkann þar sem hann væri orðinn þetta gamall. Nú frétti eg ekk- ert af þessu fyr en rúmu iþ$ ári seinna, við heimkonni mína. Þá er eg beðinn að koma á þetta sama heimili, og fólkið fer að segja mér frá, að það hefði unnið málið og fengiö um 900 kr. í skaðabætur. Mér þótti það vel borgað. En þegar eg fór að tala við bílstjórann blöskraði mér þó meir, því að hann sagðist hafa orðið aö liorga töluvert á 3. þúsund krón- ur í skaðabætur og málskostnaö. Þegar eg svo fór aö spyrja lögfræðing gamla mannsins hvernig á ]>essu stæði, sagði hann mér, að skaðabæturnar heföu oröið svona miklar upp á vottorð mitt. (Mismunurinn á útlátum bílstjórans og greiðslunni til gamla mannsins lá í því, að lögfræðingur- inn hafði tekið málið aö sér með þeinr kjörum, að sjúkl. þyrfti engin málflutningslaun að greiða, ef málið tapaðist, en lögfræðingurinn fengi hinsvegar ákveðinn hluta af skaðabótunum. ef málið ynnist). í þessu tilfelli er ]ió ekki eiginlega vottorðinu um aö kenna, heldur miklu frekar misbrúkun á ]iví. Auðvitað hefði átt að heimta nýtt vott- orð, áður en málið var dæmt. Við getum ekki gert að því, þótt þau vottorð, sem við gefum, sé mis- brúkuð af öðrum, en það sýnir okkur, að þvi rneiri er þörfin á að við getum alt af staðið við okkar vottorð. En við getum ekki neitað því, að surnir hafa verið nokkuð léttúðugir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.