Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 17 orönar ákveönar. hin ágætu áhrif blóötransfusiona á vissa sjúdöma vís- indalega sönnuö. • Blóötransfusionir ber fyrst og fremst að nota við skyndilegar blæð- ngar, sé lífi sjúklinganna af þeim ástæöum hætta búin. Gildir þar einu hver ætiologian er: Trauma, tuburuptur, placenta prævia, atoniskar blæð- ingar, ulcus ventriculi, lungnablæöingar. Acutum blæðingum fylgir iðulega schock vegna vasomotoriskra lamana. Eiga blóðtransfusionir því vel við þar. Auk þess sem slík blóðtransfusion getur bjargað lifi sjúklingsins, styttist rúmlega og reconvalescents. Mætti því auk vital indicationa tala um social indicationir. Ennfremur þykja blóötransfusionir koma að góðu liði við chron. anæ- miur, hvort heldur er um að ræða posthæmorrhag. chlorose, anæmia perni- ciosa eða eftir infections-sjúkdóma, lues eða malaria. Skoðanir lækna hafa raunar verið nokkuö skiftar um gagnsemi transfusiona viö anæmia perni- ciosa. Við Jíá veiki skiftist á góð og slæm líðan, sjúkdómurinn oft re- mitterandi. Blóðtransfusionir þykja koma að bestu liöi við þá veiki, ef gerðar eru í byrjun kasts, með þvi móti má lengja hinar „góðu periodur“. Eftir hverja transíusion hressast sjúklingarnir, um skemri eða lengri tíma. Matarlyst og þróttur eykst, og rauðu lilóðkornunum fjölgar. Ágætt þykir jafnframt aö nota lifrartherapie, sem allmjög er farið að nota á seinni árum. Á hinum stærri sjúkrahúsum erlendis, er það oröin venja, að gera blóð- transfusionir á sjúklingum, sem operera þarf, séu þeir anæmiskir vegna lilæðinga. Séu atvik eigi mjög knýjandi, er uppskurðinum frestað um skemri eða lengri tíma, og reynt með transfusionum að hressa sjúkling- inn við. Á klinik Eiselsbergs er það iðulega siður, eftir stórar operationir, t. d. magaresektionir, að transfundera 3—500 grömmum í hinn nýuppskorna sjúkling. Við barnasjúkdóma eru blóðtransfusionir og allmjög notaðar, nú orð- iö; hefir próf. M o 1 1 í Wien gerst þar brautryðjandi og lætur vel af. Bestan árangur hefir hann viö alimentærar anæmiur barna, cystopyelitis með pyuri, og ennfremur við anæmiur eftir infectionssjúkdóma, alls- konar. Donor: Annaðhvort foreldranna. Hann transfunderar í senn c. 15 ccm. per kiló. Transfusionir þessar gerir hann jafnt á korungum börn- um sem eldri. A læknaþinginu í Innsbruck síðastliðið sumar, var mikið rætt um blóðtransfusionir og árangur ])eirra. Var þar meðal annars rætt um hinn góða árangur viö bruna á þriðja stigi. Nokkrir læknar þar skýrðu írá sjúklingum með stórum brunasárum, sárum er tóku yfir 50—66% af yfirborði likamans Eftir fyrri reynslu hefði sjúklingum þessum eigi verið lífs auðiö, en eftir blóðtransfusionirnar brá svo við, að þeir hrest- ust fljótt og náðu góðum bata. Enn er einn sjúkdómur, er blóðtransfusionir hafa reynst ágætlega við. Á eg þar við Hæmophilie. Sjúkdómur þessi kemur snemma i ljós, venju- lega í ungbömum. Talið er. að hann erfist ávalt frá móður, en eigi frá föður, jafnvel þó hann sé hæmophil. Á klinik Eiselsbergs kynt- ist eg meðferð nokkurra slíkra sjúklinga, flestum á 1. ári. Blóðtransfu- sionir voru undantekningarlaust notaðar. Faðirinn gaf ávalt blóð, ca. 2—300 grm. Dælt var inn í vena saphena. Virtist ganga ágætlega (stað- deyfing). Próf. B r e i t n e r, fyrsti aðstoðarmaður Eiselsbergs,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.