Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 16
IO LÆKNABLAÐIÐ ir, til aS kynna sér vissar sérfræ'Sigreinar, svo sem skólaheilbrigöisfræSi, geSveiki, berklaveiki, næma sjúkdóma, gerlarannsóknir o. s. frv. I þetta skifti var fyrirkomulagiö þannig, aS fyrirlestrar voru haldnir í ýmsum greinum og umræöufundir á eftir, en þess á milli fariö meö allan hópinn um Lundúnaborg og nágrannasveitir til aö kynnast ýmsum stofnunum og heilbrigðisráöstöfunum. ViS mættum stundvíslega kl. io á morgnana í fundarsal tilheyrandi „The Society of Medical Offirers of Health“, í byggingu einni viö Russel Square, nálægt miðbiki borgarinnar. Hlýddum viö þar venjulega á tvo fyrirlestra til hádegis, en mættum síöan aftur kl. 3, til umræðufundar út af efni fyrirlestranna. En suma dagana voru engir fyrirlestrar, heldur ferSir um borg og bý. Þaö fór vel um okkur þar sem viö sátum þarna í leðurfóðruöum stól- um viS græn langborð, eins og piltar í bekk, og hlýddum á fyrirlestrana. Og það var góö tilbreyting í því, aö umræöuefnin voru margvísleg og nýir og nýir menn sem töluðu. Það leiS ekki á löngu, áöur en við 19 kollegarnir uröum eins og bekkj- arbræSur meö sameiginlegri félagssál eða „esprit de corps“. Venjulega komu aö auki nokkrir læknar og fræöimenn, til aö hlýða á fyrirlestrana meö okkur. Viö sátum þarna eins og þekkir skólapiltar, en þó meö þeirri tilfinn- ingu, aö skólareglur væru ekki strangar, því t. d. var settur öskubikar á borðið fyrir framan hvern okkar, og þar meö gefið í skyn, aS tóbaks mætti neyta. Notuðu margir sér þetta írjálsræði, en þó í meira hófi en stundum geröist foröum í Reykjavikurskóla, þrátt fyrir bann. II. Skal eg nú nefna alla þátttakendur, stööu þeirra og heimilisfang: Frá Bandaríkjunum: D r. Paul Preble, i þjónustu heilbrigöisstjórn- ar Bandaríkjanna. — Brasilíu: Prófessor Geraldo H. de Paulo-Souza, for- stöðumaður rannsóknarstofunnar í San Paolo. — Checkoslovakíu: D r. Joseph Vesely, ráðunautur heilbrigöis- stjórnarinnar í Prag. — Frakklandi: Mlle D r. H e n r y, læknir viS umsjá mæðra og barna í París. — Hollandi: D r. G. P. W y n m a 1 en, skólalæknir í Amsterdam. — írlandi: D r. J. M. M c C 1 o y, ráðunautur heilbrigöisstjórnarinnar í Belfast; D r. J. J. Dennehy, berklavarnastjóri í Waterford- sýslu; D r. P. L. L a n e, berklavarnalæknir í Limericksýslu. — Júgóslavíu: Dr. Dobroslav Stanarevics, formaöur heil- brigöisrannsóknarstofunnar í Nis. — Kenya (Austur-Afríku) : D r. R. N. H u n t e r, yfirlæknir í heil- brigðisráSinu í Kenya. — Norvegi: Dr. Reinert Myhre, borgarlæknir í Stavangri. — Skotlandi: D r. A. Fyfe, héraöslæknir frá St. Andrews. — Sviss: Prófessor W. Silberschmidt, forstöðumaður heil- brigöisrannsóknastofunnar í Zúrich. (Seint á námsskeiðinu þurfti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.