Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 26
20 LÆKNABLAÐIÐ' kvartslampa, — hafa ennfremur sýnt, aö venjulegt rúöugler eySir alger- lega D-vítamín-verfcun þeirra. Kvartslampinn er þegar mikiS notaSur viS hænsnarækt í Ameríku. A vetrum, þegar ungarnir þola ekki aS vera úti, sökum kulda, veikjast þeir og hrynja niSur af beinkröm. Séu þeir geislaSir ca. 20 mínútur á dag, stingur alveg í stúf. Georges Mouriquand, prófessor í heilsufræSi barna viS há- skólann í Lyon, hefir gert miklar og merkar rannsóknir um verkun út- fjólublárra geisla á spasmofili. Spasmofili og beinkröm fylgjast afar oft aS, enda er nú sannaS, aS orsökin til beggja sjúkdómanna er hin sama, sem sé truflaS kalk- og fos- fór-jafnvægi í líkamanum. KalkþurSin virSist vera aSalástæSan til sjúk- dómanna. (En fosfór er nauSsynlegur, til aS kvrsetja kalkiS, þar sem þaS er í líkamanum, aSallega sem fosföt). ÞaS hefir fundist, aS hjá börnum meS latent spasmafili er calcium con- centration í blóSi og taugum mjög lækkuS; fari kalkiS niSur fyrr ákveS- in takmörk, byrjar veikin þegar aS gera vart viS sig. Calcium, fosfór og þorskalýsi hafa lengi veriS þekt sem aSalmeSul gegn ofannefndum sjúkdómum. Nú hefir prófessor Mauriquand notaS útfjólubláa geisla frá kvarts- kvikasilfurlampa viS spasmofili. Hann tejur geislunina nærri einhlíta, og langt urn öruggari en áSur þekt therapeutica. Prófessor Mauriquand telur samband útfjólublárra geisla og kalkjafn- vægis merkustu nýjungamar, sem komiS hafa fram í læknsfræSinni í langan tima. Og hann bendir á væntanlega þýSingu, sem þetta hafi fyrir berklalæk.ningarnar, þar sem þaS er sannaS, að kalkskortur veiklar stór- um mótstöSu gegn berklabakteríu. Sjúklingar meS tetanie hafa lækkaS ljlóScalcium, eins og spasmofili- sjúkl., og yfirleitt er álitiS, aS þaS sé orsök veikinnar, hvort sem um er aS ræSa idiopathiska tetania eSa parathyreo-priva. í hvorutveggju tilfell- inu fellur kalk-concentrationin niSur fyrir ákveSin takmörk, áSur en einkennin gera vart viS sig. M c. C o 11 u m og V o e g 11 i n halda því fram, aS gl. parathyreoid. stjórni metabolisum kalksins, og meS því hafi áhrif á starf taugakerfisins og sennilega alls líkamans. Tetanie er aSallega barna-sjúkdómur, og alltiSur. Ameríku-sérfræS- ingur í barnasjúkdómum álítur aS 90% af krömpum hjá börnum innan 2 ára séu af tetanie-uppruna. En tetanie kemur einnig fyrir hjá fullorSn- um, og er þá aSallega bundin viS ákveSna lífsstöSu, — skósmiSir, klæS- skerar, — og veikin brýst nærri eingöngu út í janúar og febrúarmán- uSúm. ÞaS virSist liggja beint viS, aS setja þetta í samband viS útfjólu- bláa geisla sólarljóssins, þegar áhrifum ])eirra á kalkjafnvægiS er slegáð föstum. Og þaS er ástæSa til aS vænta, aS geislun geti haft góS áþrif, einnig á þennan sjúkdóm. Beinkröm og spasmofili, aö minsta kosti, eru aöallega fátækra-sjúk- dómar. Vjer getum hugsaS oss, aS áhöld eins og kvarts-kvikasilfur-lamp- inn gæti aö einhverju leyti komiS í staö þeirra fæöutegunda, sem fátæk- lingar veröa aS spara viö sig eöa vera án, svo sem mjólk, smjör, egg o. fl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.