Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 23 sljófari fyrir áhrifum eölilegs þarminnihalds og loks líka fyrir áhrifum hinna ertandi efna, þá hætta börnin aö kunna að rembast, og hægöatregö- an eykst jafnt og þétt. Viö þetta bætast svo oft afrifur í endaþarminum, sérstaklega þegar pípur meö stífum oddi eru mikiö notaöar; því nærfærin má sú manneskja vera, sem ekki særir viökvæma slímhúöina meö venju- iegri belgsprautu, ef krakkarnir stj-mpast eitthvað viö. Hjá eldri hvítvoö- ungum, einkum þeim sem neuropathiskir eru aö upplagi, getur kannske lika komið til greina psykisk áhrif frá aðstandendunum. Komist þeir í æsing jafnskjótt og einhver dráttur verður á komu hægðanna, og fari aö hafa um hönd allskonar tilfæringar til aö ná þeim, þá getur að lok- um fariö svo, aö slíkar tilfæringar fléttist svo saman við hugmyndina um defaecationina í huga barnsins, að það hætti að taka mark á öörum stimuli. — Þá má og geta þess, að obstipation er oft samfara idioti, sér- staklega er þaö ósjaldan fyrstu einkenni myxödems. — Hægðatregðu, vegna organiskra sjúkdóma í heila eöa mænu, verður vitanlega altaf aö útiloka, áður en diagn. functionel obstipation er upp kveðin. Hvaö einkennunum viðvíkur, þá eru þau aö dómi almennings mörg og margvísleg (óværö, svefnleysi, kolik-verkir, ælur, útbrot, sótthiti og krampi). En sannleikurinn er sá, að í langsamlega flestum tilfellum eru einkennin engin önnur, en lokal, þ. e. a. s. hægðatregðan. Börnin þrífast vel, líta vel út, eru kát og vær. Vindverkir eru síst algengari hjá brjóst- börnum, er tregar hægöir hafa, en hinum, er oft hægja sér. Saurinn er venjulega eðlilegur aö útliti hjá brjósthörnum, en getur þó ósjaldan ver- iö haröur og grár. Pelabörn hafa aftur á móti oft óþægindi af því aö koma frá sér gildum, hörðum drönglum, eru oft uppþembd og hafa verki. Oft er hægt aö palpera saur-tumora, ekki eingöngu í v. fossa iliaca, held- ur líka í þeirri hægri, vegna þess hve flex. sigmoidea er löng. Stundum kemur katarrhalskur þroti í slímhúö endaþarmsins og sést þá slím og jafnvel stundum blóð á saurnum. Oft er sótthiti og harðlífi sett í sam- band hvort viö annað, en þó sýnist þaö frekar vera ólíklegt að svo sé, því mýmörg eru þess dæmi, aö börn hafa ekki hægt sér svo dögum skiftir, án þess að líkamshitinn hafi aukist nokkuð. Aftur á móti er hugsanlegt or- sakasamband milli krampa og obstipationar, þannig aö verkir frá hörð- um skybala gætu valdiö þeim hjá spasmophilum börnum. Meðferðin verður nokkuö á tvo vegu eftir því, hvort um brjóstbörn eöa pelabörn er aö ræða. Hjá hraustum brjóstmylkingum, sem vel þríf- ast, er best að láta hægðatregðuna alveg afskiftalausa, og reyna eftir föngum að sannfæra móðurina um, aö barnið saki ekki, þó hægðir séu strjálar. En því miður tekst það sjaldnast, og er þá betra aö gefa henni ráðleggingar, heldur en að eiga þaö á hættu, að hún grípi til sinna eigin kerlingabóka og húsráða, eöa þvælist af vinum og vandamönnum út í polvpragmasi. Meðferðin verður aðallega diætisk, þ. e. a. s. barninu eru gefin þau næringarefni, er peristaltik örfa, en það gera öll þau efni sem sýrur mynda. Þaö er því fyrst og fremst kolvetni um að gera, t. d. grjóna- eða mjölsúpur, sættar með mjólkursykri, maltsúpuextract eða reyrsykur (ca. 25 gr. í 150 gr. súpu), gefnar 2—3 barnask. eftir hverja máltíö. Þeim börnum, sem eldri eru en 3ja mánaöa, má gefa 1—3 tesk. af ávaxtasafa, niðursköfnum ávöxtum eöa rófna- eöa kartöflustöppu. Hægöalyf á aö banna. Ennfremur er gott að láta nudda abdomen 3 sinn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.