Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 30
24 LÆKNABLAÐIÐ úm á dag, 5 min. í einu, og er þá nuddaö eftir stefnu ristilsins. Dugi þetta ekki, neyöist maöur oft til aö grípa til stólpípunnar, því sjaldan fást. mæð- urnar til að bíöa lengur en 4 daga. í pípuna er best að liafa 20—30 gr. af volgri bómolíu, og taka verður fram viö móðurina, aö nota að eins lina gúmmípípu á dæluna. Hjá pelabörnum veröur að lagfæra hægöatregöuna strax, ef saurinn er fastur í sér og haröur; sé hann linur, gerir minna til jm nokkrir dagar líöi á milli. Það er venjulega miklu auöveldara og þakklátara verk, að lagfæra hægöatregöu hjá pelabörnum, en brjóstbörnum. Hún batnar venju- lega fljótt ef mjólkin er minkuð og kolvetnin aukin. Mjólkin er látin vera þó nokkuð ininni en aldri barnsins hæfir og smáaukin aftur, er hægð- irnar eru komnar í lag. Blandaö er meö hafraseyði (2—5%) og sætt með 7—10% af sykri. Nauðsynlegt er að taka fram hve mikill sykurinn á að vera, þvi í augum almennings er hann eingöngu krydd, en ekki nær- ingarefni Ágætan árangur fær maður meö þvi að nota maltsúpuextract; er búin til úr honum súpa, sem börnunum þykir mjög góö. Extract þessi fæst í lyfjabúðunum i dósum. og er prentuö fyrirsögn meö um notkun- ina. Börnum, sem orðin eru misseris gömul, eru gefnir sætir vatnsgraut- ar, stappaðar tvíbökur, skafnir ávextir, ávaxtagrautar, súpur eöa maukar, kartöflu- eða rófnastöppur og uppstúfaö grænmeti. Sé hægöatregðan á mjög háu stigi, getur komið til mála að gefa enga mjólk um hrið, en i hennar stað áfir. undanrenning eöa súrmjólk. Hægðalyf á ekki aS nota- Katrín Thoroddsen. Læknafélag- Seykjavíkur. (Útdráttur úr fundagerðum). Aukafundur var haklinn 19. des. '27, i kennarastofu Háskólans, kl. Sí4 síðdegis. I. Samningar viö Sjúkrasamlag Rvíkur. Þórður Thor. mælti f. h. nefndar, sem kosin var i þetta mál: S. R. fer fram á lækkun á öllum gjöldum til læknanna, vegna tekjuhalla á rekstri S. R. á s.l. ári. En S. R. hefir lítinn afslátt fengiö á sjúkrahússkostnaði og lyfjakaupum. Ætti S. R. að reyna að fá meiri afslátt á þessum sviðum, og jafnvel á handlæknis- aðgerðum. Aftur á móti er ósanngjarnt aö lækka almenn gjöld til lækna, sem eru mjög !ág. Nefndin telur ekki sanngjarna lækkun á fastagjöld- um til lækna, en vill þó, til samkomulags, mæla með 10% afslætti á gjöldum einhleypra. Umræður urðu nokkrar um greiðslu fyrir handlæknisaðgeröir. Veita skurðlæknarnir S. R. 33% frá venjul. gjaldi. — Till. nefnd. um 10% af- slátt á gjöldum einhleypra i S. R. samþykt meö samhljóða atkv. II. Nefndin (M. Pét., M. Ein.. H. Hans.) í taxtamálinu, skýrði írá viötali sínu við ríkisstjórnina, í tilefni af bréfi atvinnumálaráðuneytisins. dags. 31. maí 1927, um að læknum veröi greitt samkv. héraðslæknataxta, fyrir sjúklinga, sem styrktir eru úr rikissjóði. Iiafði ekki fengist niður- staða í samningum þessum. M. Pét. bar fram svohljóðandi tillögu:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.