Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 19 I. Sumariö 1924 byrjaöi hann meö 4 hópa af 6 vikna gömlum grís- um, og voru 6 í hverjum hóp. Grísirnir voru fóðraöir á undanrenningu og fóöurbæti, meö 97% maís, 2% kolsúrt kalk og 1% matarsalt. Maisinn í fóðurbæti tveggja hópanna var gulur, hinna tveggja hvitur. Tilraunin stóð yfir í 6 mánuöi; allan þann tíma hafði annar guli* og1 annar hvíti hópurinn aðgang að beru lofti og sól. Hinir hóparnir höfðu aðgang að jafnstóru, yfirbygðu svæði. Nærri öll hvítu dýrin, bæði þau sent sólar nutu og hin, veiktust af lungnasjúkdómi, sem drap 5 þeirra. Gulu dýrin, sem sólar nutu, veiktust ekki, og af hinum 6 gulu, sent inni- byrgð voru, veiktust 5 meira eða minna af beinkröm. Við slátrun var öskuefni í beinum geisluðu dýranna 54,3%, í beinum hinna 49,3%. — Blóðfosfór var í nóventber hjá geisluðu dýrunum 5,36, hjá hinum 3,02. fTölurnar merkja mgr. af hreinum fosfór í 100 grm. af blóði). í janúar var blóðfosfór geisluðu dýranna fallinn niður í 4.71. II. Þrjár geitur voru fóðraðar inni, og nutu ekki sólar, tvær þeirra voru með kiðlingum (þungaðar). í byrjun var kalkmelting þeirra allra ]). e. a. s. minna kalk i saurnum en þær fengu í fóðrinu. Eftir að þunguðu geiturnar voru bornar, varð kalkmelting þeirra strax h-. Mánuð eftir burðinn var farið að geisla geiturnar með kvartslampa (útfjólul)láum geislum), fyrst 10, seinna 20 mínútur á dag. Önnur geitin fékk strax -(- kalkmeltingu, hin eftir viku geislun. Kalkinnihaldi fóðursins var auðvit- að haldið óbreyttu, en kalkið í saurnum minkaði strax eftir að geislun- in byrjaði. — Það er þekt, að ástæðan til beinkramar mun sjaldan vera skortur á kalki eða fosfór i fæðunni, heldur að líkaminn getur ekki tileinkað sér þessi efni. — Blóðfosfórinn var í byrjun 5,55 og 5,94. Eftir 5 vikna geislun voru tilsvarandi tölur 9,26 og 7,80. Mjólkurgeiturnar béldust í kalkjafnvægi með geislun, þótt kalkið í fóðrinu væri minkað um ýú. Kalkgjöf þriðju, geldu geitarinnar var var minkuð smámaaman, þar tit jafnvægi hennar var Við geislun varð kalkjafnvægið strax -(-. í sömu átt verkaði sólskin á mjólkurkýr, þó tiltölulega nokkuð minna. — Séu hvítar rottur fóðraðar í myrkri á D-vitamin sneyddri fæðu, sýkj- ast þær og deyja bráðlega af beinkröm. Fáeinir dropar af þorskalýsi á dag nægja til að dýrin haldi heilsu. Eða sé útfjólubláum geislum frá kvartslampa beint inn í mvrkrastofuna til dýranna, 3—5 mínútur á dag, veikjast þau heldur ekki. Ennfremur má koma í veg fyrir líeinkrömina með því að láta útfjólubláa geisla skina á hið D-vítamín-sneydda fóður. Þannig má með geislun magna fjölda fóðurtegunda, — sem annars inni- halda lipoidefni, — svo að verkun þeirra gegn beinkröm nálgast verkun þorskalýsis (Dr. Hess). Og áhrif þorskalýsis má auka stórum með geisl- un. Séu nokkur af dýrum myrkvastofunnar geisluð, veikist ekkert þeirra. Geisluðu dýrin verka antirachitiskt með útgeislun eða exkrementum. Efni þau, sem magnast í fæðutegundum og húðfitu dýranna. eru aðallega chole- sterol, og ómettaðar fitusýrur. Ofannefndar rannsóknir um verkanir útfjólublárra geisla, — sólar eða * Til styttingar nefni eg þau dýrin sem fengu gulan mais „gul“ og hin „hvít“.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.