Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1928, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.03.1928, Qupperneq 4
34 LÆKNABLAÐIÐ drepa á ýmislegt, sem sérstaklega vakti athygli mina. Er þá næst fyrir hendi aö minnast á s ö f n i n, er viö skoöuöum. W e 11 c o m e’s Medical Museli ni er sérlega girnilegt til fróö- leiks. Wellcome er meðeigandi firmans Burroughs & We 1 1- c o m e, vellauðugur, og hefir komiö upp þessu safni, ásamt safninu í Tropical School of Medicine. Sögulega safnið er fult af dýrgripum og fáséðustu hlutum hvaðanæfa úr heimi. Sýnir það mjög skipulega allan gang læknisfræðissögunnar, frá elstu tímum, frá því að galdrar og sær- ingar voru eina læknisaðferðin. Þar var fróðlegt aö sjá trepanations- verkfæri frá steinaldartímum, og margar hauskúpur með verksummerkj- um. Samhliða þeim fornaldarmenjum voru sýnd verkfæri, sem enn eru notuð af villiþjóöum í Afríku og á Kyrrahafseyjum, til sömu óperationar og margra annara. Fjöldamargt merkilegt var þar viðvíkjandi lækning- um villimanna, og ýmsum siðum þeirra gagnvart sjúkum og framliðnum. Einkum er mér minnisstætt hvernig sumir Indiánar geyma höfuö feðra sinna. Þeir flá alt höfuðleðrið með holdi frá hauskúpunni, svo að hár og skegg og andlit er óskert. Síðan láta þeir þetta liggja í sútunarlyfj- um og þurka síðan. Skreppur þá alt höfuðleðrið saman, svo að úr verð- ur lítill haus á við brúðuhaus, og haldast allir andlitsdrættir eins og voru í lifanda lífi, og geta geymst um aldir alda. I sérstökum herbergjum voru sýndar lyfjabúðir og gullgerðarstofur. með öllum útbúnaði og skipulagi, eins og tíðkaðist á miðöldunum, og var þar mörg kynleg vitlevsa saman 'komin, eftir því sem okkur nú á tímum sýnist. Seint mun eg gleyma ýmsum kírúrgiskum verkfærum gömlu lækn- anna. Mörg verkfæri sáralækna og sérfræðinga, sem fundist hafa í Pom- peji og þarna eru geymd, eru mesta listasmiði. Vilja sumir fræðimenn fullyrða, að Rómverjar hafi um þær mundir verið komnir langt i asep- tik, og hafi soðið verkfæri á undan skurðum. Með sérlegum óhug minnist eg hinna mörgu pyndingarverkfæra. sem ])arna voru sýnd, en einkum þeirra kínversku. Þar voru stólar með mjó- yddum fleinum og hárbeittum ljáum, sem óbótamenn voru látnir setj- ast á með berum sitjanda; og aftaka var sýnd, þar sem sökudólgurinn var sagaður lifandi með stórviðarsög frá hvirfli og niður i klof. Afarmargt var þar af dýrgripum og verkfærum, er höfðu tilheyrt merk- um læknum fá ýmsum tímum, en sérstaklega var gaman að sjá L i s t e r s- s a f n i ð, sem opnað var i fyrra á ioo ára afmæli L i s t e r s. Þar mátti sjá allan tröppuganginn í tilraunum hans við að ska])a antiseptik og asep- tik. Þar var sýnishorn af sjúkrastofum hans og skurðarstofu, með „spray" og öðrum áhöldum. Söfnin við Royal Sanitary Institute og Instittitje of H y g i e n e sýna ágætlega sögu heilsufræðinnar og hin margvíslegu tæki, sem notuð eru í hollustuskyni, í daglegu lífi. Þó okkur væri ekki sérstaklega boðið, fóru margir okkar að skoða T h e M u s e u m o f t h e R o y a 1 C o 1 1 e g e o f S u; r g e) o n s, enda er bað langmerkast af þessum söfnum. Upprunalega hét það T h e H u n- t e r i a n M u s e u m, þvi allmikill hluti þess er safn hins ágæta læknis J o h n H u n t e r s. Er stórfurðulegt, hve einn maður hefir þar getað viðað að sér af merkum hlutum. Safn Dupuytrens í París, er svip-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.