Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 37 Ijlinda, í Suöur-London. Þaö var aödáunarvert, hve vel hafði tekist að kenna þéssum vesalingum. Fanst okkur ekki kennararnir öfundsverðir, sem að því störfuðu, en það var augljóst, að margir þeirra, en það voru flest rosknar konur, — voru afbragð að gáfnafari og mannkærleika, og höföu með þolinmæði aflað sér ágætrar æfingar og reynsluþekkingar. En annað var ekki síður athyglisvert á þessum aumingjastofnunum, og það var vinnukenslan. Þar voru margar vinnustofur og unnið af kappi við ýmiskonar handiðnir, trésmíðar, útskurð, burstagerð, skósmiðar, leður- pappsmíðar, klæðasaum, hannyrðir o. m. fl. Þó var sú vinna hvergi í jafnstórum stíl eins og í berkíaveik'ranýJendunni í Paj> wort h, en um það hefi eg ritað sérstaklega í Lesbók Morgunblaðsins. VIII. Okkur var skift niður í hópa 3—4 saman, til að fara og skoða hjálp- arstöðvar fyrir berklaveika (Tuberculosis dispensaries), læknisskoðun og hjúkrunarstarf við alþýðuskóla, skólaklinikur (School Treatment Cent- res), og hjúkrunarstöðvar fyrir mæður og ungbörn (Maternity and Child 'Velfare Centres) á ýmsum stöðum i borginni. Var þá með okkur hlutað- eigandi Medical Ofí. of Health (M. O. H.) eða School nied. Off., og útskýrði alla hluti. Sumir skólalæknarnir voru eins og surnir héraðslækn- arnir whole-time-officers, þ. e. höfðu ekkert annað fyrir stafni, og höfðu góð laun (ca. 1000 sterlingspund á ári), en sumir höfðu sinn praxis að auki, og skutust í skólaskoðunina á vissum tímum. Við alt þetta heilsu])jónustustarf var skipulag hið besta, og unnið af alúð og dugnaði. Öll l>örn og mæður voru spjaldskráð og eyðublöð út- fylt í tvennu eða þrennu lagi, og yfirleitt skriffinska mikil. Sjálf læknisskoðunin (margir skólalæknarnir voru kvenlæknar) var í fáu eða engu frábreytt því, sem hjá okkur tíðkast. Aðeins var það frá- brugðið, að barnaskólabörnin (og þau eru venjulega frá 5—7 ára aldri til 14 ára aldurs í skólunum), voru aðeins skoðuð vandlega 3svar á skóla- tímabilinu öllu (nfl. 5 ára, 8 ára og 14 ára gömul). Það var ætlað skóla- hjúkrunarkonu, ásamt kennurunum, að hafa gát á börnum, þyngd þeirra og útliti, og senda þau til lækningastöðvarinnar í tæka tíð. Óþrifahreins- un fór fram i sérstöku húsi, én ekki sjálfum skólanum, og voru börnin losuð við lús og nit í einni lotu, drengir snöggkliptir, en stúlkum kembt með nitkambi (Sackers kambi. — þétttentum stálkambi) upp úr ol. olivæ og petroleum aa partés, — en síðan þvegin og lauguð. Sumar hjúkrunar- konurnar notuðu að auki kreólínsblöndu við kembinguna. Við lækningastöðvarnar höfðu ýmsir læknar í hlutaðeigandi skólahér- aði atvinnu, — tannlæknar, nef-, eyrna-. háls- og augnlæknar, auk skóla- læknisins. Hjúkrunarkonan við stöðina gat venjulega losað skólalækn- inn við talsveröa fyrirhöfn með því að gera við ýms smákaun og binda um. Tannlækingarnar voru á háu stigi við alla skólana. Sérstaklega var þeirri reglu fvlgt, að reyna eftir föngum að lækna og fylla tannskemdir í mjólkurtönnum, en draga þær ekki úr, fyr en í fulla hnefana. Berklavarnarstöðvarnar voru að engu frábrugðnar því, sem gerist á Norðurlöndum og hjá oss. Mjög voru þær rómaðar í London sem víöar, fyrir það gagn, sem af þeim hlytist, — eins og yfirleitt starfsemi umferðahjúkrunarkvennanna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.