Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1928, Page 11

Læknablaðið - 01.03.1928, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 4i lestir og í umferöarysnum á götunum — alstaöar er reglusemi og ríkt gengið eftir aö alt gangi eftir nótum. Og hvaö eftir annaö koma fram á sjónarsviðiö eftirlitsmenn, eöa konur, sem þá og þegar birtast aö óvör- um, t. d. í stóru verslunarbúðunum, i matsöluhúsunum miklu, eða í stræt- isvögnunum, og koma til að lita eftir, aö hver gestur fái afgreiöslu í tæka tíö, og aö afgreiðslan sé í réttu lagi, eöa grenslast eftir hvort maöur hafi keypt aðgöngumiða sinn, t. d. í strætisvögnunum og gefiö rétt verö fyr- ir o. s. frv. Og einmitt þetta sama góöa skipulag sást hvarvetna í heil- brigðismálunum. XII. í flestum heimsóknum til ofantaldra stofnana var okkur vel fagnað af forstööufólki, og þágum við ýmist dögurð eöa aðrar góögerðir, og fór þá sjaldan hjá því, að ræöur væru haldnar og einhver gleðskapur fylgdi. En af meiriháttar veislum, sem okkur var boöiö i, skal eg nefna þessar: The Annual Dinner of the Medical Officers of Health. Luncheon by the. invitation of the Fishmongers Company. L u n c h e o n by the invitation of the City Corporation. D i n n e r by the invitation of the Institute of Hygiene. Ennfremur hafði heilbrigfðisráðuneytið boðiö okkur til kveldveislu, en sú veisla fórst fyrir vegna forfalla. Loks buöum við sjálfir ýmsum helstu forkólfum í Ministry of Health til D i n n e r í gildaskála i Piccadilly. Voru þessi fjölmennu samsæti hin veglegustu og fóru fram hiö besta. I tveimur af veislunum var okkur sýnd sú sérstaka velvild, aö drukk- inn var ástarbikar — T h e L o v i 11 g C u p. Þaö er gamall enskur veislusiöur og fer þannig fram, aö „Chairman“ eftir nokkur vel valin orð til gestanna, drekkur sessunaut sínum til af miklu gullkeri, fyltu ágætis víni, og réttir honurn bikarinn til þess aö drekka sér á móti. Standa báð- ir meðan drukkið er, og þar til hinn síðari hefir einnig drukkiö til sessu- naut sínum, og svona gengur koll af kolli kringum boröiö, og standa þannig ætíð þrír í einu. Er þetta gönnil varúðarregla frá þeim tímum er tíðkuðust hin breiðu spjótin, jafnvel í veislum, og rneðan enn var bók- staflega satt máltækið „berr er hverr að baki nerna bróður eigi“. Þess vegna stendur hver tii varnar ijaki sessunautar síns meöan hann drekkur. Þessi fagri, forni siður hreif hugi vora, og góðvildar og gleðinnar helgi andi sveif yfir vötnunum. Við tvíhentum gullkerið, sem var heilsteypt og þungt, og skrautbúið eins og dýrmætur kirkjukaleikur, en vínið var guða- veig úr gömlum belgjum. Og eg mintist vísu Sturlu Þórðarsonar: „Þar gullker geiga knáttu víni full í vina greipum, en inndrótt allra meina heilivágur til hjarta féll.“ Já víst var það unun að sitja aö þessum sumblum, og eiga alvarleg störf á morgun. Því Englendingar eru fálátir og alvörugefnir hvetsdags- lega, en þeir kunna vel að gleðjast á góðri stund, og þeir kunna öðrum þjóðum fremur að auðsýna gestrisni, og einnig vera sjálfir góðir gestir, glaðir og reifir. Þeim ferst það svo einstaklega vel með alvöruna í bak-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.