Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1928, Page 18

Læknablaðið - 01.03.1928, Page 18
4s LÆKNABLAÐIÐ að koma í veg fyrir misnofkun lækna á áfengisreceptum. Þeir læknar, sem ávísa óhóflega áfengi, hafa með framferði sínu varpað skugga á alla læknastéttina. En því miður er framsetning skýrsluhöfundar svo klúr, að hún dregur allmjög úr þeim dómi, sem breysku collegarnir ann- ars hefðu átt skilið. G. Cl. Lækning-abálkur. Varnarráðstafanir gegn nærsýni (myopia) og meðferð á henni. Nærsýnin er sú eina refraktions-anomali, þar sem hægt er að koma vörnum við með ýmsum heilbrigðisráðstöfunum; nærsýnin er aldrei með- fædd (öll börn fæðast með hypermetropi), þó að hinsvegar meðfædd tilhneiging og arfgengi sé oft mjög greinileg og oft ástæða og undir- rót þess, að nærsýnin kemur síðar fram, af ýmsum óheppilegum ytri kringumstæðum, á uppvaxtarárunum (8—20 ára). Það er því nauðsyn- legt að beita strax ýmsum varnarráðstöfunum gegn þessum ytri, óheppi- legu kringfumstæðum og áhrifum þeirra, og skal eg skýra það nánar síðar. Fvrst verður að athuga nánar eðli nærsýninnar. Verður þá að greina milli lestrar- eða skólanærsýni og eiginlegrar nærsýni (myopia genuina progressiva), en þó er oft svo, að erfitt er að greina þær sundur, og takmörkin óljós, af því að venjuleg skóla- nærsýni getur oft orðið progressiv, ef ytri kringumstæður eru slæmar og verka lengi og áframhaldandi. Samt mun eg tala um þær sína í hvoru lagi. Lestrar- eða skólanærsýnin er svo nefnd, af þvi að hún kemur fram á námsfólki og unglingum (8—20 ára), sem stunda nám eða iðn, þar sem halda verður hlutunum (bókinni) mjög nærri augunum, til þess að sjá greinilega. Þessi tegund nærsýni er tiltölulega sjaldgæf í barnaskól- um, en verður algengari því hærra, sem kernur í skólunum, og er mejst í mentaskólum, einkum i máladeildum mentaskólanna (útlend reynsla), en ekki veit eg hvort sú er reynsla hér á landi. Þessi skólanærsýni verður sjaldan mjög rnikil, einkum ef hún byrjar seint á námstímanum og hættir oft að vaxa að námi loknu, en þó á mað- ur það aldrei vist, og getur hún orðið áframhaldandi (progressiv), og orðið eyðileggjandi fyrir framtíð manna. Það hefir þótt kostur á eldri árunr, að vera hæfilega nærsýnn, af því að þá þurftu menn ekki að nota aldursgleraugu. T. d. 60 ára maður, sem hefir 3.0 — 4.0, þarf ekki að nota gleraugu til æfiloka, en nú er minni hagur í þessu, þar sem nú er auðvelt að fá aldursgleraugu. Nærsýni á unga aldri, er altaf óþægi- leg, jafnvel þó hún sé ekki meir en -j- 4.0 (væg myopi). T. d. sér sá maður, sem he'fir -r- 3.0 %o eða y10 af eðlilegri sjón; sá sem hefir — 4.0 sér Y00 illa, eöa aðeins með því að kipra saman augnalokin. Maður með 2.0, sér %0 — Ye af eðlilegri sjón, og maður með -t- 1.0 %•> = yí a^ eðlilegri sjón. Þetta kennir sér oft illa, og gerir þá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.