Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1928, Side 19

Læknablaðið - 01.03.1928, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 49 ófæra í ýmsar stööur, sem ekki má nota gleraugu við, t. d. skipstjóra og stýrimenn. Unglingarnir sjá ekki á skólatöfluna aftarlega úr bekk o. s. frv. — Þessir menn sjá hinsvegar mijög vel nærri sér, og betur en þeir, sem hafa eölilegt sjónarlag. Eins og áður er sagt, er aðal ytri orsök nærsýninnar mikil og lang- varandi áreynsla á augun, í óhæfilegri fjarlægö, — hæfileg fjarlægö við lestur og vinnu er, eins og menn vita, 25—30 ctm. — hvort sem um er að ræða eðli vinnunnar eða óvani. Fleiri orsakir koma einnig til greina, að minsta kosti að öðrurn þræöi, t. d. ýmisleg líkamleg veiklun (anæmi, skrofulose, barnasjúkdómar, lang- varandi blepharoconjunctivitis, keratitar o. s. frv. Ennfremur slæmt ljós eða því óheppilega fvrir komið, slæm sk’ólaborð, og bókinni því haldið of nærri sér, of mikið sett fyrir; einnig má nefna skemtilestúr (skáld- sögur), sem fólk á þessum aldri er mjög sólgið í og les langt fram á nætur, liggjandi i rúminu og lesandi við vont ljós; bókinni því haldið of nærri sér (innan við 25 cm. fjarlægð), oft smátt letur eða dauft, á slíkum bókum. Alment er álitið, að lestrar- og skólanærsýni orsakist af hyperakkomo- dation og afleiðingum hennar á m. ciliaris; en hann er ejins og aðrir vöðvar, að hann getur ofrevnst og mist sinn tonus, en sumir álíta, að þessi tonus verki hindrandi á ofvöxt augans, sem er síðasta orsök nær- sýninnar (Ejler Holm). Það yrði oflangt mál, að fara út í þetta frekar; skal því þess vegna slept. Þá kem eg að m y o p i a g e n u i n a p r o g r e s s; i v a ; þar koma sömu orsakir til greina í byrjun, en gera verður ráð fyrir því, að þeir, sem hana fá, hafi fengið að erfðum meðfædda tilhneigingu til þess að hún verði progressiv, því að vitanlegt er, að hún byrjar oft fyr, og án þess að þær ytri orsakir séu til, sem áður hafa veriö nefndar, þó að þær sjálfsagt valdi því, að hún vex örar á þeim, sem eru disponeraðir. Byrjar hún oítast þegar á unga aldri, og er progressiv öll uppvaxtarárin og er þá oít komin á hátt stig (-t- 20.0), með ýmsum komplikationum, t. d. central-chorioretinitis og atrofi á retina og choriodea, eventuek gömlum ablationes retinæ etc.; þó skal tekið fram, að hættast er við ablatio á meðalsterkri nærsýni -t- 6.0—10.0, og ennfremur að sjónin í nálægð er oft ótrúlega góð, þrátt fyrir miklar pathol. breytingar í augn- botninum. Þó að vitað sé, að nærsýnin geti orðið progressiv, þrátt fyrir engan lestur eða aðra áreynsluvinnu á augun í nálægð, þá er hitt líka víst, að þær ytri orsakir, sem áður eru nefndar, hafa orsakandi eða auk- andi áhrif á hana og koma því varnarráðstafanir þar einnig til greina. Nærsýni, sem ])egar er komin fram, i barnaskóla, er mjög hætt við að verði progressiv, og því ber að líta mjög nákvæmlega eftir slíkum börn- um og láta sér ekki nægja að setja þau á fremsta bekk. Skal nú fariö nokkrum orðum u m m e ð f e r ð i n a á n æ r s ý n i, og kemur þá fyrst til greina korrdktion (gleraugu). Erófa skal þegar í barnaskólum sjón barnanna, þegar þau þekkja upp- haísstafina eða tölustafina, kemur þá fram, hvort ljarnið hefir fulla sjón (%). Hafi það bana elcki, kemur það til af því, að barnið er nærsýnt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.