Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 3
14- árg. UEMntutie Reykjavík, nóv.—des. 1928. n.—12. blað. Svæfing'ar meö glaðloíti (N, O). Eftir Ólaf Helgason lækni. Þegar sjúklingi versnar eftir aÖgerÖ, eða hann deyr, vaknar aö sjálf- sögöu fyrir mönnum spurningin: Að hve miklu leyti á svæfingin sök á því og — hefði ekki mátt bjarga sjúklingnum, ef svæfingarefni hefði þekst, er minna var eitrað en hin algengu: ether og chloroform. Gallar þeirra eru öllum kunnir. Eituráhrif chloroforms á hjarta og æðakerfi valda því, að menn verða að nota það með mikilli varúð, og sama má segja um chloro- form-etherblöndu (1:1 eða 1:2), því að ætla má að mikill hluti ethersins rjúki bun: úr grimunni eða á leiðinni í hana, svo að meiri hluti þess, sem sjúkl. fær, sé chloroform. Ameríska svæfinganefndin (anesthesiacommittee) ræður mönnum mjög eindregið frá að nota chloroform, enda er það lítið notað vestanhafs; aðeins litið eitt við fæðingar. Það má teljast kostur á ethernum, hve vítt verkunarsvið hann hefir, svo að segja má aö hver við- vaningur geti notað hann, án þess að lenda í verulegu klandri með sjúk- linginn á skurðarhorðinu. Hins vegar eru gallarnir auðsæir. Fyrst taka menn eftir lyktinni. Hún er sterk og óþægileg og loðir við sjúklinga, lækna og hjúkrunarfólk, oft og einatt til ama fyrir þá, sem eiga að umgangast það. Sjúklingar, sem svæfðir hafa verið með ether, minnast lyktarinnar með* viðbjóði, og við og við kemur hún upp i vitum þeirra, svo að þá velgir við. Afleiðingin er sú, að erfitt verður að fá sjúkling til að anda að sér ether öðru sinni, ef með þarf, og á það að sjálfsögðu einkum við um börn. Enn má teljast ókostur, hve lengi etherinn er að verka, svo að sjúklingum finst óratími, sem þeir þurfa að anda að sér sterkjunni. Er það ilt fyrir sjúklinga, sem annars að jafnaði kviða því sem til stendur. Auk þess er excitations-tímabilið oít og einatt töluvert áberandi: sjúklingar brjótast um og eyða þrótti, sem þeir mega ekki missa. Enn eru ótaldir tveir höfuð- ókostir ethersins: aukin sekretion og eftirköstin. Sekretions-aukningin er áberandi: vitin fyllast af munnvatni og slími, svo sjúkl. er að kyngja í sífellu og má þá ekki miklu muna, að honum svelgist á. Augun flóa í tár- urn og eru oft rauð og þrútin eftir svæfinguna. Kirtlarnir i barka og lungna- pípum æsast að sama skapi. Við það geta meinsemdir, sem annars liggja í læðingi, auðveldlega blossað upp; viö það bætist svo, að sífelt er hætta á að sjúkl. andi að sér óhroðanum úr nefi og koki. Er þá bersýnilega boð- in leið fyrir lungnabólgu og aðrar lungnakomplicationir. Þeir eru liklega ótaldir, sem dáið hafa eftir aðgerðir, vegna þess arna. Og hins vegar er auðvitað fjöldi sjúklinga, sem alls ekki verður svæfður með ether, vegna hættu á lungnasjúkdómum. Eftirköstin eru oft áberandi. Ógleöi eða upp-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.