Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 12
1/0 LÆKNABLAÐIÐ verÖi til aÖ leiðrétta rangfærslur og misskilning ýmsra lækna, sem rita um sullaveiki meira af vilja, en mætti og skilningi. I ritgerðinni um „Formolage" kemur hann fram á vígvöllinn, argur í skapi, út af því, að Þjóðverji einn, próf. Frankc í Braunschweig tileinkar sér að hafa fundið upp aðferð Dévés, að spýta inn 2% formólupplausn í sullhol. Dévé hefir mörg rök á hendi, til að sýna villu Þjóðverjans, enda dustar hann manninn svo duglega til, að vafasamt má telja, að hann rísi á fætur aftur með sínar stolnu fjaðrir. Næsta ritgerðin þessari er veigameiri en hinar allar (40 bls.). Með cholc- peritoine hydatique táknar Dévé þau afbrigði sullaveikinnar, sem oft koma fyrir þegar sullur i lífhimnuholinu springur, svo að ekki einasta sullungar verða lausir, heldur streymir sullvökvi, blandaður galli, inn í kviðarholið. Ef gallið er virulent, þá veldur þaS skjótum dauða af peritonitis, og þá myndast ekki ,,chole-peritoine“. En sé gallvökvinn hreinn eða ósmitaður, þá myndast fibrinkendur, þykkur himnupoki utan um vökvann með hjálp netjunnar, og innilokast ])annig gall-sullavökvinn framan við innýflin eða milli þeirra og magálsins. En fibrinhimnan þétta varnar því lengi. að gall- ið nái að eitra frá sér blóð og lymfu. Dévé varð fyrstur manna til að lýsa þessu afIjrigði sullaveikinnar og gefa rétta skýringu á því, hvernig alt atvikaðist. Það var fyrir 25 árum. En uppfrá því hafa ýmsir læknar rekist á þetta, og hafa skrifað um það. Það er úr þeirri reynslu sem Dévé vinnur nú og safnar í eitt þeim fróð- leik sem fenginn er. Sjúkdómurinn getur verið býsna langvinnur (t. d. 11 ár eða meira). Hann hagar sér lengi líkt og berkla-lifhimnubólga, enda oft ruglað sam- an við hana. Án aðgerða deyja 76% sjúklinganna. En ef skurður er gerð- ur hefir reynslan sýnt, að um 70% lifa, og líklega mundu flestir bjarg- ast, ef þekking væri nóg og skurður gerður i tæka tíð. Kviðurinn verður stundum afarmikill. T. d. segir Dévé að próf. Barnctt á Nýja Sjálandi hafi nýlega haft til meðferöar sjúkling með „grotesquely conspicuous" magakeis, enda hafi ummálið verið 144 cm„ og við skurð- inn tæmdust út 50 — fimtíu — lítrar af gallblönduðum sullvökva. Segir Barnett, að einkennilegt hafi verið að þreifa innan um hið mikla hol, sent var vel takmarkað framan við innýflin og þakið þykkri. slímmjúkri himnu eða pöru, sem liktist mjúku leðri, en var hvít í sárið. Garnirnar lágu bak við þennan mikla belg, aðþrengdar og samankipraðar. Þess er ekki getið hvort sjúklingurinn frískaðist eftir aðgerðina. Þriðja ritgerðin fanst mér þurvísinclalegust. Hún var um þaö, hvernig sullungar myndast, og lýst deilumálunum þar um. En Dévé heldur þvi fast fram, að „capsules proligéres1' geti aldrei ummyndast beint í sull- unga (og tilfærir reynslu sína með tilraunum á dýrum), heldur séu það scolices einir sem lireytist fyrirhafnarlitið i smásulli undir réttum skilyrðum. Ritgerðin um hjartasulli er mjög læsileg og full af lærdómi. Þó fæstir læknar muni hafa heyrt getið um sulli i hjartanu, þá hefir þó Dévé tekist að snuðra uppi 137 sjúkrasögur, sem segja frá slíkum hjartameinlætum. Eins og búast mátti við, hefir sjúklingunum vegnaö illa. likt og gerist við erfiða hjartagalla, og að eins einn lreknir komst það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.